Lögreglumenn sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. nóvember 2020 07:22 Atvikið átti sér stað í Hafnarfirðinum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Sjónarvottar fullyrða að fjórir lögregluþjónar, sem handtóku mann við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði síðasta mánudag, hafi gengið allt of langt í aðgerðum sínum og eru lögreglumennirnir sakaðir um gróft ofbeldi. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag og rætt við sjónarvottana sem ekki vilja láta nafns síns getið. Þeir halda því hinsvegar fram að einn lögreglumannanna hafi slegið hinn handtekna ítrekað í höfuðið með kylfu þar til hann rotaðist og féll í jörðina. Þá fullyrða vitnin að lögreglumennirnir hafi haldið áfram að berja manninn eftir að hann missti meðvitund. Í blaðinu er bent á að samkvæmt reglum um valdbeitingu lögreglumanna sé óheimilt að beina höggi að höfði. Kylfu skal beita með aðgæslu Í blaðinu er vitnað í reglur lögreglu þar sem segir að kylfu skuli beita með þeirri aðgæslu að ekki hljótist af meira hnjask eða meiðsli en þörf krefur. Stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði staðfestir við blaðið að til átaka hafi komið á milli lögreglu og manns sem hafi verið stöðvaður vegna gruns um vörslu fíkniefna. Maðurinn mun hafa sagt lögreglu að hann væri með Covid 19 og þá var kallað eftir sérútbúnum Covid bíl lögreglu. Í millitíðinni virðist hafa komið til þessara átaka. Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar málið Sjónarvottar bera allir að það hafi blætt úr höfði mannsins og að hann hafi legið meðvitundarlaus í nokkurn tíma í eigin blóðpolli. Nefnd um eftirlit með lögreglu staðfestir að hafa fengið kvörtun í tengslum við handtökuna og sé með málið til skoðunar en kveðst ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Sjónarvottar fullyrða að fjórir lögregluþjónar, sem handtóku mann við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði síðasta mánudag, hafi gengið allt of langt í aðgerðum sínum og eru lögreglumennirnir sakaðir um gróft ofbeldi. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag og rætt við sjónarvottana sem ekki vilja láta nafns síns getið. Þeir halda því hinsvegar fram að einn lögreglumannanna hafi slegið hinn handtekna ítrekað í höfuðið með kylfu þar til hann rotaðist og féll í jörðina. Þá fullyrða vitnin að lögreglumennirnir hafi haldið áfram að berja manninn eftir að hann missti meðvitund. Í blaðinu er bent á að samkvæmt reglum um valdbeitingu lögreglumanna sé óheimilt að beina höggi að höfði. Kylfu skal beita með aðgæslu Í blaðinu er vitnað í reglur lögreglu þar sem segir að kylfu skuli beita með þeirri aðgæslu að ekki hljótist af meira hnjask eða meiðsli en þörf krefur. Stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði staðfestir við blaðið að til átaka hafi komið á milli lögreglu og manns sem hafi verið stöðvaður vegna gruns um vörslu fíkniefna. Maðurinn mun hafa sagt lögreglu að hann væri með Covid 19 og þá var kallað eftir sérútbúnum Covid bíl lögreglu. Í millitíðinni virðist hafa komið til þessara átaka. Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar málið Sjónarvottar bera allir að það hafi blætt úr höfði mannsins og að hann hafi legið meðvitundarlaus í nokkurn tíma í eigin blóðpolli. Nefnd um eftirlit með lögreglu staðfestir að hafa fengið kvörtun í tengslum við handtökuna og sé með málið til skoðunar en kveðst ekki tjá sig um málið að öðru leyti.
Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira