Fleiri börn hafa smitast af kórónuveirunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. október 2020 17:44 Fleiri börn hafa nú smitast af kórónuveirunni en í fyrstu bylgju faraldursins. Grafík/Hafsteinn Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgju faraldursins en þeirri fyrstu. Þá hafa foreldrar hátt í fjögur hundruð leik- og grunnskólabarna í Reykjavík kosið að halda börnum sínum heima síðustu daga. Áttatíu og þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjörutíu og níu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Þeim sem eru með veiruna heldur áfram að fjölga en í dag eru 1039 í einangrun. Þegar mest var í fyrstu bylgju farsóttarinnar í byrjun apríl voru 1096 í einangrun eða svipaður fjöldi og nú. Þá var enn mánuður í að samkomutakmörkunum yrði aflétt. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekar að börn smitist síður og smiti aðra síður. Vísir/Vilhelm Þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi gilda fram á mánudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ætlar að senda heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað á fimmtudaginn þar sem fram kemur hvaða takmarkanir hann leggur til að gildi í næstu vikurnar. „Við þurfum að fara hægt í að aflétta og við erum enn þá með faraldurinn aðallega hér á höfuðborgarsvæðinu. Það gengur allt tiltölulega vel úti á landi og er rólegt þar. Þannig við erum fyrst og fremst að eiga við faraldurinn hér innan höfuðborgarsvæðisins. Þannig ég held að hertari reglur verði svona kannski eitthvað lengur við lýði hér,“ segir Þórólfur. Börn heima að ósk foreldra Hátt í níu hundruð leik- og grunnskóla börn í Reykjavík eru í sóttkví og um fjörutíu eru í einangrun. Í gær voru 287 grunnskólabörn í leyfi að ósk foreldra og 93 leikskólabörn. Sextíu starfsmenn skóla- og frístundasviðs voru í sóttkví að eigin ákvörðun. Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgjunni en greindust með hana í fyrstu bylgjunni. Þannig greindust 126 börn með veiruna í fyrstu bylgjunni en börn voru þá um 7% þeirra sem smituðust. Nú hafa 160 börn greinst með veiruna og eru um 11% þeirra sem hafa greinst. Sóttvarnalæknir ítrekar það að börn smitist síður og smiti síður aðra. „Þetta er ekkert í stórum dráttum frábrugðið frá því sem var. Við þurfum líka að taka tillit til þess að við erum að taka miklu fleiri sýni núna frá börnum þannig við þurfum aðeins að sjá það í því ljósi. Þannig í stórum dráttum þá er þetta mjög svipað,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Barnasmitsjúkdómalæknir telur lokun skóla ekki nauðsynlega Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, telur ólíklegt að lokun skóla myndi skila tilætluðum árangri í baráttunni gegn kórónuveirunni. 12. október 2020 21:37 Skólastarf á Covid-tímum í forgangi Skólastarf er í forgangi í samfélaginu að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og er lagt mikið kapp á að halda skólastarfi úti eins öruggu og öflugu og kostur er. 12. október 2020 19:57 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgju faraldursins en þeirri fyrstu. Þá hafa foreldrar hátt í fjögur hundruð leik- og grunnskólabarna í Reykjavík kosið að halda börnum sínum heima síðustu daga. Áttatíu og þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjörutíu og níu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Þeim sem eru með veiruna heldur áfram að fjölga en í dag eru 1039 í einangrun. Þegar mest var í fyrstu bylgju farsóttarinnar í byrjun apríl voru 1096 í einangrun eða svipaður fjöldi og nú. Þá var enn mánuður í að samkomutakmörkunum yrði aflétt. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekar að börn smitist síður og smiti aðra síður. Vísir/Vilhelm Þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi gilda fram á mánudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ætlar að senda heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað á fimmtudaginn þar sem fram kemur hvaða takmarkanir hann leggur til að gildi í næstu vikurnar. „Við þurfum að fara hægt í að aflétta og við erum enn þá með faraldurinn aðallega hér á höfuðborgarsvæðinu. Það gengur allt tiltölulega vel úti á landi og er rólegt þar. Þannig við erum fyrst og fremst að eiga við faraldurinn hér innan höfuðborgarsvæðisins. Þannig ég held að hertari reglur verði svona kannski eitthvað lengur við lýði hér,“ segir Þórólfur. Börn heima að ósk foreldra Hátt í níu hundruð leik- og grunnskóla börn í Reykjavík eru í sóttkví og um fjörutíu eru í einangrun. Í gær voru 287 grunnskólabörn í leyfi að ósk foreldra og 93 leikskólabörn. Sextíu starfsmenn skóla- og frístundasviðs voru í sóttkví að eigin ákvörðun. Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgjunni en greindust með hana í fyrstu bylgjunni. Þannig greindust 126 börn með veiruna í fyrstu bylgjunni en börn voru þá um 7% þeirra sem smituðust. Nú hafa 160 börn greinst með veiruna og eru um 11% þeirra sem hafa greinst. Sóttvarnalæknir ítrekar það að börn smitist síður og smiti síður aðra. „Þetta er ekkert í stórum dráttum frábrugðið frá því sem var. Við þurfum líka að taka tillit til þess að við erum að taka miklu fleiri sýni núna frá börnum þannig við þurfum aðeins að sjá það í því ljósi. Þannig í stórum dráttum þá er þetta mjög svipað,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Barnasmitsjúkdómalæknir telur lokun skóla ekki nauðsynlega Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, telur ólíklegt að lokun skóla myndi skila tilætluðum árangri í baráttunni gegn kórónuveirunni. 12. október 2020 21:37 Skólastarf á Covid-tímum í forgangi Skólastarf er í forgangi í samfélaginu að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og er lagt mikið kapp á að halda skólastarfi úti eins öruggu og öflugu og kostur er. 12. október 2020 19:57 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Barnasmitsjúkdómalæknir telur lokun skóla ekki nauðsynlega Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, telur ólíklegt að lokun skóla myndi skila tilætluðum árangri í baráttunni gegn kórónuveirunni. 12. október 2020 21:37
Skólastarf á Covid-tímum í forgangi Skólastarf er í forgangi í samfélaginu að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og er lagt mikið kapp á að halda skólastarfi úti eins öruggu og öflugu og kostur er. 12. október 2020 19:57