Þegar lífið fer á hvolf Katrín Edda Snjólaugsdóttir skrifar 13. október 2020 15:00 Greining lífsógnandi sjúkdóms setur tilveru þess sem veikist og fjölskyldu hans á hvolf. Í því ferli sem tekur við er viðeigandi að beita hugmyndafræði líknarmeðferðar. Margir tengja orðið líkn við dauða og að líknarmeðferð sé einungis veitt er þeim sem eru dauðvona en í raun snýst líknarmeðferð um lífið sjálft. Þess vegna vilja margir frekar kalla hana stuðningsmeðferð en líknarmeðferð, þar sem stuðningsmeðferð er í huga margra mildara orð og auðveldara að tengja það frá dauðanum. Líkn er í raun afar fallegt hugtak sem felur í sér að vilja lina þjáningar og er því í sjálfu sér ekki tengd dauðanum heldur lífinu sjálfu þó svo litið sé á dauðann sem eðlilegt ferli. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum Landspítalans um líknarmeðferð hefur meðferðin þróast frá því að vera eingöngu meðferð sem beitt er við lífslok, í meðferð sem er veitt í öllu sjúkdómsferlinu og hefst við greiningu á lífsógnandi og alvarlegum sjúkdómi. Markmið hennar er að sjá fyrir, fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, félagslegri og andlegri vanlíðan og styðja við bestu mögulegu lífsgæði. Þannig er hægt að veita líknarmeðferð samhliða læknanlegum sjúkdómi og snýr þá meðferðin að lina einkenni en vægi líknarmeðferðar eykst síðan eftir framgangi sjúkdóms. Samtal um óskir og væntingar einstaklingsins er mikilvægur þáttur líknarmeðferðar, þar sem rætt er um við hverju megi búast og hvað er einstaklingnum mikilvægast. Í slíku samtali fær einstaklingur með lífsógnandi sjúkdóm tækifæri til ræða við fjölskyldu sína og heilbrigðisstarfsfólk um óskir sínar og lífsgildi sem hafa á að leiðarljósi í ákvörðun um umönnun og meðferð. Mikilvægt er að það samtal eigi sér stað áður en einstaklingurinn verður of veikur til að taka ákvarðanir. Líknarmeðferð snýr ekki eingöngu að þeim veika heldur felur hún einnig í sér að meta líðan og þarfir fjölskyldunnar og styðja hana við að takast á við breyttar aðstæður með áherslu á lífsgæði. Líknarmeðferð felur ekki í sér að flýta yfirvofandi dauða heldur að hlúa heildrænt að þeim veika og aðstandendum hans. Nálgun hennar er einstaklingsmiðuð og felur í sér að draga úr einkennum eins og verkjum og veita stuðning í samræmi þarfir þeirra sem hana hljóta. Líknarmeðferð lýkur ekki við andlát heldur felur hún einnig í sig eftirfylgd við þá sem eftir lifa. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í líknarráðgjafarteymi Landspítalans. Heimild: Landspítali (2017). Klínískar leiðbeiningar um líknarmeðferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Er stríðsglæpamaður í rútunni? Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Greining lífsógnandi sjúkdóms setur tilveru þess sem veikist og fjölskyldu hans á hvolf. Í því ferli sem tekur við er viðeigandi að beita hugmyndafræði líknarmeðferðar. Margir tengja orðið líkn við dauða og að líknarmeðferð sé einungis veitt er þeim sem eru dauðvona en í raun snýst líknarmeðferð um lífið sjálft. Þess vegna vilja margir frekar kalla hana stuðningsmeðferð en líknarmeðferð, þar sem stuðningsmeðferð er í huga margra mildara orð og auðveldara að tengja það frá dauðanum. Líkn er í raun afar fallegt hugtak sem felur í sér að vilja lina þjáningar og er því í sjálfu sér ekki tengd dauðanum heldur lífinu sjálfu þó svo litið sé á dauðann sem eðlilegt ferli. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum Landspítalans um líknarmeðferð hefur meðferðin þróast frá því að vera eingöngu meðferð sem beitt er við lífslok, í meðferð sem er veitt í öllu sjúkdómsferlinu og hefst við greiningu á lífsógnandi og alvarlegum sjúkdómi. Markmið hennar er að sjá fyrir, fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, félagslegri og andlegri vanlíðan og styðja við bestu mögulegu lífsgæði. Þannig er hægt að veita líknarmeðferð samhliða læknanlegum sjúkdómi og snýr þá meðferðin að lina einkenni en vægi líknarmeðferðar eykst síðan eftir framgangi sjúkdóms. Samtal um óskir og væntingar einstaklingsins er mikilvægur þáttur líknarmeðferðar, þar sem rætt er um við hverju megi búast og hvað er einstaklingnum mikilvægast. Í slíku samtali fær einstaklingur með lífsógnandi sjúkdóm tækifæri til ræða við fjölskyldu sína og heilbrigðisstarfsfólk um óskir sínar og lífsgildi sem hafa á að leiðarljósi í ákvörðun um umönnun og meðferð. Mikilvægt er að það samtal eigi sér stað áður en einstaklingurinn verður of veikur til að taka ákvarðanir. Líknarmeðferð snýr ekki eingöngu að þeim veika heldur felur hún einnig í sér að meta líðan og þarfir fjölskyldunnar og styðja hana við að takast á við breyttar aðstæður með áherslu á lífsgæði. Líknarmeðferð felur ekki í sér að flýta yfirvofandi dauða heldur að hlúa heildrænt að þeim veika og aðstandendum hans. Nálgun hennar er einstaklingsmiðuð og felur í sér að draga úr einkennum eins og verkjum og veita stuðning í samræmi þarfir þeirra sem hana hljóta. Líknarmeðferð lýkur ekki við andlát heldur felur hún einnig í sig eftirfylgd við þá sem eftir lifa. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í líknarráðgjafarteymi Landspítalans. Heimild: Landspítali (2017). Klínískar leiðbeiningar um líknarmeðferð.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun