Samherji vill breyta álveri í laxeldisstöð Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 14. október 2020 07:55 Frá Helguvík þar sem til stóð að reisa álver. Það virðist úr sögunni. Vísir/Vilhelm Norðurál og Samherji eru sögn hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup síðarnefnda fyrirtækisins á lóð og byggingum Norðuráls við Helguvík. Þetta kemur fram í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins í morgun. Þar segir að Samherji hafi í hyggju að hefja laxeldi á landi og nýta til þess byggingarnar í Helguvík, en þeim var upprunalega ætlað að hýsa álver Norðuráls, sem aldrei komst í gagnið eins og frægt er orðið. Í blaðinu segir að frumathugun sé þegar hafin á aðstæðum en alls eru byggingar Norðuráls á svæðinu 23 þúsund fermetrar og lóðin er um 100 hektarar. Kaupverð liggur ekki fyrir, segir enn fremur í blaðinu. Uppfært klukkan 12 Samherji hefur sent frá sér tilkynningu um viljayfirlýsinguna. Hana má sjá að neðan. Viljayfirlýsing undirrituð vegna kaupa á eignum Norðuráls í Helguvík Norðurál og Samherji fiskeldi, sem er hluti af samstæðu Samherja, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu í tengslum við kaup á eignum Norðuráls í Helguvík. Samherji fiskeldi er með möguleika til laxeldis á lóðinni til skoðunar. Samherji hefur hafið frumathugun á aðstæðum til laxeldis í Helguvík og er niðurstöðu að vænta fyrir áramót. Á Suðurnesjum er Samherji fiskeldi þegar með sláturhús og vinnslu í Sandgerði, eldisstöð á Stað við Grindavík og eldisstöð á Vatnsleysuströnd. Samherji fiskeldi er svo að auki með landeldi á laxi á Núpsmýri við Kópasker og seiðastöð á Núpum í Ölfusi. Samherji fiskeldi hefur einkum lagt áherslu á landeldi í sínum rekstri og er stærsti framleiðandi bleikju í heiminum með tæplega 3.800 tonn árlega. Þá framleiðir félagið um 1.500 tonn af laxi. Næstu vikur mun félagið kanna hagkvæmni og möguleika á því að byggja landeldisstöð við eignirnar sem nú standa í Helguvík. Vegna þessara áforma áttu starfsmenn Samherja fiskeldis fund með bæjarstjórum Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Á þessum fundi voru bæjarstjórarnir upplýstir um stöðuna og voru lagðar fyrir þá spurningar sem skipta miklu máli við mat á möguleikum svæðisins til laxeldis. „Samherji fiskeldi hefur áhuga á að vaxa í landeldi á laxi og er með mögulega staðsetningu í eignum Norðuráls í Helguvík til skoðunar. Á næstu vikum munum við fara yfir forsendur og möguleika til laxeldis á svæðinu áður en frekari ákvarðanir verða teknar,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis. Reykjanesbær Sjávarútvegur Fiskeldi Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Norðurál og Samherji eru sögn hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup síðarnefnda fyrirtækisins á lóð og byggingum Norðuráls við Helguvík. Þetta kemur fram í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins í morgun. Þar segir að Samherji hafi í hyggju að hefja laxeldi á landi og nýta til þess byggingarnar í Helguvík, en þeim var upprunalega ætlað að hýsa álver Norðuráls, sem aldrei komst í gagnið eins og frægt er orðið. Í blaðinu segir að frumathugun sé þegar hafin á aðstæðum en alls eru byggingar Norðuráls á svæðinu 23 þúsund fermetrar og lóðin er um 100 hektarar. Kaupverð liggur ekki fyrir, segir enn fremur í blaðinu. Uppfært klukkan 12 Samherji hefur sent frá sér tilkynningu um viljayfirlýsinguna. Hana má sjá að neðan. Viljayfirlýsing undirrituð vegna kaupa á eignum Norðuráls í Helguvík Norðurál og Samherji fiskeldi, sem er hluti af samstæðu Samherja, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu í tengslum við kaup á eignum Norðuráls í Helguvík. Samherji fiskeldi er með möguleika til laxeldis á lóðinni til skoðunar. Samherji hefur hafið frumathugun á aðstæðum til laxeldis í Helguvík og er niðurstöðu að vænta fyrir áramót. Á Suðurnesjum er Samherji fiskeldi þegar með sláturhús og vinnslu í Sandgerði, eldisstöð á Stað við Grindavík og eldisstöð á Vatnsleysuströnd. Samherji fiskeldi er svo að auki með landeldi á laxi á Núpsmýri við Kópasker og seiðastöð á Núpum í Ölfusi. Samherji fiskeldi hefur einkum lagt áherslu á landeldi í sínum rekstri og er stærsti framleiðandi bleikju í heiminum með tæplega 3.800 tonn árlega. Þá framleiðir félagið um 1.500 tonn af laxi. Næstu vikur mun félagið kanna hagkvæmni og möguleika á því að byggja landeldisstöð við eignirnar sem nú standa í Helguvík. Vegna þessara áforma áttu starfsmenn Samherja fiskeldis fund með bæjarstjórum Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Á þessum fundi voru bæjarstjórarnir upplýstir um stöðuna og voru lagðar fyrir þá spurningar sem skipta miklu máli við mat á möguleikum svæðisins til laxeldis. „Samherji fiskeldi hefur áhuga á að vaxa í landeldi á laxi og er með mögulega staðsetningu í eignum Norðuráls í Helguvík til skoðunar. Á næstu vikum munum við fara yfir forsendur og möguleika til laxeldis á svæðinu áður en frekari ákvarðanir verða teknar,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis.
Viljayfirlýsing undirrituð vegna kaupa á eignum Norðuráls í Helguvík Norðurál og Samherji fiskeldi, sem er hluti af samstæðu Samherja, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu í tengslum við kaup á eignum Norðuráls í Helguvík. Samherji fiskeldi er með möguleika til laxeldis á lóðinni til skoðunar. Samherji hefur hafið frumathugun á aðstæðum til laxeldis í Helguvík og er niðurstöðu að vænta fyrir áramót. Á Suðurnesjum er Samherji fiskeldi þegar með sláturhús og vinnslu í Sandgerði, eldisstöð á Stað við Grindavík og eldisstöð á Vatnsleysuströnd. Samherji fiskeldi er svo að auki með landeldi á laxi á Núpsmýri við Kópasker og seiðastöð á Núpum í Ölfusi. Samherji fiskeldi hefur einkum lagt áherslu á landeldi í sínum rekstri og er stærsti framleiðandi bleikju í heiminum með tæplega 3.800 tonn árlega. Þá framleiðir félagið um 1.500 tonn af laxi. Næstu vikur mun félagið kanna hagkvæmni og möguleika á því að byggja landeldisstöð við eignirnar sem nú standa í Helguvík. Vegna þessara áforma áttu starfsmenn Samherja fiskeldis fund með bæjarstjórum Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Á þessum fundi voru bæjarstjórarnir upplýstir um stöðuna og voru lagðar fyrir þá spurningar sem skipta miklu máli við mat á möguleikum svæðisins til laxeldis. „Samherji fiskeldi hefur áhuga á að vaxa í landeldi á laxi og er með mögulega staðsetningu í eignum Norðuráls í Helguvík til skoðunar. Á næstu vikum munum við fara yfir forsendur og möguleika til laxeldis á svæðinu áður en frekari ákvarðanir verða teknar,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis.
Reykjanesbær Sjávarútvegur Fiskeldi Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira