Segir stöðuna aldrei hafa verið verri en nú Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 30. október 2020 12:06 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, hefur miklar áhyggjur af stöðunni vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir stöðuna miklu flóknari og verri nú en nokkurn tímann í fyrstu bylgjunni. Staðan hafi í raun aldrei verið verri. Hann segir sóttvarnalækni hafa lagt til mjög skýrar reglur í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. 75 greindust með kórónuveiruna innanlands en meirihluti þeirra, eða alls sextíu manns, var í sóttkví við greiningu. Víðir segir í viðtali við fréttastofu að rauð flögg séu víða. Hann nefnir hópsýkinguna á Landakoti sem kom upp fyrir rúmri viku og svo smit inni í íbúðakjörnum hjá eldra fólki, bæði á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar sem tengjast í einhverjum tilfellum smitinu á Landakoti. Þá bendir hann einnig á hópsmit á Norðurlandi. „Sem virðist vera að breiða mjög hratt úr sér á Eyjafjarðarsvæðinu og svo erum við með svona klasa hingað og þangað. Við erum með ansi marga hópa svona fimm, sex, sjö, mikið af bara vinnustöðum sem eru að koma upp og þetta virðist gerast og breiðast út mjög hratt og alveg með ólíkindum hvað þetta virðist koma fólki á óvart hvað þetta gerist hratt innan vinnustaða til dæmis,“ segir Víðir. Skilaboðin þurfa að vera skýrari Hann gefur lítið sem ekkert upp um hvaða tillögur Þórólfur setti fram í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra enda séu þær ennþá til umfjöllunar hjá ríkisstjórninni sem fundar enn um málið í Ráðherrabústaðnum. Áætlað er að ný reglugerð ráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir verði kynnt á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar klukkan 13. Víðir leggur þó áherslu á að nýjar reglur verði skýrar og einfaldari en er til að mynda í núverandi reglugerð. Skilaboðin þurfi að vera skýrari. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að hertar aðgerðir dugi til þess að ná tökum á faraldrinum segir Víðir: „Það eina sem dugar til til þess að ná tökum á þessum faraldri er að við drögum núna djúpt andann og drögum okkur inn í skelina í tvær vikur og hreyfum okkur eins lítið og verum í eins litlum samskiptum við annað fólk og við mögulega getum.“ „Við þurfum að hægja verulega á okkur næstu tvær vikurnar“ Það sé alveg sama hvað ríkisstjórnin ákveður og hvaða línur verði lagðar; þetta sé algjörlega undir okkur öllum komið. „Og við þurfum að hægja verulega á okkur næstu tvær vikurnar,“ segir Víðir. Spurður út í hvort það spili ekki inn í stöðuna að smitið sé dreifðara um samfélagið nú heldur en í fyrstu bylgju segir Víðir stöðuna nú miklu flóknari. „Þetta er miklu flóknari staða og miklu verri en hún var í mars. Við höfum aldrei verið á svona vondum stað í faraldrinum hingað til.“ Það spili margt inn í þessa alvarlegu stöðu, til að mynda stórar hópsýkingar í miðbæ Reykjavíkur, í hnefaleikastöð í Kópavogi, á Landakoti og fyrir norðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hópsýking á Landakoti Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir stöðuna miklu flóknari og verri nú en nokkurn tímann í fyrstu bylgjunni. Staðan hafi í raun aldrei verið verri. Hann segir sóttvarnalækni hafa lagt til mjög skýrar reglur í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. 75 greindust með kórónuveiruna innanlands en meirihluti þeirra, eða alls sextíu manns, var í sóttkví við greiningu. Víðir segir í viðtali við fréttastofu að rauð flögg séu víða. Hann nefnir hópsýkinguna á Landakoti sem kom upp fyrir rúmri viku og svo smit inni í íbúðakjörnum hjá eldra fólki, bæði á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar sem tengjast í einhverjum tilfellum smitinu á Landakoti. Þá bendir hann einnig á hópsmit á Norðurlandi. „Sem virðist vera að breiða mjög hratt úr sér á Eyjafjarðarsvæðinu og svo erum við með svona klasa hingað og þangað. Við erum með ansi marga hópa svona fimm, sex, sjö, mikið af bara vinnustöðum sem eru að koma upp og þetta virðist gerast og breiðast út mjög hratt og alveg með ólíkindum hvað þetta virðist koma fólki á óvart hvað þetta gerist hratt innan vinnustaða til dæmis,“ segir Víðir. Skilaboðin þurfa að vera skýrari Hann gefur lítið sem ekkert upp um hvaða tillögur Þórólfur setti fram í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra enda séu þær ennþá til umfjöllunar hjá ríkisstjórninni sem fundar enn um málið í Ráðherrabústaðnum. Áætlað er að ný reglugerð ráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir verði kynnt á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar klukkan 13. Víðir leggur þó áherslu á að nýjar reglur verði skýrar og einfaldari en er til að mynda í núverandi reglugerð. Skilaboðin þurfi að vera skýrari. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að hertar aðgerðir dugi til þess að ná tökum á faraldrinum segir Víðir: „Það eina sem dugar til til þess að ná tökum á þessum faraldri er að við drögum núna djúpt andann og drögum okkur inn í skelina í tvær vikur og hreyfum okkur eins lítið og verum í eins litlum samskiptum við annað fólk og við mögulega getum.“ „Við þurfum að hægja verulega á okkur næstu tvær vikurnar“ Það sé alveg sama hvað ríkisstjórnin ákveður og hvaða línur verði lagðar; þetta sé algjörlega undir okkur öllum komið. „Og við þurfum að hægja verulega á okkur næstu tvær vikurnar,“ segir Víðir. Spurður út í hvort það spili ekki inn í stöðuna að smitið sé dreifðara um samfélagið nú heldur en í fyrstu bylgju segir Víðir stöðuna nú miklu flóknari. „Þetta er miklu flóknari staða og miklu verri en hún var í mars. Við höfum aldrei verið á svona vondum stað í faraldrinum hingað til.“ Það spili margt inn í þessa alvarlegu stöðu, til að mynda stórar hópsýkingar í miðbæ Reykjavíkur, í hnefaleikastöð í Kópavogi, á Landakoti og fyrir norðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hópsýking á Landakoti Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira