Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Kristín Ólafsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 20. október 2020 13:47 Upptök skjálftans eru um fimm kílómetrum fyrir vestan jarðhitasvæðið við Seltún á Reykjanesi. Mjög stór jarðskjálfti varð um fimm kílómetrum vestan við jarðhitasvæðið hjá Seltúni á Reykjanesi klukkan 13:43 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu mældist skjálftinn 5,6 að stærð. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið og þeim fer fjölgandi. Fylgjast má með nýjustu fréttum af skjálftanum í vaktinni neðst í fréttinni. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að engin merki séu um gosóróa í tengslum við skjálftann. Þá höfðu um fimmtíu eftirskjálftar mælst nú á þriðja tímanum en allir talsvert minni en fyrsti skjálftinn. Kristín segir að Veðurstofu hafi sjaldan borist jafnmargar tilkynningar um jarðskjálfta og nú, enda hafi upptök hans verið svo skammt frá hinu þéttbýla höfuðborgarsvæði. Fréttastofu hafa einnig borist fjöldi ábendinga um að skjálftinn hafi verið einkar snarpur. Hann hefur fundist víða á höfuðborgarsvæðinu, sem og á Suðurnesjum, Snæfellsnesi, Vestmannaeyjum og jafnvel á Vestfjörðum. Lesendur Vísis lýsa áhrifum skjálftans í athugasemdum: „Vorum inni í bíl á bensínstöð í Garðabæ. Það var eins og það væri keyrt á okkur (högg) og svo vögguðum við þarna,“ segir Ágústa Erna Hilmarsdóttir. „Fann skjálftann VEL í Búðardal, það glamraði allt í hillum og kom þokkalegt högg á húsið,“ segir Sigríður Vigdís Þórðardóttir. „Ég hristist næstum fram úr rúminu hér í Seljahverfi,“ segir Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir í Breiðholtinu. „Ég hélt fast utanum sjónvarpið mitt!!!“ segir Magnús Skarphéðinsson í Reykjavík. Skjálftinn var afar snarpur og fannst víða á landinu.Veðurstofan Kristín segir að fimm skjálftar stærri en 5 hafi mælst á Reykjanesi síðan árið 1991. „Stærsti skjálftinn, sem var af svipaðri stærð og núna, var „triggeraður“ af Suðurlandsskjálftanum 17. júní árið 2000,“ segir Kristín. Þingmenn og forsætisráðherra á reiðiskjálfi Þingfundi var frestað þegar jarðskjálftinn reið yfir nú fyrir skömmu. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og gardínur fyrir aftan Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, fóru á hreyfingu. Umræður um störf Alþingis stóðu yfir og var Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í pontu að ræða breytingar á stjórnarskrá. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í viðtali við blaðamann Washington Post þegar jarðskjálftinn reið yfir í dag. Viðbrögð Katrínar við skjálftanum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:15. Fylgjast má með öllu því helsta af jarðskjálftanum í vaktinni hér fyrir neðan.
Mjög stór jarðskjálfti varð um fimm kílómetrum vestan við jarðhitasvæðið hjá Seltúni á Reykjanesi klukkan 13:43 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu mældist skjálftinn 5,6 að stærð. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið og þeim fer fjölgandi. Fylgjast má með nýjustu fréttum af skjálftanum í vaktinni neðst í fréttinni. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að engin merki séu um gosóróa í tengslum við skjálftann. Þá höfðu um fimmtíu eftirskjálftar mælst nú á þriðja tímanum en allir talsvert minni en fyrsti skjálftinn. Kristín segir að Veðurstofu hafi sjaldan borist jafnmargar tilkynningar um jarðskjálfta og nú, enda hafi upptök hans verið svo skammt frá hinu þéttbýla höfuðborgarsvæði. Fréttastofu hafa einnig borist fjöldi ábendinga um að skjálftinn hafi verið einkar snarpur. Hann hefur fundist víða á höfuðborgarsvæðinu, sem og á Suðurnesjum, Snæfellsnesi, Vestmannaeyjum og jafnvel á Vestfjörðum. Lesendur Vísis lýsa áhrifum skjálftans í athugasemdum: „Vorum inni í bíl á bensínstöð í Garðabæ. Það var eins og það væri keyrt á okkur (högg) og svo vögguðum við þarna,“ segir Ágústa Erna Hilmarsdóttir. „Fann skjálftann VEL í Búðardal, það glamraði allt í hillum og kom þokkalegt högg á húsið,“ segir Sigríður Vigdís Þórðardóttir. „Ég hristist næstum fram úr rúminu hér í Seljahverfi,“ segir Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir í Breiðholtinu. „Ég hélt fast utanum sjónvarpið mitt!!!“ segir Magnús Skarphéðinsson í Reykjavík. Skjálftinn var afar snarpur og fannst víða á landinu.Veðurstofan Kristín segir að fimm skjálftar stærri en 5 hafi mælst á Reykjanesi síðan árið 1991. „Stærsti skjálftinn, sem var af svipaðri stærð og núna, var „triggeraður“ af Suðurlandsskjálftanum 17. júní árið 2000,“ segir Kristín. Þingmenn og forsætisráðherra á reiðiskjálfi Þingfundi var frestað þegar jarðskjálftinn reið yfir nú fyrir skömmu. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og gardínur fyrir aftan Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, fóru á hreyfingu. Umræður um störf Alþingis stóðu yfir og var Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í pontu að ræða breytingar á stjórnarskrá. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í viðtali við blaðamann Washington Post þegar jarðskjálftinn reið yfir í dag. Viðbrögð Katrínar við skjálftanum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:15. Fylgjast má með öllu því helsta af jarðskjálftanum í vaktinni hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Reykjavík Grindavík Hafnarfjörður Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira