Endurtekin sóttkví barna áhyggjuefni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. október 2020 22:31 Óalgengt er að börn veikist alvarlega af kórónuveirunni og almennt vara veikindin stutt, að sögn Valtýs Thors Stefánssonar barnasmitsjúkdómalæknis á barnaspítalanum. Endurtekin sóttkví sé hins vegar áhyggjuefni enda íþyngjandi fyrir börn og fjölskyldur. Ríflega 220 börn eru nú í einangrun með kórónuveirusmit. „Við höfum alveg séð krakka sem verða lasin, eins og fullorðna, en þá sérstaklega unglinga sem verða veikir og fá háan hita og líður bölvanlega. En ekkert þeirra náð því stigi að þurfa innlögn á spítala eða meðhöndlun með einhverjum sértækum lyfjum við Covid-sýkingu,“ segir Valtýr. „En við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að það er mjög fátítt að börnin veikist alvarlega.“ Þau börn sem fá einkenni fá hefðbundin flensueinkenni; kvef, hósta og hita, en þau hressast almennt á þremur til fjórum dögum. Þau þurfa þó alltaf að vera í einangrun í tvær vikur. „Það má kannski halda það að sumum þyki það of langt, sérstaklega fyrir þá sem eru algjörlega einkennalausir. Og sum lönd í kringum okkur hafa verið með styttri tíma í einangrun fyrir þá sem eru einkennalausir. Það getur vel verið að það muni verða síðar meir hjá okkur, þegar við erum komin með betri upplýsingar þess eðlis,“ segir hann. „En grundvallar spurningin er samt hvað er best fyrir almannaheill og hingað til hefur það verið talið besta leiðin til þess að hamla útbreiðslu.“ Þá sé sóttkví ekki síður íþyngjandi. „Það er vissulega eitthvað sem við höfum haft áhyggjur af. Hvernig verður útkoman úr slíkum endurteknum sóttkvíum og fjarvistum frá skóla. Við vitum hreinlega ekki nægilega mikið um það til þess að geta svarað því á þessari stundu hvaða áhrif það hefur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Óalgengt er að börn veikist alvarlega af kórónuveirunni og almennt vara veikindin stutt, að sögn Valtýs Thors Stefánssonar barnasmitsjúkdómalæknis á barnaspítalanum. Endurtekin sóttkví sé hins vegar áhyggjuefni enda íþyngjandi fyrir börn og fjölskyldur. Ríflega 220 börn eru nú í einangrun með kórónuveirusmit. „Við höfum alveg séð krakka sem verða lasin, eins og fullorðna, en þá sérstaklega unglinga sem verða veikir og fá háan hita og líður bölvanlega. En ekkert þeirra náð því stigi að þurfa innlögn á spítala eða meðhöndlun með einhverjum sértækum lyfjum við Covid-sýkingu,“ segir Valtýr. „En við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að það er mjög fátítt að börnin veikist alvarlega.“ Þau börn sem fá einkenni fá hefðbundin flensueinkenni; kvef, hósta og hita, en þau hressast almennt á þremur til fjórum dögum. Þau þurfa þó alltaf að vera í einangrun í tvær vikur. „Það má kannski halda það að sumum þyki það of langt, sérstaklega fyrir þá sem eru algjörlega einkennalausir. Og sum lönd í kringum okkur hafa verið með styttri tíma í einangrun fyrir þá sem eru einkennalausir. Það getur vel verið að það muni verða síðar meir hjá okkur, þegar við erum komin með betri upplýsingar þess eðlis,“ segir hann. „En grundvallar spurningin er samt hvað er best fyrir almannaheill og hingað til hefur það verið talið besta leiðin til þess að hamla útbreiðslu.“ Þá sé sóttkví ekki síður íþyngjandi. „Það er vissulega eitthvað sem við höfum haft áhyggjur af. Hvernig verður útkoman úr slíkum endurteknum sóttkvíum og fjarvistum frá skóla. Við vitum hreinlega ekki nægilega mikið um það til þess að geta svarað því á þessari stundu hvaða áhrif það hefur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira