Vildi ekki svara spurningu um þungunarrof Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2020 14:58 Amy Coney Barrett segjast túlka ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna og lög eins og þau hafi verið skrifuð. AP/Susan Walsh Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til Hæstaréttar landsins, neitaði í dag að svara spurningu um hvað henni þætti um dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs og hvort fella ætti það fordæmi úr gildi. Málið sem skapaði þetta fordæmi kallast Roe v.Wade. Barrett situr fundi dómsmálanefndar öldungadeildarinnar þessa dagana en til stendur að greiða atkvæði um tilnefningu hennar þann 22. október. Í kjölfar þess yrði þingið kallað saman og allir öldungadeildarþingmenn greiða þá atkvæði um tilnefninguna. Útlit er fyrir að atkvæði verði greidd eftir flokkslínum og þar sem Repúblikanar eru í meirihluta þýðir það að Barrett verði taki við Ruth Bader Ginsburg sem dó í síðasta mánuði. Í upphafi fundarins í dag sagði Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndarinnar, að hann ætlaði að gera allt sem hann gæti til að tryggja að tilnefning Barrett yrði staðfest. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp á að gera það fyrir forsetakosningarnar þann 3. nóvember í næsta mánuði. Þingkonan Diana Feinstein spurði Barrett út í afstöðu hennar gagnvart Roe v. Wade, þar sem fregnir hafa borist af því að dómarinn hafi í gegnum árin lýst yfir vanþóknun sinni á dómafordæminu og jafnvel skrifað undir yfirlýsingar um að fella eigi það úr gildi. Þingkonan Dianne Feinstein spurði Barrett út í afstöðu hennar varðandi dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs.AP/Kevin Dietsch Hún sagðist ekki vilja svara þeirri spurningu því hún myndi ekki taka sæti í Hæstarétti með sérstaka afstöðu í huga. Hún myndi taka ákvörðun í hverju máli sem færi fyrir Hæstarétt fyrir sig. Kannanir sýna að naumur meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum er mótfallinn því að Barrett verði skipuð til Hæstaréttar þegar svo stutt er í kosningar. Þar að auki er mikill meirihluti kjósenda mótfallinn því að fordæmi Roe v. Wade verði fellt úr gildi. Verði tilnefning Barrett staðfest verður hún sjötti dómarinn, af níu, sem skipuð var í embætti af íhaldssömum forseta. Demókratar óttast að með þeim meirihluta verði Roe v. Wade fellt úr gildi og sömuleiðis núverandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, sem kallast Obamacare í daglegu tali. Hæstiréttur mun taka fyrir mál gegn Obamacare um viku eftir kosningarnar. Áður en hún var spurð út í Roe v. Wade sagði Barrett að hún nálgaðist túlkun á stjórnarskrá Bandaríkjanna með íhaldssömum hætti. Hún myndi reyna að túlka stjórnarskránna eftir bókstaflegri skráningu ákvæða hennar. „Bandaríkjamenn eiga sjálfstæðan Hæstarétt skilið, sem túlkar stjórnarskránna og lögin eins og þau eru skrifuð,“ sagði Barrett. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Amy Coney Barrett situr fyrir svörum í öldungadeildinni Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans. 12. október 2020 07:58 Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 26. september 2020 21:09 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Sjá meira
Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til Hæstaréttar landsins, neitaði í dag að svara spurningu um hvað henni þætti um dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs og hvort fella ætti það fordæmi úr gildi. Málið sem skapaði þetta fordæmi kallast Roe v.Wade. Barrett situr fundi dómsmálanefndar öldungadeildarinnar þessa dagana en til stendur að greiða atkvæði um tilnefningu hennar þann 22. október. Í kjölfar þess yrði þingið kallað saman og allir öldungadeildarþingmenn greiða þá atkvæði um tilnefninguna. Útlit er fyrir að atkvæði verði greidd eftir flokkslínum og þar sem Repúblikanar eru í meirihluta þýðir það að Barrett verði taki við Ruth Bader Ginsburg sem dó í síðasta mánuði. Í upphafi fundarins í dag sagði Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndarinnar, að hann ætlaði að gera allt sem hann gæti til að tryggja að tilnefning Barrett yrði staðfest. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp á að gera það fyrir forsetakosningarnar þann 3. nóvember í næsta mánuði. Þingkonan Diana Feinstein spurði Barrett út í afstöðu hennar gagnvart Roe v. Wade, þar sem fregnir hafa borist af því að dómarinn hafi í gegnum árin lýst yfir vanþóknun sinni á dómafordæminu og jafnvel skrifað undir yfirlýsingar um að fella eigi það úr gildi. Þingkonan Dianne Feinstein spurði Barrett út í afstöðu hennar varðandi dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs.AP/Kevin Dietsch Hún sagðist ekki vilja svara þeirri spurningu því hún myndi ekki taka sæti í Hæstarétti með sérstaka afstöðu í huga. Hún myndi taka ákvörðun í hverju máli sem færi fyrir Hæstarétt fyrir sig. Kannanir sýna að naumur meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum er mótfallinn því að Barrett verði skipuð til Hæstaréttar þegar svo stutt er í kosningar. Þar að auki er mikill meirihluti kjósenda mótfallinn því að fordæmi Roe v. Wade verði fellt úr gildi. Verði tilnefning Barrett staðfest verður hún sjötti dómarinn, af níu, sem skipuð var í embætti af íhaldssömum forseta. Demókratar óttast að með þeim meirihluta verði Roe v. Wade fellt úr gildi og sömuleiðis núverandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, sem kallast Obamacare í daglegu tali. Hæstiréttur mun taka fyrir mál gegn Obamacare um viku eftir kosningarnar. Áður en hún var spurð út í Roe v. Wade sagði Barrett að hún nálgaðist túlkun á stjórnarskrá Bandaríkjanna með íhaldssömum hætti. Hún myndi reyna að túlka stjórnarskránna eftir bókstaflegri skráningu ákvæða hennar. „Bandaríkjamenn eiga sjálfstæðan Hæstarétt skilið, sem túlkar stjórnarskránna og lögin eins og þau eru skrifuð,“ sagði Barrett.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Amy Coney Barrett situr fyrir svörum í öldungadeildinni Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans. 12. október 2020 07:58 Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 26. september 2020 21:09 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Sjá meira
Amy Coney Barrett situr fyrir svörum í öldungadeildinni Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans. 12. október 2020 07:58
Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38
Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42
Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 26. september 2020 21:09
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent