Spellvirkjar skildu eftir sig eyðileggingu og brennivínsflöskur í Guðmundarlundi Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2020 14:36 Skemmdarvargarnir rifu upp járntunnur og flöttu þær út. Skógræktarfélag Kópavogs Miklar skemmdir voru unnar á aðstöðu á útivistarsvæðinu Guðmundarlundi í Kópavogi í nótt. Rústuðu skemmdarvargarnir meðal annars klósetti, brutu bekki og rifu upp þungar öskutunnur. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs segist telja að „einhvers konar óþroski“ hafi verið á ferðinni. Guðmundarlundur fyrir ofan Kórahverfi í Kópavogi er eitt fjölsóttasta útivistarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu. Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs, segir að þegar fjölskyldu sem ætlaði að njóta útivistar bar þar að garði í morgun hafi allt verið úti í glerbrotum og viðbjóði. Spellvirkjarnir réðust meðal annars á öskutunnur úr þykku járni og sléttu úr þeim, að sögn Kristins. „Það hafa verið á ferð kraftmiklir menn því það þarf dálítið mikil átök til þess að skemma svona tunnur. Öskutunnurnar eru úr hnausþykku járni og boltaðar ofan í hellur. Þeir velta upp fjórum sinnum fjórum þykkum hellum þannig að þetta eru gríðarleg átök sem áttu sér stað þarna,“ segir hann við Vísi. Borð hlutu ekki náð fyrir augum skemmdarskrínanna.Skógræktarfélag KópavogsTöluvert virðist hafa fengið á þegar einhver eða einhverjir fóru um með eyðileggingarhendi í Guðmundarlundi í nótt.Skógræktarfélag KópavogsKlósettum í Guðmundarlundi var rústað.Skógræktarfélag KópavogsRúður vorur brotnar á gámaklósetti.Skógræktarfélag Kópavogs Mennirnir brutu bekk og borð, mölvuðu klósett, slitu krana, eyðilögðu innvols í vatnskössum og brutu rúður í gámaklósettum á svæðinu. „Svo voru bara brennivíns- og bjórflöskur og ýmislegt,“ segir Kristinn. Lögreglu hefur verið tilkynnt um skemmdarverkin og segir Kristinn að nú sé farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum. „Þetta er ekki á hverjum degi sem þetta gerist en það eru þó af og til alltaf einhverjar skemmdir. En þetta var náttúrulega alveg sorglega mikið í morgun eða nótt eða hvenær sem þeir hafa verið,“ segir hann. Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Miklar skemmdir voru unnar á aðstöðu á útivistarsvæðinu Guðmundarlundi í Kópavogi í nótt. Rústuðu skemmdarvargarnir meðal annars klósetti, brutu bekki og rifu upp þungar öskutunnur. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs segist telja að „einhvers konar óþroski“ hafi verið á ferðinni. Guðmundarlundur fyrir ofan Kórahverfi í Kópavogi er eitt fjölsóttasta útivistarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu. Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs, segir að þegar fjölskyldu sem ætlaði að njóta útivistar bar þar að garði í morgun hafi allt verið úti í glerbrotum og viðbjóði. Spellvirkjarnir réðust meðal annars á öskutunnur úr þykku járni og sléttu úr þeim, að sögn Kristins. „Það hafa verið á ferð kraftmiklir menn því það þarf dálítið mikil átök til þess að skemma svona tunnur. Öskutunnurnar eru úr hnausþykku járni og boltaðar ofan í hellur. Þeir velta upp fjórum sinnum fjórum þykkum hellum þannig að þetta eru gríðarleg átök sem áttu sér stað þarna,“ segir hann við Vísi. Borð hlutu ekki náð fyrir augum skemmdarskrínanna.Skógræktarfélag KópavogsTöluvert virðist hafa fengið á þegar einhver eða einhverjir fóru um með eyðileggingarhendi í Guðmundarlundi í nótt.Skógræktarfélag KópavogsKlósettum í Guðmundarlundi var rústað.Skógræktarfélag KópavogsRúður vorur brotnar á gámaklósetti.Skógræktarfélag Kópavogs Mennirnir brutu bekk og borð, mölvuðu klósett, slitu krana, eyðilögðu innvols í vatnskössum og brutu rúður í gámaklósettum á svæðinu. „Svo voru bara brennivíns- og bjórflöskur og ýmislegt,“ segir Kristinn. Lögreglu hefur verið tilkynnt um skemmdarverkin og segir Kristinn að nú sé farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum. „Þetta er ekki á hverjum degi sem þetta gerist en það eru þó af og til alltaf einhverjar skemmdir. En þetta var náttúrulega alveg sorglega mikið í morgun eða nótt eða hvenær sem þeir hafa verið,“ segir hann.
Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira