Allir skipverjarnir nema einn yfirgefa togarann Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. október 2020 15:33 Skipverjarnir fóru í sýnatöku í gær. Niðurstöður úr henni bárust í hádeginu í dag. Vísir/Hafþór Skipverjarnir 25 á Júlíusi Geirmundssyni hafa fengið leyfi til að yfirgefa skipið og munu allir nema einn gera það í dag. Níu skipverjar hafa jafnað sig af kórónuveirunni og eru með mótefni en þrettán eru smitaðir og þurfa að vera í einangrun áfram, samkvæmt niðurstöðum sýnatöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða nú síðdegis. Júlíus Geirmundsson kom til hafnar á Ísafirði á sunnudag til að taka olíu. Skipverjar fóru þá í sýnatöku vegna mögulegs kórónuveirusmits. Ekki var beðið eftir niðurstöðum úr sýnatökunni heldur haldið aftur á haf út. Þegar í ljós kom að stór hluti hópsins væri með veiruna var siglt til baka og komið til hafnar á Ísafirði í hádegi í gær. Skipverjarnir hafa dvalið í skipinu síðan. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að ættingjum skipverja hafi ekki staðið á sama um þá ráðstöfun. Umdæmislæknir sóttvarna hefur nú gefið leyfi fyrir því að skipverjarnir yfirgefi skipið en með skilyrðum, að því er segir í tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Niðurstöður sýnatöku frá í gær bárust í hádeginu og þar kom í ljós að níu skipverjar hafi jafnað sig á veikindunum, eru með mótefni og því frjálsir ferða sinna. Þrettán eru smitaðir og þurfa að vera í einangrun áfram. Þrír eru hvorki smitaðir né með mótefni og þurfa því að sæta sóttkví. Fimm skipverjanna fara í farsóttarhús í nágrenni Ísafjarðar sem sett verður upp af þessu tilefni. Aðrir fara til síns heima eða í íbúðir á eigin vegum víða um land. Einn verður eftir um borð í skipinu. „Vettvangsstjórn og aðgerðastjórn hefur verið virkjuð við uppsetningu farsóttahússins, flutning á fólki og annað sem tengist málinu. Samráð hefur verið haft við sóttvarnalækni, Sjúkratryggingar Íslands, Rauða kross Íslands og fleiri,“ segir í tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, vildi ekki svara því í samtali við Vísi í dag hvers vegna ekki var farið í land þegar fór að bera á veikindum meðal skipverja. Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Vill ekki svara hvers vegna skipinu var ekki snúið við Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf, sem gerir út Júlíus Geirmundsson ÍS 270, vill ekki svara því hvers vegna ekki var farið í land þegar fór að bera á veikindum meðal skipverja. 21. október 2020 14:12 Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14 Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Skipverjarnir 25 á Júlíusi Geirmundssyni hafa fengið leyfi til að yfirgefa skipið og munu allir nema einn gera það í dag. Níu skipverjar hafa jafnað sig af kórónuveirunni og eru með mótefni en þrettán eru smitaðir og þurfa að vera í einangrun áfram, samkvæmt niðurstöðum sýnatöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða nú síðdegis. Júlíus Geirmundsson kom til hafnar á Ísafirði á sunnudag til að taka olíu. Skipverjar fóru þá í sýnatöku vegna mögulegs kórónuveirusmits. Ekki var beðið eftir niðurstöðum úr sýnatökunni heldur haldið aftur á haf út. Þegar í ljós kom að stór hluti hópsins væri með veiruna var siglt til baka og komið til hafnar á Ísafirði í hádegi í gær. Skipverjarnir hafa dvalið í skipinu síðan. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að ættingjum skipverja hafi ekki staðið á sama um þá ráðstöfun. Umdæmislæknir sóttvarna hefur nú gefið leyfi fyrir því að skipverjarnir yfirgefi skipið en með skilyrðum, að því er segir í tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Niðurstöður sýnatöku frá í gær bárust í hádeginu og þar kom í ljós að níu skipverjar hafi jafnað sig á veikindunum, eru með mótefni og því frjálsir ferða sinna. Þrettán eru smitaðir og þurfa að vera í einangrun áfram. Þrír eru hvorki smitaðir né með mótefni og þurfa því að sæta sóttkví. Fimm skipverjanna fara í farsóttarhús í nágrenni Ísafjarðar sem sett verður upp af þessu tilefni. Aðrir fara til síns heima eða í íbúðir á eigin vegum víða um land. Einn verður eftir um borð í skipinu. „Vettvangsstjórn og aðgerðastjórn hefur verið virkjuð við uppsetningu farsóttahússins, flutning á fólki og annað sem tengist málinu. Samráð hefur verið haft við sóttvarnalækni, Sjúkratryggingar Íslands, Rauða kross Íslands og fleiri,“ segir í tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, vildi ekki svara því í samtali við Vísi í dag hvers vegna ekki var farið í land þegar fór að bera á veikindum meðal skipverja.
Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Vill ekki svara hvers vegna skipinu var ekki snúið við Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf, sem gerir út Júlíus Geirmundsson ÍS 270, vill ekki svara því hvers vegna ekki var farið í land þegar fór að bera á veikindum meðal skipverja. 21. október 2020 14:12 Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14 Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Vill ekki svara hvers vegna skipinu var ekki snúið við Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf, sem gerir út Júlíus Geirmundsson ÍS 270, vill ekki svara því hvers vegna ekki var farið í land þegar fór að bera á veikindum meðal skipverja. 21. október 2020 14:12
Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14
Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11