Innlent

Réðst á nágrannakonu í heimahúsi í Hafnarfirði

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá höfninni í Hafnarfirði. Árásin átti sér stað í Hellnahverfi. 
Frá höfninni í Hafnarfirði. Árásin átti sér stað í Hellnahverfi.  Vísir/Vilhelm

Karlmaður var handtekinn fyrir að ráðast á nágrannakonu sína í heimahúsi í Norðurhellu í Hafnarfirði í kvöld. Konan var flutt með minniháttar áverka til aðhlynningar á slysadeild samkvæmt upplýsingum lögreglu.

Tilkynnt var um líkamsárás skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Vegfarandi sem átti leið um Reykjanesbraut sagði Vísi að þá hefði hann séð nokkurn fjölda lögreglu- og sjúkrabíla við Vallahverfi í Hafnarfirði. Skúli Jónsson, yfirlögregluþjónn og stöðvarstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, segir að tilkynningin hafi verið óljós og að árásin hafi ekki reynst eins alvarleg og talið var í fyrstu.

Maðurinn sem var handtekinn er talinn hafa slegið til konunnar sem hlaut af því höfuðáverka sem Skúli segir að sé ekki talinn alvarlegur. Fólkið segir hann nágranna í húsi í Norðurhellu. Málið er til rannsóknar og sá handtekni bíður yfirheyrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×