Enn enginn sigurvegari og Biden þarf að treysta á „bláa vegginn“ Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2020 05:34 Starfsmenn kjörstjórnar í Portland í Oregon tæma kassa með atkvæðum. Enn eru mörg atkvæðin ótalin um öll Bandaríkin. AP/Paula Bronstein Endanleg úrslit í bandarísku forsetakosningunum liggja enn ekki fyrir. Donald Trump forseti virðist hafa sigrað í öllum þeim ríkjum þar sem munaði litlu á honum og Joe Biden í könnunum. Biden þarf nú að treysta á ríkin í norðanverðu landinu sem voru lykillinn að sigri Trump fyrir fjórum árum. Fjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða vegna kórónuveirufaraldursins þýðir að talning atkvæða heldur líklega áfram víða um Bandaríkin fram á miðvikudag. Mun fleiri demókratar en repúblikanar greiða atkvæði með pósti og því gætu þessi atkvæði breytt töluverðu um úrslit í einstökum ríkjum, ekki síst í nokkrum lykilríkjanna. Skoðanakannanir bentu til þess að Biden væri með tæplega átta prósentustiga forskot á Trump á landsvísu síðustu dagana fyrir kosningarnar. Munurinn var þó minni í nokkrum lykilríkjum eins og Flórída, Norður-Karólínu, Georgíu og Ohio sem Trump vann árið 2016. Trump virðist hafa landað sigri í öllum þessum ríkjum. AP-fréttastofan lýsti hann sigurvegara í Flórída um klukkan hálf sex að íslenskum tíma og þá féll Ohio Trump aftur í skaut. Biden hafði mælst með naumt forskot í könnunum í Flórída. Stjórnarmálaskýrendur hafa rakið árangur Trump í Flórída til góðs gengis á meðal kjósenda af rómönskum ættum. President Trump wins Florida and its 29 electoral votes, the biggest prize among the perennial battlegrounds. The state is crucial to his reelection hopes. #APracecall #Election2020 https://t.co/M4cPzrMyPx— The Associated Press (@AP) November 4, 2020 Biden hefur aftur á móti þegar verið lýstur sigurvegari í Arizona og New Hampshire, tveimur ríkjum sem Trump vann fyrir fjórum árum. Hann sigraði einnig í Minnesota. Í Georgíu virtist Trump á sigurbraut en enn gæti brugðið til beggja vona þar. Biden líst vel á blikuna Öll augu beinast nú að miðvesturríkjunum sem Trump vann með naumindum árið 2016 og tryggðu honum forsetastólinn: Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Þau höfðu verið vígi demókrata fyrir það og voru þess vegna gjarnan kölluð „blái veggurinn“. Biden hefur mælst með forskot í þeim öllum í könnunum, minnst þó í Pennsylvaníu sem hefur flesta kjörmenn. Að því gefnu að Trump haldi velli í hinum lykilríkjunum sem hann vann árið 2016 þarf Biden nauðsynlega að sigra Pennsylvaníu og annað hvort Michigan eða Wisconsin. Ekki var búist við því að úrslit ættu eftir að liggja fyrir í Pennsylvaníu eða Wisconsin strax vegna mikils fjölda póst- og utankjörfundaratkvæða þar. Í Wisconsin vonaðist Tony Evers, ríkisstjóri, til þess að úrslit gætu legið fyrir síðar á miðvikudag. Varað hefur verið við því að talningin í Pennsylvaníu gæti dregist enn lengur ef mjótt verður á munum þar. „Okkur líður vel með hvar við erum. Ég er hér til að segja ykkur í kvöld að við erum á leið að sigra,“ sagði Biden þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Delaware nú á sjötta tímanum í morgun. Úrslitin sagði hann geta legið fyrir í fyrramálið að bandarískum tíma en það gæti tekið lengri tíma. Trump hefur ekki tjáð sig formlega en boðaði yfirlýsingu fljótlega á Twitter um sex leytið. Tísti hann um að reynt væri að „stela kosningunum“. Twitter merkti tístið vegna mögulega misvísandi fullyrðinga. Tvísýnt í þingkosningunum Nær öruggt er talið að demókratar haldi fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir kosningarnar í gær. Vonir þeirra um að vinna meirihluta í öldungadeildinni hafa aftur á móti dofnað eftir því sem liðið hefur á kosninganótt. Nú á sjötta tímanum á íslenskum tíma höfðu demókratar unnið öldungadeildarþingsæti í Colorado og Arizona en töpuðu einu í Alabama. Þeim tókst ekki að velta tveimur þungavigtarmönnum repúblikana úr sessi þrátt fyrir að kosningabaráttan hefði hlotið mikla athygli. Þannig hélt Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni velli í Kentucky gegn Amy McGrath og Lindsey Graham, náinn bandamaður Trump, bar sigurorð af Jaime Harrison í Suður-Karólínu.
Endanleg úrslit í bandarísku forsetakosningunum liggja enn ekki fyrir. Donald Trump forseti virðist hafa sigrað í öllum þeim ríkjum þar sem munaði litlu á honum og Joe Biden í könnunum. Biden þarf nú að treysta á ríkin í norðanverðu landinu sem voru lykillinn að sigri Trump fyrir fjórum árum. Fjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða vegna kórónuveirufaraldursins þýðir að talning atkvæða heldur líklega áfram víða um Bandaríkin fram á miðvikudag. Mun fleiri demókratar en repúblikanar greiða atkvæði með pósti og því gætu þessi atkvæði breytt töluverðu um úrslit í einstökum ríkjum, ekki síst í nokkrum lykilríkjanna. Skoðanakannanir bentu til þess að Biden væri með tæplega átta prósentustiga forskot á Trump á landsvísu síðustu dagana fyrir kosningarnar. Munurinn var þó minni í nokkrum lykilríkjum eins og Flórída, Norður-Karólínu, Georgíu og Ohio sem Trump vann árið 2016. Trump virðist hafa landað sigri í öllum þessum ríkjum. AP-fréttastofan lýsti hann sigurvegara í Flórída um klukkan hálf sex að íslenskum tíma og þá féll Ohio Trump aftur í skaut. Biden hafði mælst með naumt forskot í könnunum í Flórída. Stjórnarmálaskýrendur hafa rakið árangur Trump í Flórída til góðs gengis á meðal kjósenda af rómönskum ættum. President Trump wins Florida and its 29 electoral votes, the biggest prize among the perennial battlegrounds. The state is crucial to his reelection hopes. #APracecall #Election2020 https://t.co/M4cPzrMyPx— The Associated Press (@AP) November 4, 2020 Biden hefur aftur á móti þegar verið lýstur sigurvegari í Arizona og New Hampshire, tveimur ríkjum sem Trump vann fyrir fjórum árum. Hann sigraði einnig í Minnesota. Í Georgíu virtist Trump á sigurbraut en enn gæti brugðið til beggja vona þar. Biden líst vel á blikuna Öll augu beinast nú að miðvesturríkjunum sem Trump vann með naumindum árið 2016 og tryggðu honum forsetastólinn: Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Þau höfðu verið vígi demókrata fyrir það og voru þess vegna gjarnan kölluð „blái veggurinn“. Biden hefur mælst með forskot í þeim öllum í könnunum, minnst þó í Pennsylvaníu sem hefur flesta kjörmenn. Að því gefnu að Trump haldi velli í hinum lykilríkjunum sem hann vann árið 2016 þarf Biden nauðsynlega að sigra Pennsylvaníu og annað hvort Michigan eða Wisconsin. Ekki var búist við því að úrslit ættu eftir að liggja fyrir í Pennsylvaníu eða Wisconsin strax vegna mikils fjölda póst- og utankjörfundaratkvæða þar. Í Wisconsin vonaðist Tony Evers, ríkisstjóri, til þess að úrslit gætu legið fyrir síðar á miðvikudag. Varað hefur verið við því að talningin í Pennsylvaníu gæti dregist enn lengur ef mjótt verður á munum þar. „Okkur líður vel með hvar við erum. Ég er hér til að segja ykkur í kvöld að við erum á leið að sigra,“ sagði Biden þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Delaware nú á sjötta tímanum í morgun. Úrslitin sagði hann geta legið fyrir í fyrramálið að bandarískum tíma en það gæti tekið lengri tíma. Trump hefur ekki tjáð sig formlega en boðaði yfirlýsingu fljótlega á Twitter um sex leytið. Tísti hann um að reynt væri að „stela kosningunum“. Twitter merkti tístið vegna mögulega misvísandi fullyrðinga. Tvísýnt í þingkosningunum Nær öruggt er talið að demókratar haldi fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir kosningarnar í gær. Vonir þeirra um að vinna meirihluta í öldungadeildinni hafa aftur á móti dofnað eftir því sem liðið hefur á kosninganótt. Nú á sjötta tímanum á íslenskum tíma höfðu demókratar unnið öldungadeildarþingsæti í Colorado og Arizona en töpuðu einu í Alabama. Þeim tókst ekki að velta tveimur þungavigtarmönnum repúblikana úr sessi þrátt fyrir að kosningabaráttan hefði hlotið mikla athygli. Þannig hélt Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni velli í Kentucky gegn Amy McGrath og Lindsey Graham, náinn bandamaður Trump, bar sigurorð af Jaime Harrison í Suður-Karólínu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira