Áfram Heiða! Hópur femínista skrifar 3. nóvember 2020 10:00 Femínískar framfarir hafa alltaf byggt á kvennasamstöðu, þar sem konur úr ólíkum áttum hafa unnið saman að því sem þarf. Á undanförnum árum höfum við undirritaðar starfað með Heiðu Björgu Hilmisdóttur að femínískum aðgerðum og verkefnum á formlegum og óformlegum vettvangi. Þar hefur hún beitt sér sem borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar sem er ómetanlegt, enda allt of sjaldgæft að konur í stjórnmálum hafi kjark og/eða stöðu til að beita sér með femínískum hætti. Í anda þessarar kvennasamstöðu, þar sem konum úr ólíkum áttum vinna saman að því sem þarf, viljum við koma á framfæri stuðningsyfirlýsingu við Heiðu Björgu, enda er algert lykilatriði fyrir Samfylkinguna að hafa sterka, kjarkmikla og femíníska konu í forystu flokksins. Trúverðugleiki jafnaðarstefnunnar byggir ekki síst á femínískum gildum, og um þau stendur engin betri vörð en Heiða Björg. Heiða er einlæg, heiðarleg og vinnusöm. Hún hefur hæfileika til að leiða saman ólíkt fólk og ólík sjónarmið með gleði og samstöðu að leiðarljósi. Henni þykir vænt um flokkinn sinn, stefnuna sem hann er myndaður um og fólkið sem vinnur með henni við að stuðla að betra samfélagi. Við skorum á Samfylkingarfólk að styðja Heiðu Björgu og munum gera það sem í okkar valdi stendur til að flokkurinn fái áfram að njóta krafta hennar. Það er brýnt að konur og jaðarsett fólk hafi trúverðugan valkost í lýðræðissamfélaginu okkar. Áfram Heiða! Aldís Coquillon, Anna Lind Vignisdóttir, Dóra Magnúsdóttir, Edda Ýr Garðarsdóttir, Eija Jansdotter, Elfa Jónsdóttir, Emma Ásudóttir Árnadóttir, Erla Guðrún Gísladóttir, Erla Kr Bergmann, Guðrún C. Emilsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Gunnhildur Kona Jónsdóttir, Gunnur Vilborg, Halldóra Jónasdóttir, Halldóra Jónasdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Helga Dís Ísfold Sigurðardóttir, Hildur Guðbjörnsdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, Hildur Ýr Ísberg, Hlíf Steinsdóttir, Hugrún Jónsdóttir, Kolbrún Dögg Arnardóttir, Kristín Arna Ingólfsdóttir, Kristín Elfa Guðnadóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Kristín Vilhjálmsdóttir, Linda Björk Einarsdóttir, María Hjálmtýsdóttir, Sigrún Sif Jóelsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Sólrún Einarsdóttir, Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, Steinunn Ýr Einarsdóttir, Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir, Tara Margrét Vilhjálmsdóttir og Þóra Kristín Þórsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Femínískar framfarir hafa alltaf byggt á kvennasamstöðu, þar sem konur úr ólíkum áttum hafa unnið saman að því sem þarf. Á undanförnum árum höfum við undirritaðar starfað með Heiðu Björgu Hilmisdóttur að femínískum aðgerðum og verkefnum á formlegum og óformlegum vettvangi. Þar hefur hún beitt sér sem borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar sem er ómetanlegt, enda allt of sjaldgæft að konur í stjórnmálum hafi kjark og/eða stöðu til að beita sér með femínískum hætti. Í anda þessarar kvennasamstöðu, þar sem konum úr ólíkum áttum vinna saman að því sem þarf, viljum við koma á framfæri stuðningsyfirlýsingu við Heiðu Björgu, enda er algert lykilatriði fyrir Samfylkinguna að hafa sterka, kjarkmikla og femíníska konu í forystu flokksins. Trúverðugleiki jafnaðarstefnunnar byggir ekki síst á femínískum gildum, og um þau stendur engin betri vörð en Heiða Björg. Heiða er einlæg, heiðarleg og vinnusöm. Hún hefur hæfileika til að leiða saman ólíkt fólk og ólík sjónarmið með gleði og samstöðu að leiðarljósi. Henni þykir vænt um flokkinn sinn, stefnuna sem hann er myndaður um og fólkið sem vinnur með henni við að stuðla að betra samfélagi. Við skorum á Samfylkingarfólk að styðja Heiðu Björgu og munum gera það sem í okkar valdi stendur til að flokkurinn fái áfram að njóta krafta hennar. Það er brýnt að konur og jaðarsett fólk hafi trúverðugan valkost í lýðræðissamfélaginu okkar. Áfram Heiða! Aldís Coquillon, Anna Lind Vignisdóttir, Dóra Magnúsdóttir, Edda Ýr Garðarsdóttir, Eija Jansdotter, Elfa Jónsdóttir, Emma Ásudóttir Árnadóttir, Erla Guðrún Gísladóttir, Erla Kr Bergmann, Guðrún C. Emilsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Gunnhildur Kona Jónsdóttir, Gunnur Vilborg, Halldóra Jónasdóttir, Halldóra Jónasdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Helga Dís Ísfold Sigurðardóttir, Hildur Guðbjörnsdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, Hildur Ýr Ísberg, Hlíf Steinsdóttir, Hugrún Jónsdóttir, Kolbrún Dögg Arnardóttir, Kristín Arna Ingólfsdóttir, Kristín Elfa Guðnadóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Kristín Vilhjálmsdóttir, Linda Björk Einarsdóttir, María Hjálmtýsdóttir, Sigrún Sif Jóelsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Sólrún Einarsdóttir, Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, Steinunn Ýr Einarsdóttir, Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir, Tara Margrét Vilhjálmsdóttir og Þóra Kristín Þórsdóttir
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar