Mannréttindi í velferðarþjónustu: Í minningu baráttukonu Lára Björnsdóttir skrifar 19. október 2020 17:00 Við Íslendingar erum og megum vera stolt af því að búa í velferðarsamfélagi. Með sameiginlegum sjóðum er séð fyrir menntun, heilbrigðis- og félagsþjónustu og lágmarksframfærslu. Sem sagt okkur er séð fyrir velferðarþjónustu í víðasta skilningi þess orðs. Ekkert þessara gæða velferðarsamfélagsins hefur þó orðið til áreynslu- eða átakalaust og sífellt takast á mismunandi sjónarmið um innihald og fyrirkomulag velferðarþjónustunnar. Löngum hefur fjárhagsaðstoð sveitarfélaga verið bitbein fólks og flokka og fullyrða má að notendur þeirrar þjónustu hafi setið neðst í virðingarstiga samfélagsins. Kannski sætir það ekki furðu þegar litið er til þess að fjárhagsaðstoðin er arfleifð fátækrarframfærslunnar sem um aldir svipti fólk öllum borgarlegum réttindum, sundraði fjölskyldum og börn voru tekin af foreldrum/mæðrum vegna fátæktar. Útskúfun, sveitfesti og ævarandi skömm hvíldi á einstaklingum og fjölskyldum sem voru „á sveit“ og sú skömm fylgdi landsmönnum inn í 20. öldina.Hugmyndin um „einskisverða ómagann“ var rótgróin íslenskri þjóðarsál þar sem fólki var skipt upp í verðuga og þá sem ekki þóttu fylla þann hóp. Það þarf því ekki að undra að það var ekki fyrr en undir lok 20. aldarinnar, eða árið 1991, að Alþingi Íslendinga tókst loks að ná samstöðu um lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, lög sem kváðu á um réttindi og þjónustu. Segja má að þessi lagasetning hafi verið eitt af stóru skrefunum í mannréttindabaráttu á Íslandi þar sem því var slegið föstu að sveitarfélögin skyldu tryggja fólki margvíslega félagslega þjónustu og framfærslu án viðurlaga. Það varð samt engin sérstök byltingin hjá sveitarfélögunum í kjölfar samþykktar laganna. Meira að segja Reykjavíkurborg, sem hafði komið á nútímalegri Félagsmálastofnun 20 árum fyrr, hélt að mestu leyti sínu fyrra striki. Þegar R-listinn tók við stjórn borgarinnar árið 1994 kom það í hlut Guðrúnar Ögmundsdóttur, borgarfulltrúa, að veita félagsmálaráði borgarinnar forystu. Það hefur sennilega þótt eðlilegt að fela félagsráðgjafanum Guðrúnu þetta hlutverk og eitt er víst að þessi ráðstöfun mála reyndist heillarík. Guðrún var reyndur fagmaður og hafði auk þess mannréttindi og réttlæti að leiðarljósi í áherslum sínum og stjórn ráðsins. Guðrún lagði mikið upp úr að ná samkomulagi meiri og minnihluta um mikilvæg mál. Einnig tókst traust samstarf með Guðrúnu og undirritaðri sem hafði verið ráðin félagsmálastjóri skömmu áður en R listinn tók við stjórnartaumunum. Eitt fyrsta og nauðsynlegasta úrlausnarefnið sem blasti við okkur var að breyta reglum og vinnubrögðum við afgreiðslu umsókna um fjárhagsaðstoð og aðlaga hvorutveggja anda nýju félagsþjónustulaganna. Gildandi reglur voru flóknar og ógegnsæar sem leiddi til ójafnræðis umsækjenda og biðlistar voru langir eftir þessari nauðsynlegu þjónustu. Það var sannarlega ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur þegar bornar voru fram tillögur að nýjum og einfaldari en um margt byltingakenndum reglum sem byggðu á réttindum og afkomutryggingu. Enda urðu átök og deilur um tillögurnar bæði á vettvangi stjórnmálanna og meðal starfsfólks Félagsmálastofnunar. Það kom eðli málsins samkvæmt í hlut Guðrúnar að berjast fyrir breytingunum innan stjórnmálanna og það var ekki létt verk. Í fyrstu umferð voru reglurnar þó samþykktar í félagsmálaráði með hjásetu minnihlutans. Það eitt segir mikið um lagni Guðrúnar við að stýra ráðinu. Róðurinn varð erfiðari þegar kom að borgarráði og borgarstjórn. Flestir borgarfulltrúar voru annað hvort fullir efasemda og/eða andstöðu. Eftir mikla vinnu og einarða sameiginlega baráttu okkar Guðrúnar á öllum vígstöðvum voru reglurnar og allt sem af þeim leiddi samþykktar 6. apríl 1995 en einungis til reynslu í eitt ár í fyrstu. En teningunum hafði verið kastað og ekki varð aftur snúið til fyrri tíma. Það sem upp úr stendur var viðhorfsbreyting og skilaboð til samfélagsins alls um að fjárhagsaðstoð væri sjálfsögð réttindi og nauðsynleg aðstoð samfélagsins við tekjulaust fólk. Skilaboðin voru að ekki lengur þyrfti eða ætti að fara í felur með að leita til Félagsmálastofnunar enda væri þar að finna margvíslega félagsþjónustu ef eftir henni væri leitað. Árið 1995 var í fyrsta sinn gefinn út bæklingur með upplýsingum um reglur og rétt til fjárhagsaðstoðar. Það segir sína sögu. Alls þessa er gott að minnast nú á 70 ára afmælisdegi Guðrúnar Ögmundsdóttur félagsráðgjafa og baráttukonu fyrir mannréttindum. Þegar aldarfjórðungur er liðinn frá umræddum breytingum er rétt að brýna þá sem starfa í velferðarkerfinu á Íslandi að endurskoða og umbylta gömlum kerfum með þarfir og þátttöku notenda þjónustunnar í huga. Valdefling og þátttaka notenda í skipulagningu eigin þjónustu hefur verið á dagskrá frá aldamótum. Því miður hefur samt lítið þokast þannig að gagngerar breytingar hafi orðið á viðhorfum og vinnubrögðum og kerfin eru þunglamaleg. Það væri í anda arfleifðar Guðrúnar Ögmundsdóttur að komið yrði á alvöru vettvangi fyrir notendur á öllum aldri til að taka þátt í skipulagningu og framkvæmd félagsþjónustunnar á 21. öldinni þar sem flest er orðið nýtt undir sólinni nema það eitt að allir vilja ráða eigin lífi. Höfundur er fyrrverandi félagsmálstjóri í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum og megum vera stolt af því að búa í velferðarsamfélagi. Með sameiginlegum sjóðum er séð fyrir menntun, heilbrigðis- og félagsþjónustu og lágmarksframfærslu. Sem sagt okkur er séð fyrir velferðarþjónustu í víðasta skilningi þess orðs. Ekkert þessara gæða velferðarsamfélagsins hefur þó orðið til áreynslu- eða átakalaust og sífellt takast á mismunandi sjónarmið um innihald og fyrirkomulag velferðarþjónustunnar. Löngum hefur fjárhagsaðstoð sveitarfélaga verið bitbein fólks og flokka og fullyrða má að notendur þeirrar þjónustu hafi setið neðst í virðingarstiga samfélagsins. Kannski sætir það ekki furðu þegar litið er til þess að fjárhagsaðstoðin er arfleifð fátækrarframfærslunnar sem um aldir svipti fólk öllum borgarlegum réttindum, sundraði fjölskyldum og börn voru tekin af foreldrum/mæðrum vegna fátæktar. Útskúfun, sveitfesti og ævarandi skömm hvíldi á einstaklingum og fjölskyldum sem voru „á sveit“ og sú skömm fylgdi landsmönnum inn í 20. öldina.Hugmyndin um „einskisverða ómagann“ var rótgróin íslenskri þjóðarsál þar sem fólki var skipt upp í verðuga og þá sem ekki þóttu fylla þann hóp. Það þarf því ekki að undra að það var ekki fyrr en undir lok 20. aldarinnar, eða árið 1991, að Alþingi Íslendinga tókst loks að ná samstöðu um lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, lög sem kváðu á um réttindi og þjónustu. Segja má að þessi lagasetning hafi verið eitt af stóru skrefunum í mannréttindabaráttu á Íslandi þar sem því var slegið föstu að sveitarfélögin skyldu tryggja fólki margvíslega félagslega þjónustu og framfærslu án viðurlaga. Það varð samt engin sérstök byltingin hjá sveitarfélögunum í kjölfar samþykktar laganna. Meira að segja Reykjavíkurborg, sem hafði komið á nútímalegri Félagsmálastofnun 20 árum fyrr, hélt að mestu leyti sínu fyrra striki. Þegar R-listinn tók við stjórn borgarinnar árið 1994 kom það í hlut Guðrúnar Ögmundsdóttur, borgarfulltrúa, að veita félagsmálaráði borgarinnar forystu. Það hefur sennilega þótt eðlilegt að fela félagsráðgjafanum Guðrúnu þetta hlutverk og eitt er víst að þessi ráðstöfun mála reyndist heillarík. Guðrún var reyndur fagmaður og hafði auk þess mannréttindi og réttlæti að leiðarljósi í áherslum sínum og stjórn ráðsins. Guðrún lagði mikið upp úr að ná samkomulagi meiri og minnihluta um mikilvæg mál. Einnig tókst traust samstarf með Guðrúnu og undirritaðri sem hafði verið ráðin félagsmálastjóri skömmu áður en R listinn tók við stjórnartaumunum. Eitt fyrsta og nauðsynlegasta úrlausnarefnið sem blasti við okkur var að breyta reglum og vinnubrögðum við afgreiðslu umsókna um fjárhagsaðstoð og aðlaga hvorutveggja anda nýju félagsþjónustulaganna. Gildandi reglur voru flóknar og ógegnsæar sem leiddi til ójafnræðis umsækjenda og biðlistar voru langir eftir þessari nauðsynlegu þjónustu. Það var sannarlega ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur þegar bornar voru fram tillögur að nýjum og einfaldari en um margt byltingakenndum reglum sem byggðu á réttindum og afkomutryggingu. Enda urðu átök og deilur um tillögurnar bæði á vettvangi stjórnmálanna og meðal starfsfólks Félagsmálastofnunar. Það kom eðli málsins samkvæmt í hlut Guðrúnar að berjast fyrir breytingunum innan stjórnmálanna og það var ekki létt verk. Í fyrstu umferð voru reglurnar þó samþykktar í félagsmálaráði með hjásetu minnihlutans. Það eitt segir mikið um lagni Guðrúnar við að stýra ráðinu. Róðurinn varð erfiðari þegar kom að borgarráði og borgarstjórn. Flestir borgarfulltrúar voru annað hvort fullir efasemda og/eða andstöðu. Eftir mikla vinnu og einarða sameiginlega baráttu okkar Guðrúnar á öllum vígstöðvum voru reglurnar og allt sem af þeim leiddi samþykktar 6. apríl 1995 en einungis til reynslu í eitt ár í fyrstu. En teningunum hafði verið kastað og ekki varð aftur snúið til fyrri tíma. Það sem upp úr stendur var viðhorfsbreyting og skilaboð til samfélagsins alls um að fjárhagsaðstoð væri sjálfsögð réttindi og nauðsynleg aðstoð samfélagsins við tekjulaust fólk. Skilaboðin voru að ekki lengur þyrfti eða ætti að fara í felur með að leita til Félagsmálastofnunar enda væri þar að finna margvíslega félagsþjónustu ef eftir henni væri leitað. Árið 1995 var í fyrsta sinn gefinn út bæklingur með upplýsingum um reglur og rétt til fjárhagsaðstoðar. Það segir sína sögu. Alls þessa er gott að minnast nú á 70 ára afmælisdegi Guðrúnar Ögmundsdóttur félagsráðgjafa og baráttukonu fyrir mannréttindum. Þegar aldarfjórðungur er liðinn frá umræddum breytingum er rétt að brýna þá sem starfa í velferðarkerfinu á Íslandi að endurskoða og umbylta gömlum kerfum með þarfir og þátttöku notenda þjónustunnar í huga. Valdefling og þátttaka notenda í skipulagningu eigin þjónustu hefur verið á dagskrá frá aldamótum. Því miður hefur samt lítið þokast þannig að gagngerar breytingar hafi orðið á viðhorfum og vinnubrögðum og kerfin eru þunglamaleg. Það væri í anda arfleifðar Guðrúnar Ögmundsdóttur að komið yrði á alvöru vettvangi fyrir notendur á öllum aldri til að taka þátt í skipulagningu og framkvæmd félagsþjónustunnar á 21. öldinni þar sem flest er orðið nýtt undir sólinni nema það eitt að allir vilja ráða eigin lífi. Höfundur er fyrrverandi félagsmálstjóri í Reykjavík
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar