Það fer verkur að brjósti mínu og verkur að hjartarótum Emma Agneta skrifar 16. október 2020 14:30 Margir sem eru öryrkjar eiga börn. Börn sem ættu að fá sömu tækifæri og önnur börn. Hver veit nema þar leynist næsti nóbelsverðlaunahafi, næsti sóttvarnarlæknir, forseti, eða ólympíufari? Það gæti verið barn öryrkja? Ef því barni væru gefin jöfn tækifæri til náms og íþróttastarfs!!! Vissulega má taka það fram að það kostar að vera með barn í grunnskóla, leiksskóla. Skólamáltíðir, frístund, skólaferðalög og fatnaður og oft eykst sá kosnaður með aldri barns, en barnabætur lækka með aldri barns. Sveitafélögin leggja fram íþrótta og tómstundaávísun sem dugar skammt fyrir flesta. En um leið er ekki gert ráð fyrir því að öryrkjar þurfa að kaupa búnað sem tengjast íþrótta og tómstundastarfi. Sveitafélög að mér vitandi gefa engan afslátt fyrir öryrkja. Lýðheilsa barna öryrkja er i húfi og ég vona að alþingismenn gyrði sig í brók. Sjálf hef ég brugðið á það ráð að endurfjármagna íbúð mína tvisvar sinnum til að standa straum af auknum kostnaði og styðja mitt barn. Mig verkjar svo í hjartað því ekki eru allir svo heppnir að geta það . Ég hef tekið eftir börnum hér á Íslandi sem hafa aldrei átt reiðhjól. Sumir foreldrar bregða á það ráð síðustu daga mánaðarsins að senda börn sín ekki í skólann, því það er ekki til fyrir nesti eða senda þau nestislaus. Það kostar jú að vera í grunnskóla. Þó að það sé ekki ég sem geri það þá eru margir í þessari stöðu. Heilsufar. Lyf eru heldur ekki ókeypis og t.d kostar að kaupa gleraugu og fleira ef barn þarf??? Skerðingar, það er svo líka eitthvað sem er mér hugleikið, nú á að fara skerða örorkulífeyrisþega um arf, það vita flest allir að arfur er margskattaður. Mér skilst að það sé heldur ekki hægt að afsala sér arfi. Ég er búin að missa báða foreldra mína og eldri son minn, svo að það er eitthvað sem ég hugsa út í að missa hluta af bótum sem veldur mér kvíða. Að lokum langar mig að nefna að afi minn ólst upp í sárri fátækt fór í vist um 10 ára aldur hjá lækni, hann þótti hafa námsgáfur. Hann varð síðar læknir með sérmenntun í smitsjúkdómum, seinna sæmdur riddarakrossi Dana og fálkaorðunni. Mér er skapi næst að skrifa hvort öryrkjar ættu að reyna senda börn sín í vist um 10 ára eins og tíðkaðist á 19. öldinni því að kaka Íslands er ekki fyrir alla. Hvernig ætlið þið að bregðast við þessari stöðu? Höfundur er öryrki með réttindi sem persónulegur talsmaður fatlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Margir sem eru öryrkjar eiga börn. Börn sem ættu að fá sömu tækifæri og önnur börn. Hver veit nema þar leynist næsti nóbelsverðlaunahafi, næsti sóttvarnarlæknir, forseti, eða ólympíufari? Það gæti verið barn öryrkja? Ef því barni væru gefin jöfn tækifæri til náms og íþróttastarfs!!! Vissulega má taka það fram að það kostar að vera með barn í grunnskóla, leiksskóla. Skólamáltíðir, frístund, skólaferðalög og fatnaður og oft eykst sá kosnaður með aldri barns, en barnabætur lækka með aldri barns. Sveitafélögin leggja fram íþrótta og tómstundaávísun sem dugar skammt fyrir flesta. En um leið er ekki gert ráð fyrir því að öryrkjar þurfa að kaupa búnað sem tengjast íþrótta og tómstundastarfi. Sveitafélög að mér vitandi gefa engan afslátt fyrir öryrkja. Lýðheilsa barna öryrkja er i húfi og ég vona að alþingismenn gyrði sig í brók. Sjálf hef ég brugðið á það ráð að endurfjármagna íbúð mína tvisvar sinnum til að standa straum af auknum kostnaði og styðja mitt barn. Mig verkjar svo í hjartað því ekki eru allir svo heppnir að geta það . Ég hef tekið eftir börnum hér á Íslandi sem hafa aldrei átt reiðhjól. Sumir foreldrar bregða á það ráð síðustu daga mánaðarsins að senda börn sín ekki í skólann, því það er ekki til fyrir nesti eða senda þau nestislaus. Það kostar jú að vera í grunnskóla. Þó að það sé ekki ég sem geri það þá eru margir í þessari stöðu. Heilsufar. Lyf eru heldur ekki ókeypis og t.d kostar að kaupa gleraugu og fleira ef barn þarf??? Skerðingar, það er svo líka eitthvað sem er mér hugleikið, nú á að fara skerða örorkulífeyrisþega um arf, það vita flest allir að arfur er margskattaður. Mér skilst að það sé heldur ekki hægt að afsala sér arfi. Ég er búin að missa báða foreldra mína og eldri son minn, svo að það er eitthvað sem ég hugsa út í að missa hluta af bótum sem veldur mér kvíða. Að lokum langar mig að nefna að afi minn ólst upp í sárri fátækt fór í vist um 10 ára aldur hjá lækni, hann þótti hafa námsgáfur. Hann varð síðar læknir með sérmenntun í smitsjúkdómum, seinna sæmdur riddarakrossi Dana og fálkaorðunni. Mér er skapi næst að skrifa hvort öryrkjar ættu að reyna senda börn sín í vist um 10 ára eins og tíðkaðist á 19. öldinni því að kaka Íslands er ekki fyrir alla. Hvernig ætlið þið að bregðast við þessari stöðu? Höfundur er öryrki með réttindi sem persónulegur talsmaður fatlaðra.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar