Fimm starfsmenn í Ölduselsskóla hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni og hefur fjöldi annarra starfsmanna verið sendur í sóttkví. Þá hafa tæplega fjögur hundruð nemendur verið sendir í sóttkví vegna smitanna. Þetta staðfesti skólastjóri Ölduselsskóla í samtali við Vísi.
Sjö árgangar eru komnir í sóttkví í skólanum, fjórði upp í tíunda bekk. Rúmlega fimm hundruð nemendur eru í skólanum en tæplega fjögur hundruð þeirra eru nú í sóttkví.
Vetrarfrí hefur verið í skólanum, eins og öðrum skólum, í vikunni og því hefur kennslan ekki þurft að breytast vegna smitanna. Þeir sem eru í sóttkví klára hana á þriðjudag með skimun og segir Elínrós Benediktsdóttir skólastjóri að vonandi geti skólahald hafist aftur með eðlilegu m hætti á miðvikudag.