„Hann var bara að skemmta sér“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2020 18:12 Lara Trump, Gretchen Whitmer og Donald Trump. Vísir/AP Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer og rétta yfir henni fyrir landráð. Ríkisstjórinn segir að Trump eigi að hætta að ýta undir ofbeldi gegn embættismönnum og blása lífi í heimaræktaða hryðjuverkamenn og þess í stað snúa sér að því að berjast gegn faraldri nýju kórónuveirunnar. Trump var með stuðningsmönnum sínum í Muskegon í Michigan í gær. Þar krafðist hann þess að Whitmer felldi úr gildi þær ferðatakmarkanir og aðrar ráðstafanir vegna faraldursins og byrjuðu stuðningsmenn hans að kalla: „Læsið hana inni“. „Læsið þau öll inni,“ sagði forsetinn. Seinna á fundinum gagnrýndi Trump Whitmer aftur og við það byrjuðu stuðningsmenn hans aftur að kalla eftir handtöku hennar. Þá leyfði hann þeim að kalla í nokkra stund og gagnrýndi hana svo fyrir að hafa kennt honum um að reynt hafi verið að ræna henni. Sjá einnig: Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps For the second time in a single speech, Trump fans in Michigan direct "lock her up!" chants toward Gretchen Whitmer, who just weeks ago was the target of a kidnapping/assassination plot hatched by Trump supporters pic.twitter.com/wh7ts1Cqf5— Aaron Rupar (@atrupar) October 17, 2020 Lara Trump, tengdadóttir forsetans og ráðgjafi í framboði hans, var spurð um málið á CNN í dag. Þar var hún sérstaklega spurð að því hvort Trump ætti ekki að draga úr áróðri sínum gagnvart Whitmer. Hún hefði sjálf sagt að hann væri hættulegur. Hún sagði að það sem kom fyrir Whitmer ætti ekki að koma fyrir neinn. Sagði hún einnig að það hefði verið Dómsmálaráðuneyti Trump sem hefði komið í veg fyrir árásina, sem endurspeglar það sem Trump sjálfur hefur sagt þar sem hann hefur gagnrýnt Whitmer fyrir að þakka honum ekki fyrir að ráðabruggið hafi verið stöðvað. Lara Trump sagði að hún fengi sjálf ítrekað hótanir á samfélagsmiðlum. Jake Tapper, fréttamaður CNN, benti henni þó á að Joe Biden og aðrir Demókratar væru ekki að kalla eftir slíku eða ýta undir það. „Hann var ekki að gera neitt, held ég, sem ýtti undir ofbeldishótanir gegn henni. Hann var að skemmta sér,“ sagði Lara Trump. Hún sneri sér þá að því hvað allir væru pirraðir yfir sóttvarnaaðgerðum og umræðan á kosningafundinum hefði bara verið á léttum nótum. „Auðvitað var hann ekki að hvetja fólk til að ógna þessari konu. Það er fáránlegt,“ sagði hún. When asked if the President should tone down his rhetoric against Michigan Gov. Gretchen Whitmer, Trump campaign senior adviser Lara Trump says, "He wasn't doing anything, I don't think, to provoke people to threaten this woman at all. He was having fun at a Trump rally" #CNNSOTU pic.twitter.com/Hm9GIWeH5d— State of the Union (@CNNSotu) October 18, 2020 Whitmer var sjálf í Meet the Press á NBC í dag. Þar gagnrýndi hún Trump harðlega. Hún sagði það ótrúlega ógnvænlegt að tíu dögum eftir að ráðabrugg öfgamanna um að taka hana af lífi hefði verið stöðvað, væri forsetinn enn að ýta undir hryðjuverk sem slík. „Það er rangt og það þarf að stöðva þetta,“ sagði hún. „Þetta er hættulegt. Ekki bara fyrir mig og mína fjölskyldu heldur embættismenn alls staðar, sem eru að vinna vinnu sína og reyna ða vernda aðra Bandaríkjamenn. Hún sagði að bæði Demókratar og Repúblikanar þyrftu að taka höndum saman til að stöðva áróður sem þennan og draga úr spennu. NEW: Trump s supporters chant lock her up at Michigan rally.@GovWhitmer: Ten days after a plot to kidnap, put me on trial and execute me. Ten days after that was uncovered, the president is at it again. And inspiring and incentivizing and inciting ... domestic terrorism. pic.twitter.com/3FlnyN2Qp6— Meet the Press (@MeetThePress) October 18, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02 Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer og rétta yfir henni fyrir landráð. Ríkisstjórinn segir að Trump eigi að hætta að ýta undir ofbeldi gegn embættismönnum og blása lífi í heimaræktaða hryðjuverkamenn og þess í stað snúa sér að því að berjast gegn faraldri nýju kórónuveirunnar. Trump var með stuðningsmönnum sínum í Muskegon í Michigan í gær. Þar krafðist hann þess að Whitmer felldi úr gildi þær ferðatakmarkanir og aðrar ráðstafanir vegna faraldursins og byrjuðu stuðningsmenn hans að kalla: „Læsið hana inni“. „Læsið þau öll inni,“ sagði forsetinn. Seinna á fundinum gagnrýndi Trump Whitmer aftur og við það byrjuðu stuðningsmenn hans aftur að kalla eftir handtöku hennar. Þá leyfði hann þeim að kalla í nokkra stund og gagnrýndi hana svo fyrir að hafa kennt honum um að reynt hafi verið að ræna henni. Sjá einnig: Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps For the second time in a single speech, Trump fans in Michigan direct "lock her up!" chants toward Gretchen Whitmer, who just weeks ago was the target of a kidnapping/assassination plot hatched by Trump supporters pic.twitter.com/wh7ts1Cqf5— Aaron Rupar (@atrupar) October 17, 2020 Lara Trump, tengdadóttir forsetans og ráðgjafi í framboði hans, var spurð um málið á CNN í dag. Þar var hún sérstaklega spurð að því hvort Trump ætti ekki að draga úr áróðri sínum gagnvart Whitmer. Hún hefði sjálf sagt að hann væri hættulegur. Hún sagði að það sem kom fyrir Whitmer ætti ekki að koma fyrir neinn. Sagði hún einnig að það hefði verið Dómsmálaráðuneyti Trump sem hefði komið í veg fyrir árásina, sem endurspeglar það sem Trump sjálfur hefur sagt þar sem hann hefur gagnrýnt Whitmer fyrir að þakka honum ekki fyrir að ráðabruggið hafi verið stöðvað. Lara Trump sagði að hún fengi sjálf ítrekað hótanir á samfélagsmiðlum. Jake Tapper, fréttamaður CNN, benti henni þó á að Joe Biden og aðrir Demókratar væru ekki að kalla eftir slíku eða ýta undir það. „Hann var ekki að gera neitt, held ég, sem ýtti undir ofbeldishótanir gegn henni. Hann var að skemmta sér,“ sagði Lara Trump. Hún sneri sér þá að því hvað allir væru pirraðir yfir sóttvarnaaðgerðum og umræðan á kosningafundinum hefði bara verið á léttum nótum. „Auðvitað var hann ekki að hvetja fólk til að ógna þessari konu. Það er fáránlegt,“ sagði hún. When asked if the President should tone down his rhetoric against Michigan Gov. Gretchen Whitmer, Trump campaign senior adviser Lara Trump says, "He wasn't doing anything, I don't think, to provoke people to threaten this woman at all. He was having fun at a Trump rally" #CNNSOTU pic.twitter.com/Hm9GIWeH5d— State of the Union (@CNNSotu) October 18, 2020 Whitmer var sjálf í Meet the Press á NBC í dag. Þar gagnrýndi hún Trump harðlega. Hún sagði það ótrúlega ógnvænlegt að tíu dögum eftir að ráðabrugg öfgamanna um að taka hana af lífi hefði verið stöðvað, væri forsetinn enn að ýta undir hryðjuverk sem slík. „Það er rangt og það þarf að stöðva þetta,“ sagði hún. „Þetta er hættulegt. Ekki bara fyrir mig og mína fjölskyldu heldur embættismenn alls staðar, sem eru að vinna vinnu sína og reyna ða vernda aðra Bandaríkjamenn. Hún sagði að bæði Demókratar og Repúblikanar þyrftu að taka höndum saman til að stöðva áróður sem þennan og draga úr spennu. NEW: Trump s supporters chant lock her up at Michigan rally.@GovWhitmer: Ten days after a plot to kidnap, put me on trial and execute me. Ten days after that was uncovered, the president is at it again. And inspiring and incentivizing and inciting ... domestic terrorism. pic.twitter.com/3FlnyN2Qp6— Meet the Press (@MeetThePress) October 18, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02 Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02
Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04