Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2020 07:44 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningunum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. Forsetinn byrjaði á léttum nótum með því að segjast aldrei hafa haldið blaðamannafund svona seint. Trump hélt því næst ranglega fram að til stæði að stela af honum kosningasigri. Þær staðhæfingar halda ekki vatni, hvorki er rétt að hann hafi unnið kosningarnar né að verið sé að stela af honum kosningunum. Þó forsetinn væri sigurreifur virtist hann reiður á köflum og krafðist þess að atkvæðagreiðslu yrði nú hætt. Þó er það svo að hvergi er enn verið að greiða atkvæði. Talning stendur yfir en Trump sagði að nú væri verið að reyna að hafa af honum sigurinn án þess að færa nokkur rök fyrir þeim orðum sínum. Í Pennsylvaníu á til að mynda eftir að telja um 1,4 milljón atkvæði, hið minnsta. Þar er að að mestu um að ræða póstatkvæði en fastlega er gert ráð fyrir því að Biden hafi hlotið fleiri slík en Trump. Alvanalegt er að atkvæði séu talin eftir kosninganótt. Í sumum ríkjum er ekki hægt að staðfesta niðurstöður kosninga endanlega fyrr en nokkrum dögum, jafnvel vikum, eftir kjördag. Sjá einnig: Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Trump staðhæfði að hann hafi sigrað í Georgíu, sem er ekki rétt. Þar er enn verið að telja atkvæði og er mjótt á munum. Trump sagðist einnig vera að vinna í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Þó er það svo að ekki er enn hægt að segja til um með nokkurri vissu hver hafði sigur í þessum fjórum fylkjum og er enn verið að telja þar atkvæði. Sjá einnig: Enn enginn sigurvegari og Biden þarf að treysta á „bláa vegginn“ Forsetinn lauk máli sínu á því að segja kosningarnar skammarlegar fyrir Bandaríkin og að verið væri að svindla á fólkinu. Því næst lýsti hann yfir sigri og sagði að hann myndi leita til Hæstaréttar Bandaríkjanna og fara fram á það að talningu atkvæða yrði hætt. "This is a fraud on the American public, this is an embarrassment to our country"Donald Trump claims "frankly, we did win this election" as votes are still being counted in some key swing states.Follow the results live https://t.co/y96hHDNWPq pic.twitter.com/nuRpuL9s9i— SkyNews (@SkyNews) November 4, 2020 Hér að neðan má sjá vakt Vísis þar sem fylgst var með þróun mála í alla nótt.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningunum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. Forsetinn byrjaði á léttum nótum með því að segjast aldrei hafa haldið blaðamannafund svona seint. Trump hélt því næst ranglega fram að til stæði að stela af honum kosningasigri. Þær staðhæfingar halda ekki vatni, hvorki er rétt að hann hafi unnið kosningarnar né að verið sé að stela af honum kosningunum. Þó forsetinn væri sigurreifur virtist hann reiður á köflum og krafðist þess að atkvæðagreiðslu yrði nú hætt. Þó er það svo að hvergi er enn verið að greiða atkvæði. Talning stendur yfir en Trump sagði að nú væri verið að reyna að hafa af honum sigurinn án þess að færa nokkur rök fyrir þeim orðum sínum. Í Pennsylvaníu á til að mynda eftir að telja um 1,4 milljón atkvæði, hið minnsta. Þar er að að mestu um að ræða póstatkvæði en fastlega er gert ráð fyrir því að Biden hafi hlotið fleiri slík en Trump. Alvanalegt er að atkvæði séu talin eftir kosninganótt. Í sumum ríkjum er ekki hægt að staðfesta niðurstöður kosninga endanlega fyrr en nokkrum dögum, jafnvel vikum, eftir kjördag. Sjá einnig: Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Trump staðhæfði að hann hafi sigrað í Georgíu, sem er ekki rétt. Þar er enn verið að telja atkvæði og er mjótt á munum. Trump sagðist einnig vera að vinna í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Þó er það svo að ekki er enn hægt að segja til um með nokkurri vissu hver hafði sigur í þessum fjórum fylkjum og er enn verið að telja þar atkvæði. Sjá einnig: Enn enginn sigurvegari og Biden þarf að treysta á „bláa vegginn“ Forsetinn lauk máli sínu á því að segja kosningarnar skammarlegar fyrir Bandaríkin og að verið væri að svindla á fólkinu. Því næst lýsti hann yfir sigri og sagði að hann myndi leita til Hæstaréttar Bandaríkjanna og fara fram á það að talningu atkvæða yrði hætt. "This is a fraud on the American public, this is an embarrassment to our country"Donald Trump claims "frankly, we did win this election" as votes are still being counted in some key swing states.Follow the results live https://t.co/y96hHDNWPq pic.twitter.com/nuRpuL9s9i— SkyNews (@SkyNews) November 4, 2020 Hér að neðan má sjá vakt Vísis þar sem fylgst var með þróun mála í alla nótt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Kjördagur með rólegasta móti þvert á spár um átök og ringulreið Kjördagur í Bandaríkjunum gekk í langflestum tilfellum vel fyrir sig, þvert á spár um að komið gæti til átaka og ringulreiðar á kjörstöðum. 4. nóvember 2020 07:29 Vaktin: Örlagadagur í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu og greitt atkvæði sín. Enn er þó óljóst hvort Repúblikaninn og sitjandi forsetinn Donald Trump mun halda embættinu eða Demókratanum og fyrrverandi varaforsetanum Joe Biden takist að snúa aftur á kunnuglegar slóðir. 3. nóvember 2020 10:45 Svona ætlar Twitter að bregðast við ótímabærum siguryfirlýsingum Samfélagsmiðilinn Twitter hefur greint frá því hvernig brugðist verður við því muni einhver frambjóðandi í forseta- og þingkosningunum í Bandaríkin lýsa yfir sigri áður en skýrar niðurstöður þess efnis liggi fyrir. 3. nóvember 2020 13:53 Fullyrða að Trump muni lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa fullyrt við sína nánustu bandamenn að hann ætli sér að lýsa yfir sigri á þriðjudag ef útlit verður fyrir að hann sé með forskot. 1. nóvember 2020 23:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Kjördagur með rólegasta móti þvert á spár um átök og ringulreið Kjördagur í Bandaríkjunum gekk í langflestum tilfellum vel fyrir sig, þvert á spár um að komið gæti til átaka og ringulreiðar á kjörstöðum. 4. nóvember 2020 07:29
Vaktin: Örlagadagur í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu og greitt atkvæði sín. Enn er þó óljóst hvort Repúblikaninn og sitjandi forsetinn Donald Trump mun halda embættinu eða Demókratanum og fyrrverandi varaforsetanum Joe Biden takist að snúa aftur á kunnuglegar slóðir. 3. nóvember 2020 10:45
Svona ætlar Twitter að bregðast við ótímabærum siguryfirlýsingum Samfélagsmiðilinn Twitter hefur greint frá því hvernig brugðist verður við því muni einhver frambjóðandi í forseta- og þingkosningunum í Bandaríkin lýsa yfir sigri áður en skýrar niðurstöður þess efnis liggi fyrir. 3. nóvember 2020 13:53
Fullyrða að Trump muni lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa fullyrt við sína nánustu bandamenn að hann ætli sér að lýsa yfir sigri á þriðjudag ef útlit verður fyrir að hann sé með forskot. 1. nóvember 2020 23:00