Vinna án ávinnings Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 17. október 2020 09:00 Stúdentar á Íslandi vinna talsvert mikið með námi. Við erum ekki fólkið sem “gerir ekki neitt”. Þvert á móti. Stúdentar úr heilbrigðisgeiranum hafa t.d. lagt sitt af mörkum í þessum faraldri eins og annað heilbrigðisstarfsfólk en kerfið refsar námsfólki fyrir vikið og námslán skerðast hjá þeim sem sinna störfum í bakvarðasveitinni. Í sumar vildu stjórnvöld ekki hlusta á kröfur námsfólks um að veita þeim sanngjarnan rétt til atvinnuleysisbóta að sumri. Þó stúdentar hafi síður en svo haft gagn af lánasjóðnum undanfarin ár heldur þurft að vinna til að eiga í sig og á. Þó að 69% stúdenta á Íslandi vinni með námi. Þó 87% stúdenta vinni fullt starf að sumri. Þó allir þessir stúdentar hafi með vinnuframlagi sínu staðið undir greiðslu atvinnutryggingagjalds í atvinnuleysistryggingasjóð, stundum í áratug, jafnvel lengur. Samt sögðu stjórnvöld nei, stúdentar fá engan rétt úr sjóðnum að sumri. Réttindi vinnandi stúdenta til öryggis sem almannatryggingakerfið á að tryggja vinnandi fólki voru þurrkuð út fyrir 10 árum, síðan þá höfum við ekki átt rétt til atvinnuleysisbóta að sumri. Áfram vinnum við og vinnum en ávinnum okkur ekkert. Það er sorglegt og óréttlátt að síðan þá hefur verið greitt atvinnutryggingagjald í öryggissjóð, sem atvinnuleysistryggingasjóður ætti að vera, af launum stúdenta sem við höfum engan rétt á að sækja í. Sorglegt bæði fyrir atvinnurekendur, sem greiða gjaldið, og stúdenta sem standa undir því með vinnuframlagi sínu en njóta ekki góðs af. Nú dynur þriðja bylgja COVID-19 faraldursins á þjóðinni. Menntasjóður hefur lokað fyrir umsóknir námslána. Margir stúdentar verða tekjulausir en þurfa ýmist að standa undir húsnæðislánum, húsaleigu, matarinnkaupum eða öllu tilheyrandi til að lifa af. Þó hamingjan sem fylgir því að vera háskólanemi eigi að vera svo mögnuð að hún geti meira að segja borgað reikningana þá gerir hún það reyndar ekki. Enga vinnu er að fá en áfram heldur námið, jafnvel með meiri kröfum en áður. En hey, við erum öll á sama báti, er það ekki? Stjórnvöld geta brugðist við. Hvað með að opna aftur fyrir umsóknir um námslán? Afnema frítekjumarkið svo fólk hafi aðgang að sjóðnum í raun og veru? Hvað með að gera aftur ráð fyrir stúdentum í hlutabótaleið stjórnvalda? Leiðrétta ósanngjarnar takmarkanir á aðgengi vinnandi stúdenta að almannatryggingakerfinu? Já maður bara spyr sig. Meistaranemi í lögfræði og fyrrverandi forseti SHÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Stúdentar á Íslandi vinna talsvert mikið með námi. Við erum ekki fólkið sem “gerir ekki neitt”. Þvert á móti. Stúdentar úr heilbrigðisgeiranum hafa t.d. lagt sitt af mörkum í þessum faraldri eins og annað heilbrigðisstarfsfólk en kerfið refsar námsfólki fyrir vikið og námslán skerðast hjá þeim sem sinna störfum í bakvarðasveitinni. Í sumar vildu stjórnvöld ekki hlusta á kröfur námsfólks um að veita þeim sanngjarnan rétt til atvinnuleysisbóta að sumri. Þó stúdentar hafi síður en svo haft gagn af lánasjóðnum undanfarin ár heldur þurft að vinna til að eiga í sig og á. Þó að 69% stúdenta á Íslandi vinni með námi. Þó 87% stúdenta vinni fullt starf að sumri. Þó allir þessir stúdentar hafi með vinnuframlagi sínu staðið undir greiðslu atvinnutryggingagjalds í atvinnuleysistryggingasjóð, stundum í áratug, jafnvel lengur. Samt sögðu stjórnvöld nei, stúdentar fá engan rétt úr sjóðnum að sumri. Réttindi vinnandi stúdenta til öryggis sem almannatryggingakerfið á að tryggja vinnandi fólki voru þurrkuð út fyrir 10 árum, síðan þá höfum við ekki átt rétt til atvinnuleysisbóta að sumri. Áfram vinnum við og vinnum en ávinnum okkur ekkert. Það er sorglegt og óréttlátt að síðan þá hefur verið greitt atvinnutryggingagjald í öryggissjóð, sem atvinnuleysistryggingasjóður ætti að vera, af launum stúdenta sem við höfum engan rétt á að sækja í. Sorglegt bæði fyrir atvinnurekendur, sem greiða gjaldið, og stúdenta sem standa undir því með vinnuframlagi sínu en njóta ekki góðs af. Nú dynur þriðja bylgja COVID-19 faraldursins á þjóðinni. Menntasjóður hefur lokað fyrir umsóknir námslána. Margir stúdentar verða tekjulausir en þurfa ýmist að standa undir húsnæðislánum, húsaleigu, matarinnkaupum eða öllu tilheyrandi til að lifa af. Þó hamingjan sem fylgir því að vera háskólanemi eigi að vera svo mögnuð að hún geti meira að segja borgað reikningana þá gerir hún það reyndar ekki. Enga vinnu er að fá en áfram heldur námið, jafnvel með meiri kröfum en áður. En hey, við erum öll á sama báti, er það ekki? Stjórnvöld geta brugðist við. Hvað með að opna aftur fyrir umsóknir um námslán? Afnema frítekjumarkið svo fólk hafi aðgang að sjóðnum í raun og veru? Hvað með að gera aftur ráð fyrir stúdentum í hlutabótaleið stjórnvalda? Leiðrétta ósanngjarnar takmarkanir á aðgengi vinnandi stúdenta að almannatryggingakerfinu? Já maður bara spyr sig. Meistaranemi í lögfræði og fyrrverandi forseti SHÍ
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun