„Tíminn var að renna út og við urðum að ná honum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2020 11:53 Kettlingurinn hafði komið sér í þrönga stöðu. Hann var heppinn, kettlingur litli, sem hafði hreiðrað um sig í hlöðnum vegg í Norðurbæ Hafnarfjarðar í gærkvöldi, að hópur kattaáhugamanna vissi af því að hann væri á svæðinu. Eftir mikla leit í kapphlaupi við næturkuldann tókst að finna kettlinginn og koma honum í öruggt skjól áður en kuldinn skall á. Aðalheiður Millý Steindórsdóttir var ein af þeim sem hóf leit að kettlingnum en hún er hluti af samtökum sem kalla sig Villikettir, markmið þeirra er að koma villiköttum til hjálpar. Á myndbandi sem hún birti á Facebook, og sjá má hér að neðan má sjá hvernig henni og tveimur öðrum dýrabjörgunarmönnum tókst að grafa kettlinginn úr veggnum, og koma honum í skjól. Eins og sjá má var kötturinn í þröngri stöðu.Á myndbandi sem hún birti á Facebook, og sjá má hér að ofan má sjá hvernig henni og tveimur öðrum dýrabjörgunarmönnum tókst að grafa kettlinginn úr veggnum, og koma honum í skjól. Eins og sjá má var kötturinn í þröngri stöðu. „Þetta var spurning um líf og dauða fyrir kisa því einn úti hefði hann ekki lifað nóttina af vegna kulda,“ skrifar hún á Facebook. Í samtali við Vísi segir Millý að þær stöllur hafi vitað af kettlingnum, sem er um fimm til sex vikna gamall, á svæði í Norðurbænum þar sem sést hafi til læðu með þrjá kettlinga. Aðalheiður Millý Steindórsdóttir kom að björguninni.Úr einkasafni Í samtali við Vísi segir Millý að þær stöllur hafi vitað af kettlingnum, sem er um fimm til sex vikna gamall, á svæði í Norðurbænum þar sem sést hafi til læðu með þrjá kettlinga. Búið var að koma læðunni og tveimur kettlingum í skjól, en þann þriðja vantaði. „Það var farið að kólna, tíminn var að renna út og við urðum að ná honum,“ segir Millý. Því var brugðið á það ráð að manna vaktir til ganga um umrætt svæði í Norðurbænum til þess að finna og koma kettlingnum í skjól. „Við vorum þarna tvær upp úr ellefu í gærkvöldi á þessu svæði labbandi með vasaljós og lýsandi inn í hlaðinn hraunvegg. Það var bara fyrir tilviljun að hún Margrét Sif tók eftir kettlingi þar inn í,“ segir Millý en með í för var Margrét Sif Sigurðardóttir. Þær kölluðu til Helgu Óskarsdóttur og hófust þær þrjár handa við að finna út hvernig hægt væri að koma kettlingnum út úr veggnum. Kettlingnum varð ekki meint af bröltinu. „Við þurftum að breiða teppi yfir vegginn svo að hann gæti ekki skotist neins staðar frá. Svo var bara eina leiðin að losa fullt af grjóti til að ná honum út. Hann var alveg snarbrjálaður enda skíthræddur við þessa mannverur. Við náðum honum, vöfðum honum inn í teppi og svo var bara farið með hann inn í búr og farið með hann inn í hús þar sem kona er að fóstra kettlinga.“ Kettlingurinn fékk volga mjólk og braggaðist hann fljótlega eftir að hann komst inn í hlýjuna og hitti systkini sín og móður á nýjan leik. Forsjáin greinilega í liði með þessum litla kettlingi. „Það er í raun og veru bara ótrúleg heppni að við höfum verið þarna inn á þessum parti að lýsa inn í þennan hlaðna vegg.“ Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Hann var heppinn, kettlingur litli, sem hafði hreiðrað um sig í hlöðnum vegg í Norðurbæ Hafnarfjarðar í gærkvöldi, að hópur kattaáhugamanna vissi af því að hann væri á svæðinu. Eftir mikla leit í kapphlaupi við næturkuldann tókst að finna kettlinginn og koma honum í öruggt skjól áður en kuldinn skall á. Aðalheiður Millý Steindórsdóttir var ein af þeim sem hóf leit að kettlingnum en hún er hluti af samtökum sem kalla sig Villikettir, markmið þeirra er að koma villiköttum til hjálpar. Á myndbandi sem hún birti á Facebook, og sjá má hér að neðan má sjá hvernig henni og tveimur öðrum dýrabjörgunarmönnum tókst að grafa kettlinginn úr veggnum, og koma honum í skjól. Eins og sjá má var kötturinn í þröngri stöðu.Á myndbandi sem hún birti á Facebook, og sjá má hér að ofan má sjá hvernig henni og tveimur öðrum dýrabjörgunarmönnum tókst að grafa kettlinginn úr veggnum, og koma honum í skjól. Eins og sjá má var kötturinn í þröngri stöðu. „Þetta var spurning um líf og dauða fyrir kisa því einn úti hefði hann ekki lifað nóttina af vegna kulda,“ skrifar hún á Facebook. Í samtali við Vísi segir Millý að þær stöllur hafi vitað af kettlingnum, sem er um fimm til sex vikna gamall, á svæði í Norðurbænum þar sem sést hafi til læðu með þrjá kettlinga. Aðalheiður Millý Steindórsdóttir kom að björguninni.Úr einkasafni Í samtali við Vísi segir Millý að þær stöllur hafi vitað af kettlingnum, sem er um fimm til sex vikna gamall, á svæði í Norðurbænum þar sem sést hafi til læðu með þrjá kettlinga. Búið var að koma læðunni og tveimur kettlingum í skjól, en þann þriðja vantaði. „Það var farið að kólna, tíminn var að renna út og við urðum að ná honum,“ segir Millý. Því var brugðið á það ráð að manna vaktir til ganga um umrætt svæði í Norðurbænum til þess að finna og koma kettlingnum í skjól. „Við vorum þarna tvær upp úr ellefu í gærkvöldi á þessu svæði labbandi með vasaljós og lýsandi inn í hlaðinn hraunvegg. Það var bara fyrir tilviljun að hún Margrét Sif tók eftir kettlingi þar inn í,“ segir Millý en með í för var Margrét Sif Sigurðardóttir. Þær kölluðu til Helgu Óskarsdóttur og hófust þær þrjár handa við að finna út hvernig hægt væri að koma kettlingnum út úr veggnum. Kettlingnum varð ekki meint af bröltinu. „Við þurftum að breiða teppi yfir vegginn svo að hann gæti ekki skotist neins staðar frá. Svo var bara eina leiðin að losa fullt af grjóti til að ná honum út. Hann var alveg snarbrjálaður enda skíthræddur við þessa mannverur. Við náðum honum, vöfðum honum inn í teppi og svo var bara farið með hann inn í búr og farið með hann inn í hús þar sem kona er að fóstra kettlinga.“ Kettlingurinn fékk volga mjólk og braggaðist hann fljótlega eftir að hann komst inn í hlýjuna og hitti systkini sín og móður á nýjan leik. Forsjáin greinilega í liði með þessum litla kettlingi. „Það er í raun og veru bara ótrúleg heppni að við höfum verið þarna inn á þessum parti að lýsa inn í þennan hlaðna vegg.“
Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira