Biðst afsökunar og lokar Sporthúsinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2020 16:34 Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins. Eigandi Sporthússins, líkamsræktarstöð í Kópavogi, hefur tekið þá ákvörðun að loka stöðinni tímabundið vegna mikillar og almennrar óánægju í samfélaginu með opnun líkamsræktarstöðva. Stöðin hefur boðið upp á hóptíma undanfarna þrjá daga. Hann segist með ákvörðuninni axla ábyrgð og loka stöðinni með almannahag í huga. Heilbrigðisráðherra heimilaði hóptíma í líkamsræktarstöðvum í reglugerð sinni á þriðjudag í andstöðu við tilmæli sóttvarnalæknis. Fleiri stöðvar höfðu ákveðið að bjóða ekki upp á hóptíma þrátt fyrir að reglugerð ráðherra heimilaði það og vísuðu til samfélagslegrar ábyrgðar. World Class, stærsta líkamsræktarkeðja landsins, býður upp á hóptíma auk fleiri minni stöðva víðs vegar um landið. „Mikil og almenn óánægja er í samfélaginu yfir því að Sporthúsið skuli hafa nýtt þá heimild sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra og opnað fyrir hóptíma, en ekki farið að tilmælum sóttvarnalæknis, þrátt fyrir að í minnisblaði hans til ráðherra hafi verið lagt til að tilteknar íþróttir gætu hafið starf með takmörkunum, svo sem CrossFit og jóga. Í ljósi þessa tel ég að ekki hafi verið rétt að svo stöddu að opna Sporthúsið, CrossFit, BootCamp, SuperForm og aðra starfsemi hjá okkur sem kennd er í hópum,“ segir Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins. Ýmsir hafa gagnrýnt heimild líkamsræktarstöðva til að bjóða upp á hóptíma. Þeirra á meðal Björk Jakobsdóttir leikstjóri. „Vegna skilaboða sóttvarnalæknis gegnum fjölmiðla og þeirrar miklu sundrungar sem virðist vera í samfélaginu vegna opnunar líkamsræktarstöðva hef ég ákveðið að axla ábyrgð og loka starfsemi okkar aftur, í von um að það sé rétt ákvörðun fyrir almannahag.“ Lokunin taki gildi frá og með morgundeginum. 23. október. „Ég biðst innilega afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hringl hefur valdið og vona að við komumst í sameiningu gegnum þessa bylgju Covid-19 veirunnar sem allra fyrst.“ Þröstur bætir við að þrátt fyrir gríðarlegan fjölda heimsókn í Sporthúsið frá því að Covid-19 hófst viti hann ekki til þess að neitt smit megi rekja til Sporthússins. „Öll umræða um líkamsræktarstöðvar sem gróðrarstíu Covid-19 á því að mínu mati ekki við um okkar starfsemi, enda höfum við og viðskiptavinir okkar lagt gríðarlega hart að okkur við að gæta að ýtrustu sóttvörnum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Kópavogur Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Eigandi Sporthússins, líkamsræktarstöð í Kópavogi, hefur tekið þá ákvörðun að loka stöðinni tímabundið vegna mikillar og almennrar óánægju í samfélaginu með opnun líkamsræktarstöðva. Stöðin hefur boðið upp á hóptíma undanfarna þrjá daga. Hann segist með ákvörðuninni axla ábyrgð og loka stöðinni með almannahag í huga. Heilbrigðisráðherra heimilaði hóptíma í líkamsræktarstöðvum í reglugerð sinni á þriðjudag í andstöðu við tilmæli sóttvarnalæknis. Fleiri stöðvar höfðu ákveðið að bjóða ekki upp á hóptíma þrátt fyrir að reglugerð ráðherra heimilaði það og vísuðu til samfélagslegrar ábyrgðar. World Class, stærsta líkamsræktarkeðja landsins, býður upp á hóptíma auk fleiri minni stöðva víðs vegar um landið. „Mikil og almenn óánægja er í samfélaginu yfir því að Sporthúsið skuli hafa nýtt þá heimild sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra og opnað fyrir hóptíma, en ekki farið að tilmælum sóttvarnalæknis, þrátt fyrir að í minnisblaði hans til ráðherra hafi verið lagt til að tilteknar íþróttir gætu hafið starf með takmörkunum, svo sem CrossFit og jóga. Í ljósi þessa tel ég að ekki hafi verið rétt að svo stöddu að opna Sporthúsið, CrossFit, BootCamp, SuperForm og aðra starfsemi hjá okkur sem kennd er í hópum,“ segir Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins. Ýmsir hafa gagnrýnt heimild líkamsræktarstöðva til að bjóða upp á hóptíma. Þeirra á meðal Björk Jakobsdóttir leikstjóri. „Vegna skilaboða sóttvarnalæknis gegnum fjölmiðla og þeirrar miklu sundrungar sem virðist vera í samfélaginu vegna opnunar líkamsræktarstöðva hef ég ákveðið að axla ábyrgð og loka starfsemi okkar aftur, í von um að það sé rétt ákvörðun fyrir almannahag.“ Lokunin taki gildi frá og með morgundeginum. 23. október. „Ég biðst innilega afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hringl hefur valdið og vona að við komumst í sameiningu gegnum þessa bylgju Covid-19 veirunnar sem allra fyrst.“ Þröstur bætir við að þrátt fyrir gríðarlegan fjölda heimsókn í Sporthúsið frá því að Covid-19 hófst viti hann ekki til þess að neitt smit megi rekja til Sporthússins. „Öll umræða um líkamsræktarstöðvar sem gróðrarstíu Covid-19 á því að mínu mati ekki við um okkar starfsemi, enda höfum við og viðskiptavinir okkar lagt gríðarlega hart að okkur við að gæta að ýtrustu sóttvörnum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Kópavogur Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira