Stórliðin bæði í bleiku og töpuðu óvænt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. október 2020 11:00 Lionel Messi umkringdur leikmönnum Getafe í gær. Reuters Tvö stærstu lið spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu töpuðu leikjum sínum í gær. Bæði töpuðu 1-0 og bæði léku í bleikum búningum. Hér er um að ræða Spánarmeistara Real Madrid og Barcelona. Var þetta fyrsta tap beggja liða í deildinni. Real tapaði á heimavelli fyrir nýliðum Cadiz á meðan Barcelona tapaði fyrir hinu varnarsinnaða liði Getafe. Er þetta í fyrsta skipti sem bæði lið tapa í sömu umferð síðan í september árið 2018. Eflaust er þetta í fyrsta skipti sem bæði eru í bleiku og tapa bæði. Real Madrid and Barcelona have both lost a LaLiga game on the same day for the first time since September 2018.The pink kit effect. pic.twitter.com/4T6V3A1vxb— Squawka Football (@Squawka) October 17, 2020 Liðin geta ekki dvalið við leiki gærdagsins en þau þurfa að fara undirbúa sig undir leiki í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Í kjölfarið er svo El Clasico næstu helgi. Börsungar áttu erfitt með að skapa sér fær gegn Getafe og margir leikmenn liðsins eflaust enn að jafna sig eftir erfiða landsleikjatörn. Ronald Koeman, þjálfari liðsins, er enn að reyna finna pláss fyrir sínar helstu stjörnur í liðinu. Heimsmeistarinn Antoine Griezmann lék því sem fremsti maður og Argentínumaðurinn Lionel Messi var úti á hægri vængnum. Eitthvað sem hvorugur þeirra vill. Griezmann vill spila á bakvið öflugan og líkamlega sterkan fremsta mann á meðan Messi vill vera „fremsti maður“ sjálfur, í hlutverki falskrar níu. Þá var ekki nóg með að Real tapaði sínum leik heldur fór fyrirliði liðsins – Sergio Ramos – meiddur af velli í hálfleik. Óvíst er hvort hann nái leiknum gegn Shakhtar Donetsk í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Var þetta fyrsti sigur Cadiz gegn Real Madrid í deildinni. Í síðustu 12 leikjum liðanna á heimavelli Real höfðu meistararnir unnið 11 sinnum á meðan einum leiknum lauk með jafntefli. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Gríðarlega óvænt tap hjá Spánarmeisturunum Spánarmeistarar Real Madrid töpuðu ansi óvænt fyrir nýliðum Cádiz á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í dag. 17. október 2020 18:45 Barcelona tapaði fyrir Getafe Barcelona tapaði 1-0 fyrir Getafe á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. 17. október 2020 21:31 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Sjá meira
Tvö stærstu lið spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu töpuðu leikjum sínum í gær. Bæði töpuðu 1-0 og bæði léku í bleikum búningum. Hér er um að ræða Spánarmeistara Real Madrid og Barcelona. Var þetta fyrsta tap beggja liða í deildinni. Real tapaði á heimavelli fyrir nýliðum Cadiz á meðan Barcelona tapaði fyrir hinu varnarsinnaða liði Getafe. Er þetta í fyrsta skipti sem bæði lið tapa í sömu umferð síðan í september árið 2018. Eflaust er þetta í fyrsta skipti sem bæði eru í bleiku og tapa bæði. Real Madrid and Barcelona have both lost a LaLiga game on the same day for the first time since September 2018.The pink kit effect. pic.twitter.com/4T6V3A1vxb— Squawka Football (@Squawka) October 17, 2020 Liðin geta ekki dvalið við leiki gærdagsins en þau þurfa að fara undirbúa sig undir leiki í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Í kjölfarið er svo El Clasico næstu helgi. Börsungar áttu erfitt með að skapa sér fær gegn Getafe og margir leikmenn liðsins eflaust enn að jafna sig eftir erfiða landsleikjatörn. Ronald Koeman, þjálfari liðsins, er enn að reyna finna pláss fyrir sínar helstu stjörnur í liðinu. Heimsmeistarinn Antoine Griezmann lék því sem fremsti maður og Argentínumaðurinn Lionel Messi var úti á hægri vængnum. Eitthvað sem hvorugur þeirra vill. Griezmann vill spila á bakvið öflugan og líkamlega sterkan fremsta mann á meðan Messi vill vera „fremsti maður“ sjálfur, í hlutverki falskrar níu. Þá var ekki nóg með að Real tapaði sínum leik heldur fór fyrirliði liðsins – Sergio Ramos – meiddur af velli í hálfleik. Óvíst er hvort hann nái leiknum gegn Shakhtar Donetsk í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Var þetta fyrsti sigur Cadiz gegn Real Madrid í deildinni. Í síðustu 12 leikjum liðanna á heimavelli Real höfðu meistararnir unnið 11 sinnum á meðan einum leiknum lauk með jafntefli.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Gríðarlega óvænt tap hjá Spánarmeisturunum Spánarmeistarar Real Madrid töpuðu ansi óvænt fyrir nýliðum Cádiz á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í dag. 17. október 2020 18:45 Barcelona tapaði fyrir Getafe Barcelona tapaði 1-0 fyrir Getafe á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. 17. október 2020 21:31 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Sjá meira
Gríðarlega óvænt tap hjá Spánarmeisturunum Spánarmeistarar Real Madrid töpuðu ansi óvænt fyrir nýliðum Cádiz á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í dag. 17. október 2020 18:45
Barcelona tapaði fyrir Getafe Barcelona tapaði 1-0 fyrir Getafe á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. 17. október 2020 21:31