Hazard skoraði í öruggum sigri Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2020 14:55 Hazard og Benzema fagna. getty/Gonzalo Arroyo Moreno Real Madrid er komið á toppinn í spænsku deildinni eftir 4-1 sigur á Huesca í dag. Eden Hazard kom Spánarmeisturunum á bragðið með marki á 40. mínútu og Karim Benzema bætti um betur á 45. mínútu þegar hann tvöfaldaði forystuna. Federico Valverde skoraði þriðja mark Real á 54. mínútu en David Ferreiro minnkaði muninn fyrir gestina tuttugu mínútum síðar. Karim Benzema skoraði síðan annað mark sitt og innsiglaði sigurinn fyrir Madrídinga í uppbótartíma. Real Madrid er nú í fyrsta sæti með sextán stig eftir sjö leiki en Huesca er í fallsæti með fimm stig. Spænski boltinn
Real Madrid er komið á toppinn í spænsku deildinni eftir 4-1 sigur á Huesca í dag. Eden Hazard kom Spánarmeisturunum á bragðið með marki á 40. mínútu og Karim Benzema bætti um betur á 45. mínútu þegar hann tvöfaldaði forystuna. Federico Valverde skoraði þriðja mark Real á 54. mínútu en David Ferreiro minnkaði muninn fyrir gestina tuttugu mínútum síðar. Karim Benzema skoraði síðan annað mark sitt og innsiglaði sigurinn fyrir Madrídinga í uppbótartíma. Real Madrid er nú í fyrsta sæti með sextán stig eftir sjö leiki en Huesca er í fallsæti með fimm stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti