Kára, þríeykinu og ríkisstjórn hefur fatast flugið; illilega! Ole Anton Bieltvedt skrifar 18. október 2020 14:00 Þríeykið birti grein í Fréttablaðinu 15. október sl., um COVID-19 og tengd mál, sem undirrituðum líkaði illa. Ég stóð með þeim lengi vel, en leiðir skildu fyrst, þegar þau hvöttu til „lokunar“ landamæranna, sem tók gildi 19. ágúst, og nú með þessari grein breikkaði bilið enn meira. Allt of miklu fórnað fyrir sáralítið Með nefndri „lokun“ var allt of miklu fórnað - atvinnu, lífsviðurværi, afkomu og velferð þúsundir manna og fjölskyldna, innlendra og erlendra - fyrir allt of lítið, eða nánast ekki neitt, að mati undirritaðs. Skal það mál rifjað upp hér fyrst, áður en farið er nánar ofan í grein þríeykis frá 15. október. Hrapalleg útkoma „Lokun“ landamæranna átti að tryggja, að smitum myndi fækka hér, veiran yrði nánast kæfð. Það er því kaldhæðnislegt, að þegar landamærunum var „lokað“, voru smit hér 77, en nú (15.10.20), er fjöldi smita 1.206, eða 16 sinnum fleiri, þrátt fyrir „lokun“! Átti þeim ekki að fækka!? Hrapalleg aðgerð, og þeim, sem að stóðu og ábyrgð bera, til mikils vansa, svo að ekki sé talað um viðtækar og hörmulegar afleiðingarnar fyrir mannlífið í landinu. Stjórnvöld leidd á asnaeyrunum Ríkisstjórnin lét leiða sig á asnaeyrunum í málinu, en 14. ágúst sagði þetta um aðgerðirnar í tilkynningu ríkisstjórnarinnar: „Með þessu er talið að dregið verði úr líkum á því að frekari raskanir verði á daglegu lífi landsmanna vegna sóttvarnar-aðgerða innanlands“. Forsætisráðherra átti líka sinn þátt í þeirri stórlega vanhugsuðu og misheppnuðu aðgerð, sem „lokunin“ var, en hún skrifaði þetta í Morgunblaðið 24. ágúst, þar sem hún vitnar í „hagræna greiningu“, sem gerð hafði verið á áhrifum „lokunar“ landamæranna: „Margt áhugavert kemur þar fram“, segir forsætisráðherra, „meðal annars, að hagræn rök hnigi að því að herða beri aðgerðir á landamærunum til þess að tryggja að innanlandshagkerfið verði ekki fyrir miklu raski af hörðum sóttvarnarráðstöfunum“. Ekki veit undirritaður, hverjir stóðu að hinni „hagrænu greiningu“, en hún var greinilega ekki mikils virði, þó að forsætisráðherra, með sínar tungumála- og bókmenntagráður, virðist hafa trúað henni eins og nýju neti. Og „skimunarpáfinn“ lét ekki sitt eftir liggja Og ekki lét „skimunarpáfinn“ okkar sitt eftir liggja, enda helzti hvatamaðurinn að „lokun“ landamæranna, hverjar, sem þær dýpstu hvatir kunna að vera, sem þar búa að baki (verður það kannað nánar og um það fjallað síðar). 4. september skrifaði „skimunarpáfinn“ þetta í Morgunblaðið: „Ástandið á Íslandi er gott og fer batnandi þannig að við getum farið að slaka á sóttvarnarkröfum innanlands svo lífið færist í nokkuð eðlilegt horf. Ef við hins vegar myndum slaka á kröfum við landamæri er ljóst að smitum myndi fjölga, gögn sýna það og við yrðum að herða tökin innanlands þannig að skólar gætu ekki starfað eðlilega, menningarlíf legðist að mestu af og atvinnuvegir aðrir en ferðaþjónusta myndu gjalda“. Hvílíkur spekingur og spámaður! Það er von, að fréttamenn liggi í honum til að hlýða á og boða spekina fyrir landsmönnum. Afleiðingar „lokunar“ herfilegar og sárgrætilegar Til að klára umfjöllun um „lokun“ landamæranna, í bili, áður en ég sný mér að grein þríeykis frá 15. október, má kannske lista upp nokkrar fyrirsagnir blaðanna, frá síðustu dögum, sem skýra sig sjálfar: „Berjast við að halda velli“, „Fjórfallt fleiri lengi án atvinnu en árið 2018“, „Fleiri munu svipta sig lífi á þessu ári“, „Spá 25% atvinnuleysi“, „Skellt í lás í miðbæ Reykjavíku“, „Átta landvörðum sagt upp“, „293 misstu vinnuna í hópuppsögnum“, „88 sagt upp hjá Icelandair“, „Öllu strafsfólki bíleigunnar Hertz sagt upp“ og svona mætti lengi telja. Þær fyrirsagnir, sem ég lista hér upp, tengjast mikið „lokun“ landamæranna, þó að COVID almennt komi auðvitað þar líka til. „Lokunin“ algjört vindhögg Og hver var ávinningurinn af „lokun“ landamæranna? Fyrir „lokun“ var ein skimun við komu, og urðu komumenn að bíða niðurstöðu hennar, í allt að 24 tíma, og, ef hún var neikvæð, voru þeir fríir og frjálsir, en, ef hún var jákvæð, urðu þeir að fara í sóttkví. Þannig var þetta fyrir 19. ágúst og reyndist vel. Síðan kom upp sú kenning, þar sem Kári virðist hafa verið fremstur í flokki - en, eins og fyrir liggur, viðist hann hafa nánast ótakmarkaðan aðgang að fjölmiðlum, veður þar nánast uppi, enda oft góður fyrir einni æsifrétt - þar sem því er haldið fram, að hægt yrði að ná utan um smit og kæfa faraldurinn hér innanlands, bara, ef bévítans ferðamönnunum yrði haldið frá. Var þá ákveðið, að allir komumenn skyldu fyrst fara í skimun við komu, svo í 5-6 daga sóttkví, svo í skimun aftur, en þetta, viku einangrun, hvort sem menn voru smitaðir eða ekki - allra mest auðvitað ekki – virkaði sem endalegt rothögg á ferðaþjónustuna og alla þá víðtæku og miklvægu starfsemi, sem á henni byggist. Og, hvað hefur komið út úr þessari tvöföldu skimun, hversu margir hafa greinst smitaðir í annari skimun, sem voru það ekki í þeirri fyrst? Síðst þegar ég vissi, voru þeir 16. Ef skimun hefði verið einföld, eins og hún var í sumar, en með því fyrirkomulagi gat ferðaþjónustan plummað sig á hálfum dampi, þá hefðu, sem sagt, um 16 smit bætzt við þau nú 1.200-1.300, sem eru í gangi innanlands. Auðvitað hefði þetta engu breytt um faraldurinn eða áhrif hans á landsmenn! Því má telja, að „lokun“ landamæranna 19. ágúst hafi verið algjört vindhögg ávinningslega, en hræðilegt áfall atvinnulega og með tilliti til lífs, afkomu og velferðar þúsunda, ef ekki tugþúsunda, landsmanna. Þá að grein þríeykis frá 15. október, fyrst: Vafasamar fullyrðingar Þar segir m.a. þetta: „Þá er hugsanlegt að veiran veikist með tímanum líkt og gerðist í spænsku veikinni þó að enn séu engin merki um slíkt“. Því miður eru þessi lokaorð staðlausir stafir, og illskiljanlegt, að gott fólk skuli láta svona rangfærslur frá sér fara. Staðreyndin er, að í fyrri bylgju, sl. vor, varð að leggja 7% þeirra, sem smituðust, inn á spítala, en nú aðeins 2%. Í fyrri bylgju voru 13-15 manns í senn í gjörgæzlu, en nú mest 4, auk þess sem þá létust 10, en nú í annari bylgju aðeins 1. Auðvitað hefur því veiran stórlega veikst! Dánartíðni er vitaskuld skýrasti og bezti mælikvarðinn á hættu og skaðsemi sjúkdóms, á sama hátt og fjöldi smita einn sér hefur lítið gildi, einkum, ef þeir sem smitast – hér alla vega helmingurinn nú - finnur ekki fyrir veikindum; veit ekki, að hann er veikur. COVID-dánartíðnin nú, samanborðið við í vor, er, sem sagt, 1 á móti 10. 39 Íslendingar féllu fyrir eigin hendi í fyrra Það er kannske vert, að skjóta því hér að, að í sama blaði og grein þríeykisins birtist, 15. október, birtist grein eftir framkvæmdastjóra Geðhjálpar, þar sem fram kemur, að 39 hafi tekið sitt eigið líf í fyrra. Í blaði Geðhjálpar, sem kom út sama dag, segir: „Við vitum að fleiri manneskjur taka líf sitt á þessu áru“. Skyldi það eitthvað tengjast því, að COVID-aðgerðir hafa svipt menn sínum afkomu- og tilvistargrundvelli, sinni tilveru og framtíð? Áfram með þríeykis greinina, nú: Yfirkeyrður hræðslu-áróður Það tekur þó út yfir allan þjófabálk í þríeykisgreininni, þegar þau stillir því upp, hvað myndi gerast, ef stefnt yrði á hjarðónæmi. Þar fullyrðir þríeykið - fyrir mér úr lausu lofti gripið og án raunverulegrar þekkingar, vitneskju eða raka; við erum hér að tala um eitthvað, sem kynni að gerast við einhverjar aðrar, nú óþekktar aðstæður - að þá myndu 7.000 einstaklingar þurfa innlögn á sjúkrahús, 1.750 þyrftu að fara í gjörgæzlu og 660 myndu látast. Og, að því litla leyti, sem þau hafa einhver raunveruleg viðmið, þá eru þau við það, sem gerðist í marz-apríl, fyrir hálfu ári, en ekki við þann raunveruleika, sem nú er og er verulega annar. Hér er um margt um 10-faldan mismun að ræða. Vart heiðarleg vinnubrögð það. Kom eitthvað yfir þetta blessaða og annars ágæta fólk okkar? Hvernig getur það látið svona ógrundaðan hræðsluáróður frá sér fara!? Takmarkanir og lokanir eru frestur, en ekki lausn Þær aðgerðir samkomutakmarkana og lokana, sem beitt er, eru frestun á áhrifum faraldursins, en ekki lausn. Vandanum er ýtt á undan sér, í þeirri von, að virkt bóluefni komi senn, en fyrir því er engin trygging. Hér er því veðjað á það, sem er verulega óvisst og óöruggt. Eina örugga leiðin til að ljúka COVID-19 málum og afgreiða faraldurinn frá, með endanlegum hætti, er hjarðónæmi. Hvernig er hægt að standa að hjarðónæmi Ef stefnt yrði á hjarðónæmi, yrði auðvitað að gera það með skipulegum og vitrænum hætti. Láta útbreiðslu gerast með hægum og skipulegum hætti og lágmarka skaðann. Helztu hugmyndir um skipulegt og skynsamlegt hjarðónæmi eru þær, að allt eldra fólk og allir með undirliggjandi sjúkdóma svo og þeir, sem veilir eru fyrir, séu vel varðir, en börn, unglingar og yngra fólk, kannske upp í miðjan aldur, geta lifið nokkuð eðlilegu lífi, varið sig með sóttvörnum, fjarlægð og fjarveru að eigin geðþótta og vild, líka auðvitað með grímu, en lifað með veirunni og smitinu, helmingurinn hér væntanlega án sjúkdómseinkenna og hinn helmingurinn kannske mest eins og með meðal flensu, hita í 2-3 daga og svo lasleika í nokkra daga til. Og, hvað yrði um eldra fólkið og þá, sem minna mega sín? Það yngra fólk, sem væri búið að fá smitið og byggja upp ónæmi og smitleysi gæti svo smám saman tekið upp vaxandi samskipti og samveru við þá, sem sérstaklega hefðu verið verndaðir, og, þannig, væri með skipulegum hætti, annars vegar, hægt að kæfa veiruna meir og meir og, hins vegar, innleiða eðlileg samskipti og venjulegt mannlíf meir og meir. Fyrir undirrituðum gæti það fyrirkomulag, sem var fyrir 19. ágúst, kannske verið fínt til að ná svona hjarðónæmi fram, skref fyrir skref, en það, sem þá gerðist, færi þá meir yfir í sjálfsvald manna; mikla og öfluga sjálfsvörn, eða meiri og opnari samskipti að eigin geðþótta. Auðvitað gætu stjórnvöld eftir sem áður gripið inn í. Gríman víða efst á blaði: Auðvitað þyrfti að taka aðgerð hjarðónæmis varlega og skref fyrir skref, en í raun hefur margkomið fram, að gríman er bezta vörnin, mun virkari en fjarlægðarmörk, 1, 1,5 eða 2 metrar, sem hvort sem er, er ómögulegt að framfylgja nákvæmlega. Asíubúar eru í sérfræðingar í smitvörnum, enda viðast margar veirur og pestar koma upp einmitt þar. Þar er grímunotkun margra dagsdagleg, ekki bara nú á tímum COVID, heldur hefur hún verið það um ár og áratugi. Síðastliðinn laugardagsmorgun hlýddi ég á erlendar fréttir, þar sem vitnað var í forseta Tékklands, sem auðvitað hefur líka marga sérfræðinga og ráðgjafa sér við hlið, en hann sagði þetta: „Þangað til bóluefni kemur er eina praktíska og virka vörnin í raun gríman“. Erna Milunka Kojic, íslenzkur smitsjúkdómalæknir í NewYork, sem stjórnar þar smitvörnum í tveimur sjúkrahúsum, sagði nýlega í samtali við RÚV „Grímur eru einföld leið til að stöðva útbreiðslu faraldursins og óskiljanlegt að þær séu ekki skylda víðar“, en í New York er grímuskylda bundin í lög og önnur bylgja faraldursins hefur enn ekki risið þar. Ég hef áður líka skýrt frá því, hvernig ég upplifði smitvarnir í Þýzkalandi nýlega, þar sem megin sóttvörnin var gríman, og hefur smittíðni þar verið með því lægsta, þó að síðustu daga hafa nokkur smitaukning orðið þar líka, en þó mest án þess að menn hafi veikst alvarlega, nú í þessari annri bylgju, eins og hér. Dregið úr viðbúnaði á þýzkum sjúkrahúsum Um skeið voru fyrirmæli til margra þýzkra sjúkrahúsa um það, að halda skyldi 40% gjörgæzlurúma opnum fyrir mögulega COVID-sjúklinga. Víða hefur þessi ráðstöfun nú verið minnkuð niður í 10%. Þar og í allri Vestur Evrópu er önnur bylgjan, Guði sé lof, miklu mildari, eins og bezt sézt á dánartíðni, líka í Bretlandi, Frakklandi og á Spáni, þar sem smit vaða þó upp. „Þriðja bylgjan“ hálfgert rugl Tal um þriðju bylgjuna hér, er tal þeirra, sem fátt skoða og lítið vita. Ef nú er þriðja bylgjan, hvenær var þá önnur bylgjan!? Ef línurit um smitþróun fyrir Ísland er skoðað, sést fyrsta bylgjan rísa í marz-apríl, svo kemur í raun öldudalur apríl-september, reyndar með smá gárum í ágúst, en svo rís önnur bylgjan í byrjun september. Í raun má segja, að ruglið um þriðju bylgjuna hér sé dæmigert fyrir þá óvönduðu og tilfinninga- og hræðsludrifnu umræðu, sem hér er í gangi. Dánartíðni landsmanna svipuð í ár og síðustu 10 árin Það fer kannske vel á því, að ljúka þessum skrifum með tilvitnun í grein þríeykisins frá 15. október, en nú í það, sem satt er og rétt: „Mikilvæg staðreynd er að heildarfjöldi dauðsfalla er ekki meiri það sem af er þessu ári samanborið við meðaltal undanfarinna tíu ára“. Lokaorð: Hver á að borga brúsann Svo má spyrja, hér í lokin, var vit í því, að keyra mannlíf í landinu, þjóðfélagið og ríkissjóð á hliðin, um allt að 300 milljarða króna, sem börnin okkar þurfa svo, að nokkru eða miklu leyti, að bera og standa skil á? Höfundur er formaður ÍslandiAllt, félagasamtaka um samfélagsmál og betra jarðlíf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þríeykið birti grein í Fréttablaðinu 15. október sl., um COVID-19 og tengd mál, sem undirrituðum líkaði illa. Ég stóð með þeim lengi vel, en leiðir skildu fyrst, þegar þau hvöttu til „lokunar“ landamæranna, sem tók gildi 19. ágúst, og nú með þessari grein breikkaði bilið enn meira. Allt of miklu fórnað fyrir sáralítið Með nefndri „lokun“ var allt of miklu fórnað - atvinnu, lífsviðurværi, afkomu og velferð þúsundir manna og fjölskyldna, innlendra og erlendra - fyrir allt of lítið, eða nánast ekki neitt, að mati undirritaðs. Skal það mál rifjað upp hér fyrst, áður en farið er nánar ofan í grein þríeykis frá 15. október. Hrapalleg útkoma „Lokun“ landamæranna átti að tryggja, að smitum myndi fækka hér, veiran yrði nánast kæfð. Það er því kaldhæðnislegt, að þegar landamærunum var „lokað“, voru smit hér 77, en nú (15.10.20), er fjöldi smita 1.206, eða 16 sinnum fleiri, þrátt fyrir „lokun“! Átti þeim ekki að fækka!? Hrapalleg aðgerð, og þeim, sem að stóðu og ábyrgð bera, til mikils vansa, svo að ekki sé talað um viðtækar og hörmulegar afleiðingarnar fyrir mannlífið í landinu. Stjórnvöld leidd á asnaeyrunum Ríkisstjórnin lét leiða sig á asnaeyrunum í málinu, en 14. ágúst sagði þetta um aðgerðirnar í tilkynningu ríkisstjórnarinnar: „Með þessu er talið að dregið verði úr líkum á því að frekari raskanir verði á daglegu lífi landsmanna vegna sóttvarnar-aðgerða innanlands“. Forsætisráðherra átti líka sinn þátt í þeirri stórlega vanhugsuðu og misheppnuðu aðgerð, sem „lokunin“ var, en hún skrifaði þetta í Morgunblaðið 24. ágúst, þar sem hún vitnar í „hagræna greiningu“, sem gerð hafði verið á áhrifum „lokunar“ landamæranna: „Margt áhugavert kemur þar fram“, segir forsætisráðherra, „meðal annars, að hagræn rök hnigi að því að herða beri aðgerðir á landamærunum til þess að tryggja að innanlandshagkerfið verði ekki fyrir miklu raski af hörðum sóttvarnarráðstöfunum“. Ekki veit undirritaður, hverjir stóðu að hinni „hagrænu greiningu“, en hún var greinilega ekki mikils virði, þó að forsætisráðherra, með sínar tungumála- og bókmenntagráður, virðist hafa trúað henni eins og nýju neti. Og „skimunarpáfinn“ lét ekki sitt eftir liggja Og ekki lét „skimunarpáfinn“ okkar sitt eftir liggja, enda helzti hvatamaðurinn að „lokun“ landamæranna, hverjar, sem þær dýpstu hvatir kunna að vera, sem þar búa að baki (verður það kannað nánar og um það fjallað síðar). 4. september skrifaði „skimunarpáfinn“ þetta í Morgunblaðið: „Ástandið á Íslandi er gott og fer batnandi þannig að við getum farið að slaka á sóttvarnarkröfum innanlands svo lífið færist í nokkuð eðlilegt horf. Ef við hins vegar myndum slaka á kröfum við landamæri er ljóst að smitum myndi fjölga, gögn sýna það og við yrðum að herða tökin innanlands þannig að skólar gætu ekki starfað eðlilega, menningarlíf legðist að mestu af og atvinnuvegir aðrir en ferðaþjónusta myndu gjalda“. Hvílíkur spekingur og spámaður! Það er von, að fréttamenn liggi í honum til að hlýða á og boða spekina fyrir landsmönnum. Afleiðingar „lokunar“ herfilegar og sárgrætilegar Til að klára umfjöllun um „lokun“ landamæranna, í bili, áður en ég sný mér að grein þríeykis frá 15. október, má kannske lista upp nokkrar fyrirsagnir blaðanna, frá síðustu dögum, sem skýra sig sjálfar: „Berjast við að halda velli“, „Fjórfallt fleiri lengi án atvinnu en árið 2018“, „Fleiri munu svipta sig lífi á þessu ári“, „Spá 25% atvinnuleysi“, „Skellt í lás í miðbæ Reykjavíku“, „Átta landvörðum sagt upp“, „293 misstu vinnuna í hópuppsögnum“, „88 sagt upp hjá Icelandair“, „Öllu strafsfólki bíleigunnar Hertz sagt upp“ og svona mætti lengi telja. Þær fyrirsagnir, sem ég lista hér upp, tengjast mikið „lokun“ landamæranna, þó að COVID almennt komi auðvitað þar líka til. „Lokunin“ algjört vindhögg Og hver var ávinningurinn af „lokun“ landamæranna? Fyrir „lokun“ var ein skimun við komu, og urðu komumenn að bíða niðurstöðu hennar, í allt að 24 tíma, og, ef hún var neikvæð, voru þeir fríir og frjálsir, en, ef hún var jákvæð, urðu þeir að fara í sóttkví. Þannig var þetta fyrir 19. ágúst og reyndist vel. Síðan kom upp sú kenning, þar sem Kári virðist hafa verið fremstur í flokki - en, eins og fyrir liggur, viðist hann hafa nánast ótakmarkaðan aðgang að fjölmiðlum, veður þar nánast uppi, enda oft góður fyrir einni æsifrétt - þar sem því er haldið fram, að hægt yrði að ná utan um smit og kæfa faraldurinn hér innanlands, bara, ef bévítans ferðamönnunum yrði haldið frá. Var þá ákveðið, að allir komumenn skyldu fyrst fara í skimun við komu, svo í 5-6 daga sóttkví, svo í skimun aftur, en þetta, viku einangrun, hvort sem menn voru smitaðir eða ekki - allra mest auðvitað ekki – virkaði sem endalegt rothögg á ferðaþjónustuna og alla þá víðtæku og miklvægu starfsemi, sem á henni byggist. Og, hvað hefur komið út úr þessari tvöföldu skimun, hversu margir hafa greinst smitaðir í annari skimun, sem voru það ekki í þeirri fyrst? Síðst þegar ég vissi, voru þeir 16. Ef skimun hefði verið einföld, eins og hún var í sumar, en með því fyrirkomulagi gat ferðaþjónustan plummað sig á hálfum dampi, þá hefðu, sem sagt, um 16 smit bætzt við þau nú 1.200-1.300, sem eru í gangi innanlands. Auðvitað hefði þetta engu breytt um faraldurinn eða áhrif hans á landsmenn! Því má telja, að „lokun“ landamæranna 19. ágúst hafi verið algjört vindhögg ávinningslega, en hræðilegt áfall atvinnulega og með tilliti til lífs, afkomu og velferðar þúsunda, ef ekki tugþúsunda, landsmanna. Þá að grein þríeykis frá 15. október, fyrst: Vafasamar fullyrðingar Þar segir m.a. þetta: „Þá er hugsanlegt að veiran veikist með tímanum líkt og gerðist í spænsku veikinni þó að enn séu engin merki um slíkt“. Því miður eru þessi lokaorð staðlausir stafir, og illskiljanlegt, að gott fólk skuli láta svona rangfærslur frá sér fara. Staðreyndin er, að í fyrri bylgju, sl. vor, varð að leggja 7% þeirra, sem smituðust, inn á spítala, en nú aðeins 2%. Í fyrri bylgju voru 13-15 manns í senn í gjörgæzlu, en nú mest 4, auk þess sem þá létust 10, en nú í annari bylgju aðeins 1. Auðvitað hefur því veiran stórlega veikst! Dánartíðni er vitaskuld skýrasti og bezti mælikvarðinn á hættu og skaðsemi sjúkdóms, á sama hátt og fjöldi smita einn sér hefur lítið gildi, einkum, ef þeir sem smitast – hér alla vega helmingurinn nú - finnur ekki fyrir veikindum; veit ekki, að hann er veikur. COVID-dánartíðnin nú, samanborðið við í vor, er, sem sagt, 1 á móti 10. 39 Íslendingar féllu fyrir eigin hendi í fyrra Það er kannske vert, að skjóta því hér að, að í sama blaði og grein þríeykisins birtist, 15. október, birtist grein eftir framkvæmdastjóra Geðhjálpar, þar sem fram kemur, að 39 hafi tekið sitt eigið líf í fyrra. Í blaði Geðhjálpar, sem kom út sama dag, segir: „Við vitum að fleiri manneskjur taka líf sitt á þessu áru“. Skyldi það eitthvað tengjast því, að COVID-aðgerðir hafa svipt menn sínum afkomu- og tilvistargrundvelli, sinni tilveru og framtíð? Áfram með þríeykis greinina, nú: Yfirkeyrður hræðslu-áróður Það tekur þó út yfir allan þjófabálk í þríeykisgreininni, þegar þau stillir því upp, hvað myndi gerast, ef stefnt yrði á hjarðónæmi. Þar fullyrðir þríeykið - fyrir mér úr lausu lofti gripið og án raunverulegrar þekkingar, vitneskju eða raka; við erum hér að tala um eitthvað, sem kynni að gerast við einhverjar aðrar, nú óþekktar aðstæður - að þá myndu 7.000 einstaklingar þurfa innlögn á sjúkrahús, 1.750 þyrftu að fara í gjörgæzlu og 660 myndu látast. Og, að því litla leyti, sem þau hafa einhver raunveruleg viðmið, þá eru þau við það, sem gerðist í marz-apríl, fyrir hálfu ári, en ekki við þann raunveruleika, sem nú er og er verulega annar. Hér er um margt um 10-faldan mismun að ræða. Vart heiðarleg vinnubrögð það. Kom eitthvað yfir þetta blessaða og annars ágæta fólk okkar? Hvernig getur það látið svona ógrundaðan hræðsluáróður frá sér fara!? Takmarkanir og lokanir eru frestur, en ekki lausn Þær aðgerðir samkomutakmarkana og lokana, sem beitt er, eru frestun á áhrifum faraldursins, en ekki lausn. Vandanum er ýtt á undan sér, í þeirri von, að virkt bóluefni komi senn, en fyrir því er engin trygging. Hér er því veðjað á það, sem er verulega óvisst og óöruggt. Eina örugga leiðin til að ljúka COVID-19 málum og afgreiða faraldurinn frá, með endanlegum hætti, er hjarðónæmi. Hvernig er hægt að standa að hjarðónæmi Ef stefnt yrði á hjarðónæmi, yrði auðvitað að gera það með skipulegum og vitrænum hætti. Láta útbreiðslu gerast með hægum og skipulegum hætti og lágmarka skaðann. Helztu hugmyndir um skipulegt og skynsamlegt hjarðónæmi eru þær, að allt eldra fólk og allir með undirliggjandi sjúkdóma svo og þeir, sem veilir eru fyrir, séu vel varðir, en börn, unglingar og yngra fólk, kannske upp í miðjan aldur, geta lifið nokkuð eðlilegu lífi, varið sig með sóttvörnum, fjarlægð og fjarveru að eigin geðþótta og vild, líka auðvitað með grímu, en lifað með veirunni og smitinu, helmingurinn hér væntanlega án sjúkdómseinkenna og hinn helmingurinn kannske mest eins og með meðal flensu, hita í 2-3 daga og svo lasleika í nokkra daga til. Og, hvað yrði um eldra fólkið og þá, sem minna mega sín? Það yngra fólk, sem væri búið að fá smitið og byggja upp ónæmi og smitleysi gæti svo smám saman tekið upp vaxandi samskipti og samveru við þá, sem sérstaklega hefðu verið verndaðir, og, þannig, væri með skipulegum hætti, annars vegar, hægt að kæfa veiruna meir og meir og, hins vegar, innleiða eðlileg samskipti og venjulegt mannlíf meir og meir. Fyrir undirrituðum gæti það fyrirkomulag, sem var fyrir 19. ágúst, kannske verið fínt til að ná svona hjarðónæmi fram, skref fyrir skref, en það, sem þá gerðist, færi þá meir yfir í sjálfsvald manna; mikla og öfluga sjálfsvörn, eða meiri og opnari samskipti að eigin geðþótta. Auðvitað gætu stjórnvöld eftir sem áður gripið inn í. Gríman víða efst á blaði: Auðvitað þyrfti að taka aðgerð hjarðónæmis varlega og skref fyrir skref, en í raun hefur margkomið fram, að gríman er bezta vörnin, mun virkari en fjarlægðarmörk, 1, 1,5 eða 2 metrar, sem hvort sem er, er ómögulegt að framfylgja nákvæmlega. Asíubúar eru í sérfræðingar í smitvörnum, enda viðast margar veirur og pestar koma upp einmitt þar. Þar er grímunotkun margra dagsdagleg, ekki bara nú á tímum COVID, heldur hefur hún verið það um ár og áratugi. Síðastliðinn laugardagsmorgun hlýddi ég á erlendar fréttir, þar sem vitnað var í forseta Tékklands, sem auðvitað hefur líka marga sérfræðinga og ráðgjafa sér við hlið, en hann sagði þetta: „Þangað til bóluefni kemur er eina praktíska og virka vörnin í raun gríman“. Erna Milunka Kojic, íslenzkur smitsjúkdómalæknir í NewYork, sem stjórnar þar smitvörnum í tveimur sjúkrahúsum, sagði nýlega í samtali við RÚV „Grímur eru einföld leið til að stöðva útbreiðslu faraldursins og óskiljanlegt að þær séu ekki skylda víðar“, en í New York er grímuskylda bundin í lög og önnur bylgja faraldursins hefur enn ekki risið þar. Ég hef áður líka skýrt frá því, hvernig ég upplifði smitvarnir í Þýzkalandi nýlega, þar sem megin sóttvörnin var gríman, og hefur smittíðni þar verið með því lægsta, þó að síðustu daga hafa nokkur smitaukning orðið þar líka, en þó mest án þess að menn hafi veikst alvarlega, nú í þessari annri bylgju, eins og hér. Dregið úr viðbúnaði á þýzkum sjúkrahúsum Um skeið voru fyrirmæli til margra þýzkra sjúkrahúsa um það, að halda skyldi 40% gjörgæzlurúma opnum fyrir mögulega COVID-sjúklinga. Víða hefur þessi ráðstöfun nú verið minnkuð niður í 10%. Þar og í allri Vestur Evrópu er önnur bylgjan, Guði sé lof, miklu mildari, eins og bezt sézt á dánartíðni, líka í Bretlandi, Frakklandi og á Spáni, þar sem smit vaða þó upp. „Þriðja bylgjan“ hálfgert rugl Tal um þriðju bylgjuna hér, er tal þeirra, sem fátt skoða og lítið vita. Ef nú er þriðja bylgjan, hvenær var þá önnur bylgjan!? Ef línurit um smitþróun fyrir Ísland er skoðað, sést fyrsta bylgjan rísa í marz-apríl, svo kemur í raun öldudalur apríl-september, reyndar með smá gárum í ágúst, en svo rís önnur bylgjan í byrjun september. Í raun má segja, að ruglið um þriðju bylgjuna hér sé dæmigert fyrir þá óvönduðu og tilfinninga- og hræðsludrifnu umræðu, sem hér er í gangi. Dánartíðni landsmanna svipuð í ár og síðustu 10 árin Það fer kannske vel á því, að ljúka þessum skrifum með tilvitnun í grein þríeykisins frá 15. október, en nú í það, sem satt er og rétt: „Mikilvæg staðreynd er að heildarfjöldi dauðsfalla er ekki meiri það sem af er þessu ári samanborið við meðaltal undanfarinna tíu ára“. Lokaorð: Hver á að borga brúsann Svo má spyrja, hér í lokin, var vit í því, að keyra mannlíf í landinu, þjóðfélagið og ríkissjóð á hliðin, um allt að 300 milljarða króna, sem börnin okkar þurfa svo, að nokkru eða miklu leyti, að bera og standa skil á? Höfundur er formaður ÍslandiAllt, félagasamtaka um samfélagsmál og betra jarðlíf
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun