Brá við skjálftann en allir héldu ró sinni Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2020 14:25 Frá Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni. Jarðskjálftinn sem reið yfir klukkan 13:43 var 5,7 að stærð og átti upptök sín rúma fjóra kílómetra vestur af Krýsuvík samkvæmt óstaðfestum tölum Veðurstofunnar. Vallahverfi er sá hluti höfuðborgarsvæðisins sem er næst upptökunum. Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla, segir að hann hafi fundist mjög vel innandyra en síður utandyra. Byggingin hafi gengið aðeins til í hristingnum. Yngstu nemendurnir voru farnir heim þegar jarðskjálftinn reið yfir og flestir þeirra sem eru í lengri viðveru í skólanum voru úti að leik og urðu ekki mikið varir við jarðhræringarnar, að sögn Lars. Miðdeild, börn á aldrinum tíu til tólf ára, var aftur á móti á leiðinni út úr skólanum og fundu börnin vel fyrir skjálftanum. Lars segist hafa verið á fjarfundi þegar jarðskjálftinn dundi á og hafi strax farið fram á gang að hlúa að starfsfólki og nemendum en allt í lagi hafi verið með alla. „Það var öllum náttúrulega brugðið en alveg rólegir,“ segir skólastjórinn um viðbrögð nemenda og kennara. Lars segist ekki hafa fundið fyrir öðrum eins jarðskjálfta í skólanum. Sérstaklega hafi hann varað lengi. Engir lausamunir hafi þó farið á hreyfingu. „Nú eru nemendur bara úti að leika að sér og allt í góðu,“ segir hann. Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16 Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11 Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni. Jarðskjálftinn sem reið yfir klukkan 13:43 var 5,7 að stærð og átti upptök sín rúma fjóra kílómetra vestur af Krýsuvík samkvæmt óstaðfestum tölum Veðurstofunnar. Vallahverfi er sá hluti höfuðborgarsvæðisins sem er næst upptökunum. Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla, segir að hann hafi fundist mjög vel innandyra en síður utandyra. Byggingin hafi gengið aðeins til í hristingnum. Yngstu nemendurnir voru farnir heim þegar jarðskjálftinn reið yfir og flestir þeirra sem eru í lengri viðveru í skólanum voru úti að leik og urðu ekki mikið varir við jarðhræringarnar, að sögn Lars. Miðdeild, börn á aldrinum tíu til tólf ára, var aftur á móti á leiðinni út úr skólanum og fundu börnin vel fyrir skjálftanum. Lars segist hafa verið á fjarfundi þegar jarðskjálftinn dundi á og hafi strax farið fram á gang að hlúa að starfsfólki og nemendum en allt í lagi hafi verið með alla. „Það var öllum náttúrulega brugðið en alveg rólegir,“ segir skólastjórinn um viðbrögð nemenda og kennara. Lars segist ekki hafa fundið fyrir öðrum eins jarðskjálfta í skólanum. Sérstaklega hafi hann varað lengi. Engir lausamunir hafi þó farið á hreyfingu. „Nú eru nemendur bara úti að leika að sér og allt í góðu,“ segir hann.
Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16 Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11 Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16
Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11
Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47