Forsætisráðherra í þriðja sinn og heitir umbótum Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2020 19:20 Saad Hariri, forsætisráðherra Líbanon, segist ætla að mynda nýja ríkisstjórn fljótt. AP/Hussein Malla Ráðamenn í Líbanon hafa skipað Saad Hariri aftur í embætti forsætisráðherra. Hann sagði af sér í byrjun þessa árs vegna umfangsmikilla mótmæla í landinu og ákalla eftir lýðræðisumbótum. Hariri gegndi einnig embættinu á árunum 2009 til 2011. Líbanon gengur nú í gegnum margskonar krísur og vandræði sem má að miklu leyti rekja til spillingar og vanstjórnar. Efnahagur landsins stendur verulega höllum fæti og það sama má segja um stjórnkerfi landsins. Við það bætist svo veruleg andstaða íbúa Líbanon við ráðandi fylkingar þar í landi, sem hafa stjórnað um áraskeið. Þær sömu ráðandi fylkingar og hafa nú gert hinn fimmtíu ára gamla Hariri forsætisráðherra í þriðja skiptið en þetta er í fjórða sinn sem hann myndar ríkisstjórn. Í ræðu Hariri eftir að hann var skipaður í embætti sagðist hann fljótt ætla að stofna ríkisstjórn skipaða sérfræðingum eða tæknikrötum. Hann sagði það nauðsynlegt því tíminn væri að renna út fyrir Líbanon og þetta væri mögulega síðasta tækifærið til að bjarga ríkinu, samkvæmt frétt CNN. Hann sagði að ríkisstjórn hans yrði ekki pólitísk og markmið hennar væri að gera umfangsmiklar umbætur. Þingmeirihluti landsins, sem nýtur stuðnings Hezbollah, hefur lýst sig mótfallinn því að stofna ríkisstjórn tæknikrata. Hassan Diab, síðasti forsætisráðherra Líbanon, sagði af sér í sumar eftir að gríðarstór og mannskæð sprenging varð í höfn Beirút. Þegar Diab sagði af sér sagðist hann hafa komist að þeirri niðurstöðu að spillingin í Líbanon væri „stærri en ríkið“. Hariri er súnnímúslimi, en samkvæmt samkomulagi um valdaskiptingu í landinu skal forseti landsins vera kristinn, forsætisráðherrann súnnímúslimi og forseti þingsins sjíamúslimi. Þessi skipting er meðal þess sem mótmælendur í Líbanon hafa krafist að verði breytt. Köllum íbúa eftir umbótum hefur hingað til ekki verið svarað. Samkvæmt frétt Guardian hafa ráðandi öfl í landinu frekar þráast við og sett sig gegn umbótum, bæði efnahagslegum og stjórnarfarslegum. Staða landsins hefur versnað töluvert frá því í sumar. Ríkið hefur ekki getað borgað afborganir af miklum lánum sínum og skortur hefur myndast á ýmsum nauðsynjum eins og eldsneyti og hveiti. Þar að auki hefur gjaldmiðill landsins tapað um 80 prósentum af verðmæti sínu og óðaverðbólga hefur leitt til mikilla verðhækkana. Líbanon Tengdar fréttir Ísrael og Líbanon hefja viðræður um umdeilt hafsvæði Yfirvöld í Ísrael og Líbanon hafa samþykkt að hefja viðræður sem ætlað er að binda enda á deilur um lögsögu ríkjanna. 1. október 2020 16:53 Ríkisstjórnarmyndun í Líbanon farin út um þúfur Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa. 26. september 2020 13:58 Konur í Beirút berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi Konur og stúlkur í Líbanon berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar í Beirút , COVID-19 og djúpstæð efnahagskreppa veikja stöðu kvenna og stúlkna. 4. september 2020 14:00 Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. 31. ágúst 2020 23:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Ráðamenn í Líbanon hafa skipað Saad Hariri aftur í embætti forsætisráðherra. Hann sagði af sér í byrjun þessa árs vegna umfangsmikilla mótmæla í landinu og ákalla eftir lýðræðisumbótum. Hariri gegndi einnig embættinu á árunum 2009 til 2011. Líbanon gengur nú í gegnum margskonar krísur og vandræði sem má að miklu leyti rekja til spillingar og vanstjórnar. Efnahagur landsins stendur verulega höllum fæti og það sama má segja um stjórnkerfi landsins. Við það bætist svo veruleg andstaða íbúa Líbanon við ráðandi fylkingar þar í landi, sem hafa stjórnað um áraskeið. Þær sömu ráðandi fylkingar og hafa nú gert hinn fimmtíu ára gamla Hariri forsætisráðherra í þriðja skiptið en þetta er í fjórða sinn sem hann myndar ríkisstjórn. Í ræðu Hariri eftir að hann var skipaður í embætti sagðist hann fljótt ætla að stofna ríkisstjórn skipaða sérfræðingum eða tæknikrötum. Hann sagði það nauðsynlegt því tíminn væri að renna út fyrir Líbanon og þetta væri mögulega síðasta tækifærið til að bjarga ríkinu, samkvæmt frétt CNN. Hann sagði að ríkisstjórn hans yrði ekki pólitísk og markmið hennar væri að gera umfangsmiklar umbætur. Þingmeirihluti landsins, sem nýtur stuðnings Hezbollah, hefur lýst sig mótfallinn því að stofna ríkisstjórn tæknikrata. Hassan Diab, síðasti forsætisráðherra Líbanon, sagði af sér í sumar eftir að gríðarstór og mannskæð sprenging varð í höfn Beirút. Þegar Diab sagði af sér sagðist hann hafa komist að þeirri niðurstöðu að spillingin í Líbanon væri „stærri en ríkið“. Hariri er súnnímúslimi, en samkvæmt samkomulagi um valdaskiptingu í landinu skal forseti landsins vera kristinn, forsætisráðherrann súnnímúslimi og forseti þingsins sjíamúslimi. Þessi skipting er meðal þess sem mótmælendur í Líbanon hafa krafist að verði breytt. Köllum íbúa eftir umbótum hefur hingað til ekki verið svarað. Samkvæmt frétt Guardian hafa ráðandi öfl í landinu frekar þráast við og sett sig gegn umbótum, bæði efnahagslegum og stjórnarfarslegum. Staða landsins hefur versnað töluvert frá því í sumar. Ríkið hefur ekki getað borgað afborganir af miklum lánum sínum og skortur hefur myndast á ýmsum nauðsynjum eins og eldsneyti og hveiti. Þar að auki hefur gjaldmiðill landsins tapað um 80 prósentum af verðmæti sínu og óðaverðbólga hefur leitt til mikilla verðhækkana.
Líbanon Tengdar fréttir Ísrael og Líbanon hefja viðræður um umdeilt hafsvæði Yfirvöld í Ísrael og Líbanon hafa samþykkt að hefja viðræður sem ætlað er að binda enda á deilur um lögsögu ríkjanna. 1. október 2020 16:53 Ríkisstjórnarmyndun í Líbanon farin út um þúfur Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa. 26. september 2020 13:58 Konur í Beirút berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi Konur og stúlkur í Líbanon berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar í Beirút , COVID-19 og djúpstæð efnahagskreppa veikja stöðu kvenna og stúlkna. 4. september 2020 14:00 Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. 31. ágúst 2020 23:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Ísrael og Líbanon hefja viðræður um umdeilt hafsvæði Yfirvöld í Ísrael og Líbanon hafa samþykkt að hefja viðræður sem ætlað er að binda enda á deilur um lögsögu ríkjanna. 1. október 2020 16:53
Ríkisstjórnarmyndun í Líbanon farin út um þúfur Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa. 26. september 2020 13:58
Konur í Beirút berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi Konur og stúlkur í Líbanon berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar í Beirút , COVID-19 og djúpstæð efnahagskreppa veikja stöðu kvenna og stúlkna. 4. september 2020 14:00
Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. 31. ágúst 2020 23:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent