Flokkarnir fá tæpa þrjá milljarða úr ríkissjóði til eigin reksturs Jakob Bjarnar skrifar 2. nóvember 2020 12:12 Þingmenn hafa ákveðið að framlög til flokka sinna verði á næsta ári 728 milljónir króna. visir/vilhelm Þeir stjórnmálaflokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi, átta talsins, fá 728 milljónir úr ríkissjóði til að reka sig og sitt batterí á næsta ári. Á þessu kjörtímabili er það fé sem rennur beint til flokkanna tæpir þrír milljaðrar. Þetta kemur fram í Kjarnanum. „Versnandi staða ríkissjóðs, sem áætlað er að verði rekinn með 533 milljarða króna halla árin 2020 og 2021, hefur engin áhrif á áætluð framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka á næsta ári,“ segir þar. Samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi munu flokkarnir skipta með sér rúmum 728 milljónum króna á árinu 2021, síðasta ári kjörtímabilsins en næstu alþingiskosningar eru í september að ári. Meintar andlýðræðislegar gripdeildir „Það er sama upphæð og áætlað er að stjórnmálaflokkarnir fái úr ríkissjóði í ár. Árið 2018, sem var fyrsta heila ár kjörtímabilsins, fengu þeir 648 milljónir króna og árið 2019 hæsta framlag sitt frá upphafi, 744 milljónir króna.“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans bendir á að þingmenn rifi hvergi seglin þegar framlög til þeirra sjálfra er um að ræða. Gunnar Smári segir að þetta sé andlýðræðislegt, mismunun sem stuðli að því að halda kerfinu lokuðu. Gunnar Smári Egilsson félagi í Sósíalistaflokknum, sem samkvæmt síðustu skoðanakönnun MMR er líklegt til að koma að fólki á þing eftir næstu kosningar segir þá sem þar skammta sér sjálfir fé spari sig ekki hvergi. „Þessar gripdeildir úr ríkissjóði eru framdir í nafni lýðræðis en eru í raun andlýðræðislegar. Framlög úr ríkissjóði styrkja stöðu elítunnar sem nær völdum í hverjum flokki, hún er ekki lengur háð félagsgjöldum eða framlögum almennra félaga. Og þingflokkarnir mæta til kosninga með fullar kistur fjár, fjölda fólks á launum, þeim framboðum sem vilja fella elítustjórnmálin.“ Versnandi staða ríkissjóðs skiptir engu máli Að sögn Gunnars Smára, en þessa skoðun tjáir hann á Facebook, hafa flokkarnir að auki komið því svo fyrir að ríkið borgar formönnum flokka laun og skaffar þeim aðstoðarmenn fyrir utan það aðstoðarfólk sem þingflokkar ráða. „Hvernig þeir fundu það út að það væri almennings að borga formönnum í stjórnmálaflokkum laun, það er ofar mannlegum skilningi.“ Eins og fram kemur í ítarlegri frétt Kjarnans um þetta mál var það svo að sex stjórnmálaflokkar samþykktu tillögu um að hækka framlög til þeirra flokka sem komast inn á þing um 127 prósent skömmu eftir síðustu kosningar. „Frá þeim tíma, og fram að næstu kosningum, munu þeir flokkar sem sitja á þingi fá rúmlega 2,8 milljarða. Versnandi staða ríkissjóðs, sem áætlað er að verði rekinn með 533 milljarða króna halla árin 2020 og 2021, hefur engin áhrif á áætluð framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka á næsta ári.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Þeir stjórnmálaflokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi, átta talsins, fá 728 milljónir úr ríkissjóði til að reka sig og sitt batterí á næsta ári. Á þessu kjörtímabili er það fé sem rennur beint til flokkanna tæpir þrír milljaðrar. Þetta kemur fram í Kjarnanum. „Versnandi staða ríkissjóðs, sem áætlað er að verði rekinn með 533 milljarða króna halla árin 2020 og 2021, hefur engin áhrif á áætluð framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka á næsta ári,“ segir þar. Samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi munu flokkarnir skipta með sér rúmum 728 milljónum króna á árinu 2021, síðasta ári kjörtímabilsins en næstu alþingiskosningar eru í september að ári. Meintar andlýðræðislegar gripdeildir „Það er sama upphæð og áætlað er að stjórnmálaflokkarnir fái úr ríkissjóði í ár. Árið 2018, sem var fyrsta heila ár kjörtímabilsins, fengu þeir 648 milljónir króna og árið 2019 hæsta framlag sitt frá upphafi, 744 milljónir króna.“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans bendir á að þingmenn rifi hvergi seglin þegar framlög til þeirra sjálfra er um að ræða. Gunnar Smári segir að þetta sé andlýðræðislegt, mismunun sem stuðli að því að halda kerfinu lokuðu. Gunnar Smári Egilsson félagi í Sósíalistaflokknum, sem samkvæmt síðustu skoðanakönnun MMR er líklegt til að koma að fólki á þing eftir næstu kosningar segir þá sem þar skammta sér sjálfir fé spari sig ekki hvergi. „Þessar gripdeildir úr ríkissjóði eru framdir í nafni lýðræðis en eru í raun andlýðræðislegar. Framlög úr ríkissjóði styrkja stöðu elítunnar sem nær völdum í hverjum flokki, hún er ekki lengur háð félagsgjöldum eða framlögum almennra félaga. Og þingflokkarnir mæta til kosninga með fullar kistur fjár, fjölda fólks á launum, þeim framboðum sem vilja fella elítustjórnmálin.“ Versnandi staða ríkissjóðs skiptir engu máli Að sögn Gunnars Smára, en þessa skoðun tjáir hann á Facebook, hafa flokkarnir að auki komið því svo fyrir að ríkið borgar formönnum flokka laun og skaffar þeim aðstoðarmenn fyrir utan það aðstoðarfólk sem þingflokkar ráða. „Hvernig þeir fundu það út að það væri almennings að borga formönnum í stjórnmálaflokkum laun, það er ofar mannlegum skilningi.“ Eins og fram kemur í ítarlegri frétt Kjarnans um þetta mál var það svo að sex stjórnmálaflokkar samþykktu tillögu um að hækka framlög til þeirra flokka sem komast inn á þing um 127 prósent skömmu eftir síðustu kosningar. „Frá þeim tíma, og fram að næstu kosningum, munu þeir flokkar sem sitja á þingi fá rúmlega 2,8 milljarða. Versnandi staða ríkissjóðs, sem áætlað er að verði rekinn með 533 milljarða króna halla árin 2020 og 2021, hefur engin áhrif á áætluð framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka á næsta ári.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira