Vafasöm COVID-umræða í gangi; staðir smita ekki, heldur menn Ole Anton Bieltvedt skrifar 21. október 2020 13:02 Í gær eða fyrradag lagði sóttvarnalæknir að heilbrigðisráðherra með það, að líkamsræktarstövum yrði lokað. Ástæðan var sú, að fyrir nokkru hefðu komið upp tiltekinn fjöldi smita á líkamsræktarstöðvum, sem síðan hefði valdið öðrum smitum. Fyrir mér var þetta vafasamur málflutningur; verustaðir, vinnustaðir eða þjónustustaðir, sem slíkir, smita ekki. Það er bara fólk, sem smitar fólk. Auðvitað kann hættan að vera meiri, þar sem fleiri koma saman, en, í reynd, snýst þetta ekki um fjölda, heldur framferði; nota menn andlitsgrímur, eins og frekast er unnt, halda menn fjarlægð, er loftræsting góð, er fyllsta hreinlætis gætt? Þetta eru ráðandi atriði. Við getum tekið flugvélar, þar sem mikið er af fólki og oft þétt setið - hver upp í öðrum - tímum saman, en a) grímuskylda gildir b) loftræsting er góð. Ekki hefur komið framan, að menn hafi smitast mikið þar, en undirritaður var sjálfur í fjórum svona flugum nýlega. Hin hlið málsins Það kom fram í fréttum, að jafnvel fleiri stundi líkamsrækt í líkamsræktarstöðvum höfuðborgarsvæðisins, en nemendur skóla eru á svæðinu, og, ef þetta er rétt, þá sýnir það, hversu líkamsrækt er mörgum mikilvæg, og, auðvitað, er hún afar dýrmæt fyrir almennt heilsufar. Líkamsrækt er að sjálfsögðu af hinu góða og hluti af því heilbrigða líferni, sem æskilegt er, að þjóðin ástundi. Af þessu má sjá, að sóttvarnalæknir virðist fátt sjá, nema COVID, og það - fyrir mér - með þröngum sjónarvinkli, heldur ekki önnur heilbrigðismál, eins og hér. Sem betur fer tók heilbrigðisráðherra loks af skarið Í fyrstu bylgju, sem var auðvitað mjög alvarleg og illviðráðanleg, enda urðu þá 7 af hverjum 100, sem smituðust, að fara á spítala, og margir í gjörgæzlu, fyrir utan það, að 10 létust, sem var auðvitað það alvarlegasta, þá var eðlilegt, að ráðherra og ríkisstjórn létu sóttvarnasjónarmið ráða, á kostnað nánast alls annars. En nú, í annari bylgju, sem er miklu veikari, aðeins 2 af hverjum 100 þurfa á innlögn að halda, örfáir fara á gjörgæzlu og aðeins 1 hefur látizt, verður vitaskuld að skoða heildarmyndina í vaxandi mæli; ekki aðeins það litla myndbrot mann- og atvinnulífs, sem COVID er. Það var því mikið gleðiefni að sjá, að Svandís Svararsdóttir ákvað nú loks, að taka stjórnvölinn í sínar hendur, og stjórna á grundvelli samræmis og skv. stærri mynd, en bara COVID. Nú þarf hún og ríkisstjórn, að yfirtaka heildarstjórnun, eins og þau voru kjörin til, sóttvarnalæknir heldur auðvitað áfram, að koma með sínar tillögur, eins og hann var ráðinn til, en vonandi fara þær smám saman meira yfir á grundvöll meðalhófs og samræmis. Og, ekki stóð á sumum fjölmiðlum að taka þátt í ruglinu Þegar ráðherra ákvað að fylgja sinni dómgreind og vinna á grundvelli samræmis og meðalhófs, snéru sumir fjölmiðlar sér að ráðherra nánast með ásökunum fyrir það, að hafa ekki fylgt tillögum sóttvarnalæknis. Sumir virðast halda að hann sé nýr kóngur landsins. Í þessu sambandi verður að vekja athygli á því, hversu passívur fréttaflutningur sumra fjölmiðla hefur verið í COVID-málum, meira páfagauks fréttaflutningur, en gagnrýninn og krefjandi fréttaflutningur, eins og fyllstu efni standa til, enda margur fréttamaðurinn fremur ungur, að því er virðist lítið reyndur, og, það, sem verst er; margur fréttamaðurinn virðist lítið skoða eða rannsaka málin, þannig, að hann geti byggt um eiginn vitneskju og þekkingu og krafið sóttvarnalækni og stjórnvöld svara og skýringa á sterkum þekkingarlegum grunni. Sannast þetta bezt á ruglinu um þriðju bylgjuna, sem engin er; við eru enn í annari bylgju. Auðvitað eru frá þessu vanhöldum fréttamanna góðar undan-tekningar, þar sem öflugir fréttamenn eru á ferð og láta sterkleg að sér kveða. „Thank god“. Frekari dæmi um veikingu veirunnar Í gær var það í fréttum, að 5 íbúar á öldrunarheimilinu Eir, væntanlega fólk á áttræðis- eða níræðisaldri, hefði smitast af COVID, án þess að fá afgerandi einkenni eða veikjast alvarlega. Í fyrstu bylgju er hætt við, að þetta hefði getað farið verr, en, sem betur fer, hefur veiran mildast mikið, þannig, að jafnvel þessi aldurshópur, sem er talinn í mestri hættu, slapp áffallalítið frá veirunni. Eins var það í fréttum, að togari hefði komið að landi, með 19 smitaða sjómenn, eftir margra vikna útilegu, og, að enginn hefði veikst alvarlega. Áður hafði komið fram hjá Íslenskri erfðagreiningu, að helmingur smitaðra, nú í annari bylgju, væri einkennalaus. Það hlýtur að fara að koma að því, að sóttvarnalæknir og ráðamenn - hér og annars staðar - fari að skilja, að fjöldi smita, einn sér, hefur litla þýðingu, heldur aðeins fjöldi þeirra, sem veikjast alvarlega, svo og dauðsföll, en þetta hvorttveggja er, nú í annari bylgju, vart svipur hjá sjón, miðað við það, sem var í fyrstu bylgju. Samkomutakmarkanir ekki endilega af hinu góða 11 veitingamenn í Berlin kærðu opnunar- og afgreiðslu-takmarkanir til dómsstóla þar. Dómur gekk þeim í vil og voru þessar takmarkanir sjórnvalda þar felldar úr gildi. Rökin skildust mér vera þessi: Annars vegar var hér gengið á rétt fólks til samkomu, samveru og athafna, og, hins vegar - og það var fyrir mér stóra málið - taldi dómstóllinn, að smithætta væri í raun minni á veitingastað, eða bar, þar sem grímuskylda, fjarlægðatakmarkanir og faglegar sóttvarnir giltu, enda strangt eftirlit með þeim, en heima fyrir, ef menn væru „hraktir“ þangað, frá veitingastöðum og börum, löngu áður en samveruvilja og samverugleði hefði verið fullnægt; einmitt heimapartí og einkasamkvæmi, þar sem engar reglur giltu og ekkert eftirlit væri, væru helztu smitmiðstöðvarnar (hot spots). Það eru 6 hliðar á teningnum. Höfundur er formaður ÍslandiAllt, félagasamtaka um samfélagsmál og betra jarðlíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Í gær eða fyrradag lagði sóttvarnalæknir að heilbrigðisráðherra með það, að líkamsræktarstövum yrði lokað. Ástæðan var sú, að fyrir nokkru hefðu komið upp tiltekinn fjöldi smita á líkamsræktarstöðvum, sem síðan hefði valdið öðrum smitum. Fyrir mér var þetta vafasamur málflutningur; verustaðir, vinnustaðir eða þjónustustaðir, sem slíkir, smita ekki. Það er bara fólk, sem smitar fólk. Auðvitað kann hættan að vera meiri, þar sem fleiri koma saman, en, í reynd, snýst þetta ekki um fjölda, heldur framferði; nota menn andlitsgrímur, eins og frekast er unnt, halda menn fjarlægð, er loftræsting góð, er fyllsta hreinlætis gætt? Þetta eru ráðandi atriði. Við getum tekið flugvélar, þar sem mikið er af fólki og oft þétt setið - hver upp í öðrum - tímum saman, en a) grímuskylda gildir b) loftræsting er góð. Ekki hefur komið framan, að menn hafi smitast mikið þar, en undirritaður var sjálfur í fjórum svona flugum nýlega. Hin hlið málsins Það kom fram í fréttum, að jafnvel fleiri stundi líkamsrækt í líkamsræktarstöðvum höfuðborgarsvæðisins, en nemendur skóla eru á svæðinu, og, ef þetta er rétt, þá sýnir það, hversu líkamsrækt er mörgum mikilvæg, og, auðvitað, er hún afar dýrmæt fyrir almennt heilsufar. Líkamsrækt er að sjálfsögðu af hinu góða og hluti af því heilbrigða líferni, sem æskilegt er, að þjóðin ástundi. Af þessu má sjá, að sóttvarnalæknir virðist fátt sjá, nema COVID, og það - fyrir mér - með þröngum sjónarvinkli, heldur ekki önnur heilbrigðismál, eins og hér. Sem betur fer tók heilbrigðisráðherra loks af skarið Í fyrstu bylgju, sem var auðvitað mjög alvarleg og illviðráðanleg, enda urðu þá 7 af hverjum 100, sem smituðust, að fara á spítala, og margir í gjörgæzlu, fyrir utan það, að 10 létust, sem var auðvitað það alvarlegasta, þá var eðlilegt, að ráðherra og ríkisstjórn létu sóttvarnasjónarmið ráða, á kostnað nánast alls annars. En nú, í annari bylgju, sem er miklu veikari, aðeins 2 af hverjum 100 þurfa á innlögn að halda, örfáir fara á gjörgæzlu og aðeins 1 hefur látizt, verður vitaskuld að skoða heildarmyndina í vaxandi mæli; ekki aðeins það litla myndbrot mann- og atvinnulífs, sem COVID er. Það var því mikið gleðiefni að sjá, að Svandís Svararsdóttir ákvað nú loks, að taka stjórnvölinn í sínar hendur, og stjórna á grundvelli samræmis og skv. stærri mynd, en bara COVID. Nú þarf hún og ríkisstjórn, að yfirtaka heildarstjórnun, eins og þau voru kjörin til, sóttvarnalæknir heldur auðvitað áfram, að koma með sínar tillögur, eins og hann var ráðinn til, en vonandi fara þær smám saman meira yfir á grundvöll meðalhófs og samræmis. Og, ekki stóð á sumum fjölmiðlum að taka þátt í ruglinu Þegar ráðherra ákvað að fylgja sinni dómgreind og vinna á grundvelli samræmis og meðalhófs, snéru sumir fjölmiðlar sér að ráðherra nánast með ásökunum fyrir það, að hafa ekki fylgt tillögum sóttvarnalæknis. Sumir virðast halda að hann sé nýr kóngur landsins. Í þessu sambandi verður að vekja athygli á því, hversu passívur fréttaflutningur sumra fjölmiðla hefur verið í COVID-málum, meira páfagauks fréttaflutningur, en gagnrýninn og krefjandi fréttaflutningur, eins og fyllstu efni standa til, enda margur fréttamaðurinn fremur ungur, að því er virðist lítið reyndur, og, það, sem verst er; margur fréttamaðurinn virðist lítið skoða eða rannsaka málin, þannig, að hann geti byggt um eiginn vitneskju og þekkingu og krafið sóttvarnalækni og stjórnvöld svara og skýringa á sterkum þekkingarlegum grunni. Sannast þetta bezt á ruglinu um þriðju bylgjuna, sem engin er; við eru enn í annari bylgju. Auðvitað eru frá þessu vanhöldum fréttamanna góðar undan-tekningar, þar sem öflugir fréttamenn eru á ferð og láta sterkleg að sér kveða. „Thank god“. Frekari dæmi um veikingu veirunnar Í gær var það í fréttum, að 5 íbúar á öldrunarheimilinu Eir, væntanlega fólk á áttræðis- eða níræðisaldri, hefði smitast af COVID, án þess að fá afgerandi einkenni eða veikjast alvarlega. Í fyrstu bylgju er hætt við, að þetta hefði getað farið verr, en, sem betur fer, hefur veiran mildast mikið, þannig, að jafnvel þessi aldurshópur, sem er talinn í mestri hættu, slapp áffallalítið frá veirunni. Eins var það í fréttum, að togari hefði komið að landi, með 19 smitaða sjómenn, eftir margra vikna útilegu, og, að enginn hefði veikst alvarlega. Áður hafði komið fram hjá Íslenskri erfðagreiningu, að helmingur smitaðra, nú í annari bylgju, væri einkennalaus. Það hlýtur að fara að koma að því, að sóttvarnalæknir og ráðamenn - hér og annars staðar - fari að skilja, að fjöldi smita, einn sér, hefur litla þýðingu, heldur aðeins fjöldi þeirra, sem veikjast alvarlega, svo og dauðsföll, en þetta hvorttveggja er, nú í annari bylgju, vart svipur hjá sjón, miðað við það, sem var í fyrstu bylgju. Samkomutakmarkanir ekki endilega af hinu góða 11 veitingamenn í Berlin kærðu opnunar- og afgreiðslu-takmarkanir til dómsstóla þar. Dómur gekk þeim í vil og voru þessar takmarkanir sjórnvalda þar felldar úr gildi. Rökin skildust mér vera þessi: Annars vegar var hér gengið á rétt fólks til samkomu, samveru og athafna, og, hins vegar - og það var fyrir mér stóra málið - taldi dómstóllinn, að smithætta væri í raun minni á veitingastað, eða bar, þar sem grímuskylda, fjarlægðatakmarkanir og faglegar sóttvarnir giltu, enda strangt eftirlit með þeim, en heima fyrir, ef menn væru „hraktir“ þangað, frá veitingastöðum og börum, löngu áður en samveruvilja og samverugleði hefði verið fullnægt; einmitt heimapartí og einkasamkvæmi, þar sem engar reglur giltu og ekkert eftirlit væri, væru helztu smitmiðstöðvarnar (hot spots). Það eru 6 hliðar á teningnum. Höfundur er formaður ÍslandiAllt, félagasamtaka um samfélagsmál og betra jarðlíf.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun