Samþykkja sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum fyrir 3,5 milljarða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. október 2020 22:57 Hafnarfjörður hefur verið á meðal hluthafa í HS Veitum frá stofnun árið 2008. Fyrirtækið annast sölu og dreifingu á heitu vatni, köldu vatni og dreifingu á raforku á Suðurnesjum, á nokkrum stöðum á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Í Hafnarfirði snýr þjónusta fyrirtækisins að dreifingu á rafmagni að því er segir í tilkynningu frá bænum. Vísir Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að selja 15,42% hlut í HS Veitum hf. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Hlutur bæjarins verður seldur fyrir þrjá og hálfan milljarð króna en kaupendur að bréfunum eru að stærstum hluta lífeyrissjóðir að því er fram kemur í tilkynningu frá Hafnarfjarðarkaupstað nú í kvöld. Undirbúningur að sölu hlutabréfanna hófst með samþykki bæjarráðs í apríl en ákvörðunin hefur sætt talsverðri gagnrýni. „Hluturinn var settur í opið útboðsferli og sýndu fjölmargir fjárfestar áhuga á hlutabréfunum. Eftir sex mánaða ítarlegt söluferli hefur verið ákveðið að taka tilboði HSV eignarhaldsfélags í hlutinn. Að baki félaginu standa 14 lífeyrissjóðir (90%) auk annarra fagfjárfesta,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, fagnar áfanganum. „Vel heppnuð sala á liðlega 15% hlut í HS Veitum er fagnaðarefni fyrir Hafnfirðinga. Gott verð fékkst fyrir hlutinn og mun andvirðið styrkja bæjarsjóð Hafnarfjarðarbæjar verulega til að mæta tekjutapi og efnahagslegum þrengingum vegna Covid-19 faraldursins,“ er haft eftir Rósu í tilkynningunni. Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa margir hverjir gagnrýnt áformin um sölu bæjarins á hlutabréfum í HS Veitum en fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn hefur til að mynda sagt ákvörðunina fela í sér ógn við almannahagsmuni Hafnfirðinga. Þá hefur oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn jafnframt lýst efasemdum. Þessu kveðst bæjarstjóri ekki sammála. „Hluturinn í HS Veitum hefur engin áhrif á íbúa í Hafnarfirði en verðlagning á raforkudreifingu er bundin ströngum skilyrðum í raforkulögum. Kaupendur eru að mestu lífeyrissjóðir sem standa að baki yfir helmingi af lífeyriskerfi landsins. Andvirði sölunnar dregur úr lánsfjárþörf Hafnarfjarðarbæjar og þar með afborgunum og vöxtum í framtíðinni og veitir um leið færi á því að sækja fram með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi,“ er ennfremur haft eftir Rósu í tilkynningunni sem send var út í kvöld. Orkumál Hafnarfjörður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að selja 15,42% hlut í HS Veitum hf. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Hlutur bæjarins verður seldur fyrir þrjá og hálfan milljarð króna en kaupendur að bréfunum eru að stærstum hluta lífeyrissjóðir að því er fram kemur í tilkynningu frá Hafnarfjarðarkaupstað nú í kvöld. Undirbúningur að sölu hlutabréfanna hófst með samþykki bæjarráðs í apríl en ákvörðunin hefur sætt talsverðri gagnrýni. „Hluturinn var settur í opið útboðsferli og sýndu fjölmargir fjárfestar áhuga á hlutabréfunum. Eftir sex mánaða ítarlegt söluferli hefur verið ákveðið að taka tilboði HSV eignarhaldsfélags í hlutinn. Að baki félaginu standa 14 lífeyrissjóðir (90%) auk annarra fagfjárfesta,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, fagnar áfanganum. „Vel heppnuð sala á liðlega 15% hlut í HS Veitum er fagnaðarefni fyrir Hafnfirðinga. Gott verð fékkst fyrir hlutinn og mun andvirðið styrkja bæjarsjóð Hafnarfjarðarbæjar verulega til að mæta tekjutapi og efnahagslegum þrengingum vegna Covid-19 faraldursins,“ er haft eftir Rósu í tilkynningunni. Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa margir hverjir gagnrýnt áformin um sölu bæjarins á hlutabréfum í HS Veitum en fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn hefur til að mynda sagt ákvörðunina fela í sér ógn við almannahagsmuni Hafnfirðinga. Þá hefur oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn jafnframt lýst efasemdum. Þessu kveðst bæjarstjóri ekki sammála. „Hluturinn í HS Veitum hefur engin áhrif á íbúa í Hafnarfirði en verðlagning á raforkudreifingu er bundin ströngum skilyrðum í raforkulögum. Kaupendur eru að mestu lífeyrissjóðir sem standa að baki yfir helmingi af lífeyriskerfi landsins. Andvirði sölunnar dregur úr lánsfjárþörf Hafnarfjarðarbæjar og þar með afborgunum og vöxtum í framtíðinni og veitir um leið færi á því að sækja fram með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi,“ er ennfremur haft eftir Rósu í tilkynningunni sem send var út í kvöld.
Orkumál Hafnarfjörður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira