Tollasvindl Oddný Steina Valsdóttir skrifar 19. október 2020 13:23 Fyrir nokkrum misserum vaknaði grunur um það að innflutningstölur á landbúnaðarafurðum til Íslands væru ekki í samræmi við útflutningstölur út úr Evrópusambandinu. Á undanförnum vikum hefur sá grunur fengið meiri og ríkari staðfestingu. Það lítur út fyrir að þetta eigi við um afurðir úr mjólk, kjöti, grænmeti og eggjum. Misræmið felst í því að meira magn vara virðist fara út úr Evrópusambandinu á útflutningsskýrslum frá tollayfirvöldum þar heldur en er tollafgreitt hingað inn í landið. Vörurnar eru semsagt tollafgreiddar á ákveðnum alþjóðlegum tollnúmerum frá viðkomandi landi en síðan eru vörurnar tollafgreiddar inn í Ísland á öðru tollnúmeri. Það má velta fyrir sér hver tilgangurinn með slíkum vinnubrögðum er. Það er allt sem bendir til að hér sé um að ræða en stórfellt tollasvindl. Tollasvindl er lögbrot en ekki „misbrestir á framkvæmd samninga“ eins og gjörningurinn hefur jafnvel verið nefndur í opinberri umræðu. Er verið að svindla? Þegar upp koma mál eins og rakin eru hér að ofan má velta því fyrir sér af hverju hlutir eru með þessum hætti. Af hverju er vara ekki tolluð inn í landið samkvæmt alþjóðareglum reglum eins og út úr því landi sem hún kemur frá. Sennilega er það vegna þess að þær vörur sem skoðaðar hafa verið eru flestar innan svokallaðra tollkvóta í milliríkjasamningum. Þar er ákveðið magn í hverjum samningi sem má versla með á milli landa sem ber annað hvort lága verðtolla eða má fara tollfrjálst milli landa. Svindlið felst því líklega í því að innflutningsaðilar koma sér undan að greiða réttmæt opinber gjöld af vörunni þegar hún kemur til landsins. Líklega er þá búið að flytja inn og fylla í það magn sem innifalið er í tollkvótum og þegar það dugar ekki innflutningsaðilum til að græða er seilst lengra. Samantekið er verið að flytja inn framhjá kerfinu til að losna við að borga skatta og skyldur í ríkissjóð, til þess að koma vöru inn á markað sem þarf ekki að fara eftir sömu leikreglum og innlend framleiðsla. Þarna er mögulega um gífurlegar fjárhæðir að ræða sem ríkissjóður verður af ár hvert. Hvers er ábyrgðin? Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum, það er þeirra að sjá til þess að alþjóðasamningum ásamt innlendum lögum sé framfylgt í landinu. Þetta mál allt þarfnast skoðunar og rannsóknar. Hvers vegna er ekki búið að gera neitt í því sem hefur vera vitað í marga mánuði? Af hverju er ekki búið að taka á tollasvindli sem varðar innflutning á ostum sem fluttir eru inn undir fölsku flaggi tollalaust sem „jurtaostar“ en á að bera toll sem hefðbundinn ostur inn í landið? Búið er að koma ábendingum á framfæri við Skattinn, fjármálaráðuneytið og sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytið. Það er búið að biðja um að farið verði eftir leikreglum alþjóðasamninga, s.s. Alþjóða tollastofnunarinnar, bæði til þess að innlendir framleiðendur búi við réttar aðstæður sem skapaðar hafa verið með samningum og einnig að ríkissjóður fá sinn hlut réttilega. Það er að vissuleiti undarlegt að stjórnvöld sem hvetja neytendur til að nýta innlenda framleiðslu til að styrkja efnahaginn skuli á sama tíma ekki taka á meintum lögbrotum sem beinlínis veikja efnahagslífið og tekjur ríkissjóðs. Sérstaklega á tímum þar sem við erum að sjá yfirvofandi aukið atvinnuleysi og eitt mesta fall í vergri landsframleiðslu í lýðveldissögunni. Þetta er ekkert flókið. Rétt skal vera rétt. Höfundur er varaformaður Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum misserum vaknaði grunur um það að innflutningstölur á landbúnaðarafurðum til Íslands væru ekki í samræmi við útflutningstölur út úr Evrópusambandinu. Á undanförnum vikum hefur sá grunur fengið meiri og ríkari staðfestingu. Það lítur út fyrir að þetta eigi við um afurðir úr mjólk, kjöti, grænmeti og eggjum. Misræmið felst í því að meira magn vara virðist fara út úr Evrópusambandinu á útflutningsskýrslum frá tollayfirvöldum þar heldur en er tollafgreitt hingað inn í landið. Vörurnar eru semsagt tollafgreiddar á ákveðnum alþjóðlegum tollnúmerum frá viðkomandi landi en síðan eru vörurnar tollafgreiddar inn í Ísland á öðru tollnúmeri. Það má velta fyrir sér hver tilgangurinn með slíkum vinnubrögðum er. Það er allt sem bendir til að hér sé um að ræða en stórfellt tollasvindl. Tollasvindl er lögbrot en ekki „misbrestir á framkvæmd samninga“ eins og gjörningurinn hefur jafnvel verið nefndur í opinberri umræðu. Er verið að svindla? Þegar upp koma mál eins og rakin eru hér að ofan má velta því fyrir sér af hverju hlutir eru með þessum hætti. Af hverju er vara ekki tolluð inn í landið samkvæmt alþjóðareglum reglum eins og út úr því landi sem hún kemur frá. Sennilega er það vegna þess að þær vörur sem skoðaðar hafa verið eru flestar innan svokallaðra tollkvóta í milliríkjasamningum. Þar er ákveðið magn í hverjum samningi sem má versla með á milli landa sem ber annað hvort lága verðtolla eða má fara tollfrjálst milli landa. Svindlið felst því líklega í því að innflutningsaðilar koma sér undan að greiða réttmæt opinber gjöld af vörunni þegar hún kemur til landsins. Líklega er þá búið að flytja inn og fylla í það magn sem innifalið er í tollkvótum og þegar það dugar ekki innflutningsaðilum til að græða er seilst lengra. Samantekið er verið að flytja inn framhjá kerfinu til að losna við að borga skatta og skyldur í ríkissjóð, til þess að koma vöru inn á markað sem þarf ekki að fara eftir sömu leikreglum og innlend framleiðsla. Þarna er mögulega um gífurlegar fjárhæðir að ræða sem ríkissjóður verður af ár hvert. Hvers er ábyrgðin? Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum, það er þeirra að sjá til þess að alþjóðasamningum ásamt innlendum lögum sé framfylgt í landinu. Þetta mál allt þarfnast skoðunar og rannsóknar. Hvers vegna er ekki búið að gera neitt í því sem hefur vera vitað í marga mánuði? Af hverju er ekki búið að taka á tollasvindli sem varðar innflutning á ostum sem fluttir eru inn undir fölsku flaggi tollalaust sem „jurtaostar“ en á að bera toll sem hefðbundinn ostur inn í landið? Búið er að koma ábendingum á framfæri við Skattinn, fjármálaráðuneytið og sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytið. Það er búið að biðja um að farið verði eftir leikreglum alþjóðasamninga, s.s. Alþjóða tollastofnunarinnar, bæði til þess að innlendir framleiðendur búi við réttar aðstæður sem skapaðar hafa verið með samningum og einnig að ríkissjóður fá sinn hlut réttilega. Það er að vissuleiti undarlegt að stjórnvöld sem hvetja neytendur til að nýta innlenda framleiðslu til að styrkja efnahaginn skuli á sama tíma ekki taka á meintum lögbrotum sem beinlínis veikja efnahagslífið og tekjur ríkissjóðs. Sérstaklega á tímum þar sem við erum að sjá yfirvofandi aukið atvinnuleysi og eitt mesta fall í vergri landsframleiðslu í lýðveldissögunni. Þetta er ekkert flókið. Rétt skal vera rétt. Höfundur er varaformaður Bændasamtaka Íslands.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun