Ætla byrja nýja NBA tímabilið fyrir jól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 07:30 LeBron James gæti tekið sér lengra frí og sleppt fyrstu leikjum Los Angeles Lakers á nýju tímabili. Getty/Mike Ehrmann NBA tímabilinu í körfubolta er nýlokið í búbblunni í Disneygarðinum en það lítur út fyrir að það sé stutt í næsta tímabil líka. NBA hélt í gær netfund með framkvæmdastjórum og forsetum félaganna þar sem plönin fyrir næsta tímabil voru lögð fram. Samkvæmt heimildum bandarískra fréttamanna þá verður þetta sumarfrí leikmanna NBA-deildarinnar afar stutt að þessu sinni. Lokaleikur NBA úrslitanna fór fram 11. október síðastliðinn en það lítur út fyrir að NBA-deildin hefjist aðeins 72 dögum síðar. Sumarfrí NBA leikmanna er vanalega frá miðjum júní fram í lok október en tímabilin hafa þó verið að fara fyrr af stað undanfarin ár. Sources: The NBA held a call this afternoon with team GMs & presidents to detail the plan for a 72-game season set to begin December 22 & end before the Olympics in July. The league intends to schedule games in a way that reduces travel by 25% with teams playing MLB style series.— Kevin O'Connor (@KevinOConnorNBA) October 28, 2020 Samkvæmt planinu eins og það virðist líta út fyrir í dag þá er ætlunin að hefja tímabilið aftur 22. desember og klára það síðan fyrir Ólympíuleikana í júlí. Til að svo geti farið þá þarf að fækka leikjum úr 82 í 72. Það var að sjálfsögðu ekkert 82 leikja tímabil í ár vegna kórónuveirunnar. Leikjadagskráin verður einnig sett upp þannig að liðin þurfi að ferðast sem minnst en stefnan hefur verið sett á að minnka ferðalög liðanna um 25 prósent. Liðin munu því líka mætast nokkrum sinnum á stuttum tíma og klára þannig alla innbyrðis leiki sína í röð. A 'substantial faction of players and star players' are pushing to start the NBA season on Jan. 18, per @ChrisBHaynes pic.twitter.com/IIyUPG8sjw— Bleacher Report (@BleacherReport) October 28, 2020 NBA-deildin kláraðist eins og áður sagði um miðjan október en hún átti auðvitað að klárast í júní. Margra mánaða hlé varð á deildinni vegna kórónuveirunnar en NBA tókst engu að síður að klára hana í búbblu á Flórída sem tókst að mörgu leyti mjög vel. NBA vill alls ekki missa út jólaleikina sína en NBA hefur átt Jóladag í bandarísku íþróttasjónvarpi. Á móti kemur er búist við því að margir af reynsluboltum deildarinnar taki sér lengra frí og verði því ekki að spila fyrstu vikur eða fyrsta mánuðinn á nýrri leiktíð en það á eftir að koma betur í ljós. Margir af reynslumeirum leikmönnum deildar eru að berjast fyrir því að tímabilið hefjist ekki fyrr en 18. janúar á nýju ári. The longest NBA season ever began one year ago today pic.twitter.com/GitdL7nNvv— SportsCenter (@SportsCenter) October 22, 2020 NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
NBA tímabilinu í körfubolta er nýlokið í búbblunni í Disneygarðinum en það lítur út fyrir að það sé stutt í næsta tímabil líka. NBA hélt í gær netfund með framkvæmdastjórum og forsetum félaganna þar sem plönin fyrir næsta tímabil voru lögð fram. Samkvæmt heimildum bandarískra fréttamanna þá verður þetta sumarfrí leikmanna NBA-deildarinnar afar stutt að þessu sinni. Lokaleikur NBA úrslitanna fór fram 11. október síðastliðinn en það lítur út fyrir að NBA-deildin hefjist aðeins 72 dögum síðar. Sumarfrí NBA leikmanna er vanalega frá miðjum júní fram í lok október en tímabilin hafa þó verið að fara fyrr af stað undanfarin ár. Sources: The NBA held a call this afternoon with team GMs & presidents to detail the plan for a 72-game season set to begin December 22 & end before the Olympics in July. The league intends to schedule games in a way that reduces travel by 25% with teams playing MLB style series.— Kevin O'Connor (@KevinOConnorNBA) October 28, 2020 Samkvæmt planinu eins og það virðist líta út fyrir í dag þá er ætlunin að hefja tímabilið aftur 22. desember og klára það síðan fyrir Ólympíuleikana í júlí. Til að svo geti farið þá þarf að fækka leikjum úr 82 í 72. Það var að sjálfsögðu ekkert 82 leikja tímabil í ár vegna kórónuveirunnar. Leikjadagskráin verður einnig sett upp þannig að liðin þurfi að ferðast sem minnst en stefnan hefur verið sett á að minnka ferðalög liðanna um 25 prósent. Liðin munu því líka mætast nokkrum sinnum á stuttum tíma og klára þannig alla innbyrðis leiki sína í röð. A 'substantial faction of players and star players' are pushing to start the NBA season on Jan. 18, per @ChrisBHaynes pic.twitter.com/IIyUPG8sjw— Bleacher Report (@BleacherReport) October 28, 2020 NBA-deildin kláraðist eins og áður sagði um miðjan október en hún átti auðvitað að klárast í júní. Margra mánaða hlé varð á deildinni vegna kórónuveirunnar en NBA tókst engu að síður að klára hana í búbblu á Flórída sem tókst að mörgu leyti mjög vel. NBA vill alls ekki missa út jólaleikina sína en NBA hefur átt Jóladag í bandarísku íþróttasjónvarpi. Á móti kemur er búist við því að margir af reynsluboltum deildarinnar taki sér lengra frí og verði því ekki að spila fyrstu vikur eða fyrsta mánuðinn á nýrri leiktíð en það á eftir að koma betur í ljós. Margir af reynslumeirum leikmönnum deildar eru að berjast fyrir því að tímabilið hefjist ekki fyrr en 18. janúar á nýju ári. The longest NBA season ever began one year ago today pic.twitter.com/GitdL7nNvv— SportsCenter (@SportsCenter) October 22, 2020
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli