Um mannanöfn – heimsókn til Rosss Þórir Helgi Sigvaldason skrifar 17. október 2020 20:01 Fyrir Alþingi liggur frumvarp til nýrra laga um mannanöfn. Til stendur að afnema helstu takmarkanir á rétti manna til þess að velja sér og afkomendum sínum nöfn og leggja niður eina alræmdustu stjórnsýslunefnd landsins, mannanafnanefnd. Þetta er mikil réttarbót, enda er vafasamt að festa menningarlega þætti líkt og nafnahefð í sessi með lögum. Hvað þá að festa niður nafnahefðina eins og hún var við gildistöku núverandi laga um mannanöfn í ársbyrjun 1997. Fólk hefur auðvitað misjafnar skoðanir á þessu. Sumir óttast eflaust að næsta kynslóð Íslendinga muni öll bera ómöguleg nöfn. Þeir óttast kannski að eiginnöfn næstu kynslóða muni ekki taka eignarfallsendinguna -s (getur þú ímyndað þér að fara í heimsókn til Ross? Rosss? Ross‘s?). Jafnvel óttast þeir að fólk skreyti sig með ættarnöfnum, en núverandi fyrirkomulag tryggir að aðeins útvaldir geti gert slíkt. Reynslan verður að skera úr um hvort Íslendingum sé treystandi til þess að velja sér nöfn. Hvað sem líður skoðunum fólks á afskiptum stjórnvalda af nöfnum fólks er ljóst að núverandi kerfi þarf að breyta. Ef ekki vegna ríkjandi samfélagsviðhorfa, þá einfaldlega vegna þess að núverandi kerfi er andstætt grundvallarrétti einstaklinga til friðhelgi einkalífsins, sem nýtur verndar bæði stjórnarskrár Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Sjálfræði, að vera “gerandi í eigin lífi”, er grundvallarþáttur í friðhelgi einkalífsins. Í því felst rétturinn til þess að velja sér og afkomendum sínum nöfn. Þetta staðfesti Mannréttindadómstóll Evrópu árið 1996 í máli Guillot gegn Frakklandi. Bæði Mannréttindasáttmáli Evrópu og stjórnarskrá Íslands hafa mælikvarða til þess að skera úr um hvort skerðing á réttindum sé lögmæt. Í mjög einfölduðu máli má orða það þannig að skerðing réttindanna þurfi að vera nauðsynleg til þess að ná lögmætum markmiðum og má skerðingin ekki ganga lengra en nauðsynlegt er. Við mat á því hvort takmarkanir á réttinum til að velja sér nafn séu lögmætar hefur Mannréttindadómstóll Evrópu lagt til grundvallar strangan mælikvarða (áhugasömum er bent á niðurstöður dómstólsins í málum Johansson gegn Finnlandi frá 2007 og Burghartz gegn Sviss frá 1994). Íslenskir dómstólar hafa einnig fjallað um takmarkanir á réttinum til að velja sér nafn og komist að þeirri niðurstöðu að úrskurðir mannanafnanefndar hafi brotið gegn stjórnarskrárvernduðum réttindum einstaklinga. Hér má nefna þrjá dóma Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem tekist var á um nöfnin Reykdal, Gests og Blær. Í síðastnefnda málinu kollvarpaði dómstóllinn reglunni um að stúlkum skuli gefin stúlknanöfn og drengjum drengjanöfn með vísan til stjórnarskrárvarinna réttinda stúlkunnar sem vildi heita Blær. Ekki er öfundsvert að eiga sæti í mannanafnanefnd í kjölfar þessara dóma enda hefur nefndin í reynd starfað eftir reglum sem dómstólar hafa talið andstæðar stjórnarskrá, án þess að stjórnvöld hafi haft þor til þess að áfrýja málunum til Hæstaréttar eða breyta lögunum. Þar til nú. Þar sem núverandi lög um mannanöfn samrýmast ekki grundvallarrétti einstaklinga til þess að njóta friðhelgi einkalífs án afskipta stjórnvalda er í raun algjörlega óþarfi að takast á um fyrirhugaðar breytingar. Þeir sem telja nauðsynlegt að stjórnvöld sjái borgurum fyrir slíkum reglum þurfa því fyrst að breyta stjórnarskránni, og helst einnig Mannréttindasáttmála Evrópu. Líklega er einfalt að ná sambandi við stjórnarskrárfélagið varðandi slíkt en undirrituðum er ekki kunnugt um hvern best er að tala við um breytingar á mannréttindasáttmálanum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannanöfn Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp til nýrra laga um mannanöfn. Til stendur að afnema helstu takmarkanir á rétti manna til þess að velja sér og afkomendum sínum nöfn og leggja niður eina alræmdustu stjórnsýslunefnd landsins, mannanafnanefnd. Þetta er mikil réttarbót, enda er vafasamt að festa menningarlega þætti líkt og nafnahefð í sessi með lögum. Hvað þá að festa niður nafnahefðina eins og hún var við gildistöku núverandi laga um mannanöfn í ársbyrjun 1997. Fólk hefur auðvitað misjafnar skoðanir á þessu. Sumir óttast eflaust að næsta kynslóð Íslendinga muni öll bera ómöguleg nöfn. Þeir óttast kannski að eiginnöfn næstu kynslóða muni ekki taka eignarfallsendinguna -s (getur þú ímyndað þér að fara í heimsókn til Ross? Rosss? Ross‘s?). Jafnvel óttast þeir að fólk skreyti sig með ættarnöfnum, en núverandi fyrirkomulag tryggir að aðeins útvaldir geti gert slíkt. Reynslan verður að skera úr um hvort Íslendingum sé treystandi til þess að velja sér nöfn. Hvað sem líður skoðunum fólks á afskiptum stjórnvalda af nöfnum fólks er ljóst að núverandi kerfi þarf að breyta. Ef ekki vegna ríkjandi samfélagsviðhorfa, þá einfaldlega vegna þess að núverandi kerfi er andstætt grundvallarrétti einstaklinga til friðhelgi einkalífsins, sem nýtur verndar bæði stjórnarskrár Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Sjálfræði, að vera “gerandi í eigin lífi”, er grundvallarþáttur í friðhelgi einkalífsins. Í því felst rétturinn til þess að velja sér og afkomendum sínum nöfn. Þetta staðfesti Mannréttindadómstóll Evrópu árið 1996 í máli Guillot gegn Frakklandi. Bæði Mannréttindasáttmáli Evrópu og stjórnarskrá Íslands hafa mælikvarða til þess að skera úr um hvort skerðing á réttindum sé lögmæt. Í mjög einfölduðu máli má orða það þannig að skerðing réttindanna þurfi að vera nauðsynleg til þess að ná lögmætum markmiðum og má skerðingin ekki ganga lengra en nauðsynlegt er. Við mat á því hvort takmarkanir á réttinum til að velja sér nafn séu lögmætar hefur Mannréttindadómstóll Evrópu lagt til grundvallar strangan mælikvarða (áhugasömum er bent á niðurstöður dómstólsins í málum Johansson gegn Finnlandi frá 2007 og Burghartz gegn Sviss frá 1994). Íslenskir dómstólar hafa einnig fjallað um takmarkanir á réttinum til að velja sér nafn og komist að þeirri niðurstöðu að úrskurðir mannanafnanefndar hafi brotið gegn stjórnarskrárvernduðum réttindum einstaklinga. Hér má nefna þrjá dóma Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem tekist var á um nöfnin Reykdal, Gests og Blær. Í síðastnefnda málinu kollvarpaði dómstóllinn reglunni um að stúlkum skuli gefin stúlknanöfn og drengjum drengjanöfn með vísan til stjórnarskrárvarinna réttinda stúlkunnar sem vildi heita Blær. Ekki er öfundsvert að eiga sæti í mannanafnanefnd í kjölfar þessara dóma enda hefur nefndin í reynd starfað eftir reglum sem dómstólar hafa talið andstæðar stjórnarskrá, án þess að stjórnvöld hafi haft þor til þess að áfrýja málunum til Hæstaréttar eða breyta lögunum. Þar til nú. Þar sem núverandi lög um mannanöfn samrýmast ekki grundvallarrétti einstaklinga til þess að njóta friðhelgi einkalífs án afskipta stjórnvalda er í raun algjörlega óþarfi að takast á um fyrirhugaðar breytingar. Þeir sem telja nauðsynlegt að stjórnvöld sjái borgurum fyrir slíkum reglum þurfa því fyrst að breyta stjórnarskránni, og helst einnig Mannréttindasáttmála Evrópu. Líklega er einfalt að ná sambandi við stjórnarskrárfélagið varðandi slíkt en undirrituðum er ekki kunnugt um hvern best er að tala við um breytingar á mannréttindasáttmálanum. Höfundur er lögmaður.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun