Lektorinn tapaði máli sínu gegn HR fyrir Landsrétti Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2020 14:56 Kristinn Sigurjónsson (t.h.) með Jóni Steinar Gunnlaugssyni, lögmanni sínum. Vísir/Vilhelm Landsréttur hafnaði kröfu Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, á hendur skólanum í dag. HR sagði Kristni upp vegna ummæla sem hann lét falla um konur í lokuðum Facebook-hóp í tengslum við MeToo-umræðuna fyrir tveimur árum. Kristinn krafðist miskabóta upp á hátt í sextíu milljónir króna frá HR vegna uppsagnarinnar í október árið 2018. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði skólann af kröfunni í ágúst í fyrra. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins, staðfestir við Vísi að Landsréttur hafi hafnað kröfu hans í dag. Hann segir niðurstöðuna umhugsunarverða í ljósi þess að Kristinn hafi verið rekinn fyrir að láta í ljós skoðun sína á máli sem var til mikillar umræðu í samfélaginu á lokaðri vefsíðu. Kristinn starfaði sem lektor við tækni- og verkfræðideild HR en var sagt upp störfum vegna ummæla hans um konur í lokuðum Facebook-hóp, „Karlmennskuspjallið“, í október árið 2018. Ummælin voru á þá leið að konur troði sér inn á vinnustaði og eyðileggðu þá því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Sagði Kristinn að hann teldi vert að skoða möguleika á aðgreindum vinnustöðum kvenna og karla. Dómurinn í máli Kristins hefur enn ekki verið birtur á vef Landsréttar. Jón Steinar segir að rétturinn hafi ekki fallist á að í uppsögn Kristins hafi falist ólögmæt meingerð gegn honum og því hafi skólinn verið sýknaður af kröfunni. Fréttin hefur verið uppfærð. MeToo Uppsögn lektors við HR Dómsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Landsréttur hafnaði kröfu Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, á hendur skólanum í dag. HR sagði Kristni upp vegna ummæla sem hann lét falla um konur í lokuðum Facebook-hóp í tengslum við MeToo-umræðuna fyrir tveimur árum. Kristinn krafðist miskabóta upp á hátt í sextíu milljónir króna frá HR vegna uppsagnarinnar í október árið 2018. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði skólann af kröfunni í ágúst í fyrra. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins, staðfestir við Vísi að Landsréttur hafi hafnað kröfu hans í dag. Hann segir niðurstöðuna umhugsunarverða í ljósi þess að Kristinn hafi verið rekinn fyrir að láta í ljós skoðun sína á máli sem var til mikillar umræðu í samfélaginu á lokaðri vefsíðu. Kristinn starfaði sem lektor við tækni- og verkfræðideild HR en var sagt upp störfum vegna ummæla hans um konur í lokuðum Facebook-hóp, „Karlmennskuspjallið“, í október árið 2018. Ummælin voru á þá leið að konur troði sér inn á vinnustaði og eyðileggðu þá því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Sagði Kristinn að hann teldi vert að skoða möguleika á aðgreindum vinnustöðum kvenna og karla. Dómurinn í máli Kristins hefur enn ekki verið birtur á vef Landsréttar. Jón Steinar segir að rétturinn hafi ekki fallist á að í uppsögn Kristins hafi falist ólögmæt meingerð gegn honum og því hafi skólinn verið sýknaður af kröfunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
MeToo Uppsögn lektors við HR Dómsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent