„Þau eru að reyna að stela kosningunum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 00:25 Trump í pontu í kvöld. Chip Somodevilla/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt því ranglega fram í ávarpi sínu í Hvíta húsinu í kvöld að hann stæði uppi sem sigurvegari forsetakosninganna ef aðeins „lögleg“ atkvæði væru talin. Þá varpaði hann enn og aftur fram ásökunum um kosningasvindl og sakaði demókrata um að reyna að „stela kosningunum.“ „Ef löglegu atkvæðin eru talin vinn ég auðveldlega, ef ólöglegu atkvæðin eru talin geta þau [demókratar] auðveldlega stolið kosningunum af okkur,“ sagði Trump. „Þau eru að reyna að stela kosningunum. Þau eru að reyna falsa úrslit kosninganna. Við megum ekki leyfa þeim það,“ sagði Trump einnig í ávarpinu. Trump hefur ítrekað haldið því fram eða ýjað að því í dag og síðustu daga að verið sé að fremja kosningasvik í ríkjum sem Joe Biden, mótframbjóðandi hans, hefur unnið – eða gæti unnið á lokametrunum. Trump og framboði hans hefur þó ekki tekist að færa sönnur á ásakanir sínar, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölmiðla þess efnis. President Trump hails Republican wins in Congress: “There was no blue wave that they predicted … instead there was a big red wave.” https://t.co/GwwRl4EUb3 pic.twitter.com/6NSE7pBH1n— ABC News (@ABC) November 5, 2020 Þá nefndi Trump það í ávarpi sínu að hann hefði unnið stóra sigra í ríkjum á borð við Flórída og sagði einnig að ekkert hefði verið að marka skoðanakannanir fyrir kosningarnar. Þær hefðu jafnframt verið til þess fallnar að „bæla niður“ væntanlegan árangur repúblikana. Trump sagði það jafnframt afar grunsamlegt hvað póstatkvæði, sem á mörgum stöðum eru talin síðast og eru til að mynda nú að hafa mikil áhrif á úrslit kosninganna í Pennsylvaníu, væru „einhliða“. Ítrekað hefur komið fram að demókratar eru mun líklegri til að greiða póstatkvæði. Hingað til hefur Biden til að mynda hlotið 75 prósent allra póstatkvæða. Trump lagði einmitt áherslu á það í kosningabaráttu sinni að auðvelt væri að svindla með póstatkvæðum, sem er ekki rétt, og réð stuðningsmönnum sínum frá því að greiða atkvæði með þeim hætti. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt því ranglega fram í ávarpi sínu í Hvíta húsinu í kvöld að hann stæði uppi sem sigurvegari forsetakosninganna ef aðeins „lögleg“ atkvæði væru talin. Þá varpaði hann enn og aftur fram ásökunum um kosningasvindl og sakaði demókrata um að reyna að „stela kosningunum.“ „Ef löglegu atkvæðin eru talin vinn ég auðveldlega, ef ólöglegu atkvæðin eru talin geta þau [demókratar] auðveldlega stolið kosningunum af okkur,“ sagði Trump. „Þau eru að reyna að stela kosningunum. Þau eru að reyna falsa úrslit kosninganna. Við megum ekki leyfa þeim það,“ sagði Trump einnig í ávarpinu. Trump hefur ítrekað haldið því fram eða ýjað að því í dag og síðustu daga að verið sé að fremja kosningasvik í ríkjum sem Joe Biden, mótframbjóðandi hans, hefur unnið – eða gæti unnið á lokametrunum. Trump og framboði hans hefur þó ekki tekist að færa sönnur á ásakanir sínar, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölmiðla þess efnis. President Trump hails Republican wins in Congress: “There was no blue wave that they predicted … instead there was a big red wave.” https://t.co/GwwRl4EUb3 pic.twitter.com/6NSE7pBH1n— ABC News (@ABC) November 5, 2020 Þá nefndi Trump það í ávarpi sínu að hann hefði unnið stóra sigra í ríkjum á borð við Flórída og sagði einnig að ekkert hefði verið að marka skoðanakannanir fyrir kosningarnar. Þær hefðu jafnframt verið til þess fallnar að „bæla niður“ væntanlegan árangur repúblikana. Trump sagði það jafnframt afar grunsamlegt hvað póstatkvæði, sem á mörgum stöðum eru talin síðast og eru til að mynda nú að hafa mikil áhrif á úrslit kosninganna í Pennsylvaníu, væru „einhliða“. Ítrekað hefur komið fram að demókratar eru mun líklegri til að greiða póstatkvæði. Hingað til hefur Biden til að mynda hlotið 75 prósent allra póstatkvæða. Trump lagði einmitt áherslu á það í kosningabaráttu sinni að auðvelt væri að svindla með póstatkvæðum, sem er ekki rétt, og réð stuðningsmönnum sínum frá því að greiða atkvæði með þeim hætti.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira