Forsætisráðherra Taílands ætlar ekki að segja af sér Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2020 14:22 Um tíu þúsund mótmælendur komu saman á götum Bangkok í dag. AP/Sakchai Lalit Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, hefur hafnað því að segja af sér vegna mótmæla sem eiga sér stað í Bangkok, höfuðborg landsins. Lögreglan hefur brugðist hart við mótmælunum og beitt kylfum og háþrýstidælum gegn mótmælendum. Stuðningsmenn konungsins saka mótmælendur um að vilja fella niður konungsembættið. Leiðtogar mótmælanna neita því en segjast vilja draga úr völdum konungsins. Mótmælendurnir hafa krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér, að stjórnarskrá landsins verði breytt og breytingar verði gerðar á konungdæminu. Þeir vilja aukið lýðræði í Taílandi og að dregið verði úr valdi konungsins. Um tíu þúsund mótmælendur eru sagðir hafa komið saman á götum Bangkok, þrátt fyrir að búið hafi verið að lýsa yfir neyðarástandi. VIDEO: Thai police use water cannon against protesters and clash in central Bangkok, as the pro-democracy activists defy an emergency decree banning gatherings for a second night running pic.twitter.com/Pl0ZGJ6zHQ— AFP news agency (@AFP) October 16, 2020 Bannað er að gagnrýna konung Taílands samkvæmt lögum og eru hörð viðurlög við því. Til marks um það hafa tveir af leiðtogum mótmælenda verið ákærðir fyrir ógna öryggi drottningar landsins og gætu þeir verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Þær ákærur eiga rætur sínar að rekja í atviki á miðvikudaginn þegar mótmælendur þyrptust að bílalest konungs fyrr í dag þar sem drottningin var. Atvikið þykir hneykslandi í Taílandi þar sem konungsfjölskyldan nýtur mikillar virðingar. Mótmæli sem þessi eru mjög óhefðbundin. Prayuth var herforingi og leiddi valdarán árið 2014 sem velti lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn úr sessi. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja mótmælendur að herinn hafi haldið völdum sínum í þingkosningum í fyrra með því að breyta lögunum sér í vil. Stjórnarandstaðan var í raun leyst upp. Sjá einnig: Lýsir yfir neyðarástandi vegna mótmæla í Bangkok Mótmælendur hafa einnig gagnrýnt konungsembættið harðlega fyrir það hvað Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, hefur varið miklum tíma utan landamæra landsins. Hann hefur varið sérstaklega miklum tíma í Þýskalandi. Fyrr á árinu bárust fregnir af því að konungurinn hefði einangrað sig á fjögurra stjörnu hóteli í Þýskalandi. Hann hafði leigt öll herbergi hótelsins á leigu og búið þar með tuttugu frillum og þjónustufólki. Frá því Vajiralongkorn settist í hásætið árið 2016 hefur hann í raun nýtt völd konungsins meira en áður hefur verið gert. Meðal annars hefur hann tekið yfir stjórn umfangsmikils auðs konungsfjölskyldunnar og fært herdeildir hers Taílands undir sína stjórn. Taíland Kóngafólk Tengdar fréttir Tuttugu manns handteknir í mótmælunum í Bangkok Lögreglan í Tælandi handtók um tuttugu manns sem tóku þátt í fjölmennum mótmælaaðgerðum í Bangkok, höfuðborg landsins, í gærkvöldi. 15. október 2020 07:04 Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, hefur hafnað því að segja af sér vegna mótmæla sem eiga sér stað í Bangkok, höfuðborg landsins. Lögreglan hefur brugðist hart við mótmælunum og beitt kylfum og háþrýstidælum gegn mótmælendum. Stuðningsmenn konungsins saka mótmælendur um að vilja fella niður konungsembættið. Leiðtogar mótmælanna neita því en segjast vilja draga úr völdum konungsins. Mótmælendurnir hafa krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér, að stjórnarskrá landsins verði breytt og breytingar verði gerðar á konungdæminu. Þeir vilja aukið lýðræði í Taílandi og að dregið verði úr valdi konungsins. Um tíu þúsund mótmælendur eru sagðir hafa komið saman á götum Bangkok, þrátt fyrir að búið hafi verið að lýsa yfir neyðarástandi. VIDEO: Thai police use water cannon against protesters and clash in central Bangkok, as the pro-democracy activists defy an emergency decree banning gatherings for a second night running pic.twitter.com/Pl0ZGJ6zHQ— AFP news agency (@AFP) October 16, 2020 Bannað er að gagnrýna konung Taílands samkvæmt lögum og eru hörð viðurlög við því. Til marks um það hafa tveir af leiðtogum mótmælenda verið ákærðir fyrir ógna öryggi drottningar landsins og gætu þeir verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Þær ákærur eiga rætur sínar að rekja í atviki á miðvikudaginn þegar mótmælendur þyrptust að bílalest konungs fyrr í dag þar sem drottningin var. Atvikið þykir hneykslandi í Taílandi þar sem konungsfjölskyldan nýtur mikillar virðingar. Mótmæli sem þessi eru mjög óhefðbundin. Prayuth var herforingi og leiddi valdarán árið 2014 sem velti lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn úr sessi. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja mótmælendur að herinn hafi haldið völdum sínum í þingkosningum í fyrra með því að breyta lögunum sér í vil. Stjórnarandstaðan var í raun leyst upp. Sjá einnig: Lýsir yfir neyðarástandi vegna mótmæla í Bangkok Mótmælendur hafa einnig gagnrýnt konungsembættið harðlega fyrir það hvað Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, hefur varið miklum tíma utan landamæra landsins. Hann hefur varið sérstaklega miklum tíma í Þýskalandi. Fyrr á árinu bárust fregnir af því að konungurinn hefði einangrað sig á fjögurra stjörnu hóteli í Þýskalandi. Hann hafði leigt öll herbergi hótelsins á leigu og búið þar með tuttugu frillum og þjónustufólki. Frá því Vajiralongkorn settist í hásætið árið 2016 hefur hann í raun nýtt völd konungsins meira en áður hefur verið gert. Meðal annars hefur hann tekið yfir stjórn umfangsmikils auðs konungsfjölskyldunnar og fært herdeildir hers Taílands undir sína stjórn.
Taíland Kóngafólk Tengdar fréttir Tuttugu manns handteknir í mótmælunum í Bangkok Lögreglan í Tælandi handtók um tuttugu manns sem tóku þátt í fjölmennum mótmælaaðgerðum í Bangkok, höfuðborg landsins, í gærkvöldi. 15. október 2020 07:04 Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Tuttugu manns handteknir í mótmælunum í Bangkok Lögreglan í Tælandi handtók um tuttugu manns sem tóku þátt í fjölmennum mótmælaaðgerðum í Bangkok, höfuðborg landsins, í gærkvöldi. 15. október 2020 07:04
Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35