Það verður nóg um að vera að venju á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu er svona það helsta. Martin Hermannsson er í eldlínunni í spænska körfuboltanum og þá er Vodafonedeildin í CS:GO á sínum stað.
Á Stöð 2 Sport er leikur Borussia Mönchengladbach og Real Madrid á dagskrá klukkan 20.00 en útsending hefst tíu mínútum fyrr. Klukkan 22.45 eru Pepsi Max Mörkin á dagskrá en þar fer Helena Ólafsdóttir ásamt sérfræðingum Stöðvar 2 Sports yfir stöðu mála í Pepsi Max deild kvenna auk þess sem rætt er vítt og breitt um knattspyrnu kvenna.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 19.30 fer Meistaradeildarmessan af stað og verður á dagskrá til 22.00 þegar Meistaradeildarmörkin verða sýnd. Ef þú vilt ekki missa af neinu sem gerist í leikjum kvöldsins þá er þetta eitthvað fyrir þig.
Stöð 2 Sport 3
Martin Hermannsson og félagar í Valencia mæta Monbus Obradoiro í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Martin átti frábæran leik um helgina og heldur því vonandi áfram í kvöld. Valencia hefur ekki farið vel af stað á leiktíðinni og hefur aðeins þrjá af fyrstu sex leikjum sínum í deildinni.
Stöð 2 Sport 4
Fyrri leikur dagsins í Meistaradeild Evrópu er viðureign Lokomotiv Moskvu og Evrópumeistara Bayern München. Hefst útsendingin klukkan 17.45. Síðari leikur dagsins á Sport 4 er svo viðureign Englandsmeistara Liverpool og Danmerkurmeistara Midtjylland.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 19.50 hefst útsending fyrir leik Marsaille og Manchester City í Meistaradeild Evrópu.
Stöð 2 E-sport
Vodafonedeildin í Counter-Strike:OG er á sínum stað og hefst útsending klukkan 20.00. Leikir kvöldsins eru HaFiÐ - Fylkir, KR - XY, GOAT - Dusty.