Svarar gagnrýninni á kakóathafnir: „Getur komið upp alls staðar í andlegri vinnu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2020 10:01 Helgi Jean Claessen er gestur vikunnar í Einkalífinu og fer hann um víðan völl í viðtalinu. vísir/vilhelm Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur reynst honum vel. Helgi tók líf sitt í gegn fyrir nokkrum árum, hætti að drekka og fór almennt að hugsa betur um sig. Í kjölfarið tók líf hans miklum breytingum og líður honum almennt mun betur fyrir vikið. Helgi Jean er gestur Einkalífsins í þessari viku en hann heldur úti vinsælu Hlaðvarpi ásamt Hjálmari Erni Jóhannssyni og ber það heitið HæHæ. HæHæ er eitt vinsælasta hlaðvarp landsins. Eins og áður segir hefur Helgi verið á andlega ferðalaginu undanfarin ár og hugsar gríðarlega mikið út í andlega heilsu. Leiðinlegt mál Í þættinum barst talið að svokölluðum kakó-athöfnum sem Helgi hefur meðal annars stundað sjálfur. Á dögunum kom fram gagnrýni á slíkar athafnir í Stundinni og þar var talað um að fólki væri beinlínis þvingað til að berskjalda sig. Helga fannst mjög leiðinlegt að heyra af þessum málum þó hann komi ekki beint að þeim. „Mér fannst þetta rosalega leiðinlegt mál og erfitt. Ég er með kakókastalann og tengist kakóinu. Þegar ég fór að skoða það mál og kynna mér það þá er þetta bara eitthvað sem getur komið upp alls staðar í andlegri vinnu þar sem er verið að takast á við sársauka,“ segir Helgi og heldur áfram. „Fólk getur orðið sárt og það eru ekki alltaf aðilar til staða sem ráða við ákveðnar aðstæður. Eftir mitt langa ferðalag inni á andlegu brautinni þar sem ég er búinn að hitta sálfræðinga, geðlækna, talnaspekinga, tarot lesara og allskonar lið bæði í ríkisgeiranum og í einkageiranum, þá eru allir mismunandi. Það er oft verið að tala um fagaðila og ég set ekkert út á það en á endanum er þetta bara þú og einhver önnur manneskja og eigið þig kemistríu saman,“ segir Helgi. „Það eru alltaf allir að leita af þessari einu réttu leið til en það eru vankantar á öllu. Varðandi þessari kakóathafnir þá er þetta svolítið eins og ef við hefðum hist í kaffi og ég hefði síðan farið af kaffihúsinu og byrjað að segja, þetta var bara hræðilegt kaffi með honum. Ég átti bara ömurlegt kaffi með honum. Þetta kaffi er bara stórhættulegt,“ segir Helgi og hlær. Hann segir að þá hafi sökin vissulega ekki verið hjá kaffinu og er það eins með kakóið. Hér að ofan má horfa á þáttinn í heild sinni. Helgi ræðir um andlega ferðalagið, þegar hann ákvað að hætta að drekka, feril sinn í fjölmiðlum, samstarfið með Hjálmari Erni, þegar hann var allt í einu miðpunkturinn í fjárkúgunar máli forsætisráðherra og margt fleira. Einkalífið Tengdar fréttir Sem betur fer hættur að drekka þegar hann lenti í storminum með Sigmundi Davíð Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur heldur betur reynst honum vel. 5. nóvember 2020 11:31 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur reynst honum vel. Helgi tók líf sitt í gegn fyrir nokkrum árum, hætti að drekka og fór almennt að hugsa betur um sig. Í kjölfarið tók líf hans miklum breytingum og líður honum almennt mun betur fyrir vikið. Helgi Jean er gestur Einkalífsins í þessari viku en hann heldur úti vinsælu Hlaðvarpi ásamt Hjálmari Erni Jóhannssyni og ber það heitið HæHæ. HæHæ er eitt vinsælasta hlaðvarp landsins. Eins og áður segir hefur Helgi verið á andlega ferðalaginu undanfarin ár og hugsar gríðarlega mikið út í andlega heilsu. Leiðinlegt mál Í þættinum barst talið að svokölluðum kakó-athöfnum sem Helgi hefur meðal annars stundað sjálfur. Á dögunum kom fram gagnrýni á slíkar athafnir í Stundinni og þar var talað um að fólki væri beinlínis þvingað til að berskjalda sig. Helga fannst mjög leiðinlegt að heyra af þessum málum þó hann komi ekki beint að þeim. „Mér fannst þetta rosalega leiðinlegt mál og erfitt. Ég er með kakókastalann og tengist kakóinu. Þegar ég fór að skoða það mál og kynna mér það þá er þetta bara eitthvað sem getur komið upp alls staðar í andlegri vinnu þar sem er verið að takast á við sársauka,“ segir Helgi og heldur áfram. „Fólk getur orðið sárt og það eru ekki alltaf aðilar til staða sem ráða við ákveðnar aðstæður. Eftir mitt langa ferðalag inni á andlegu brautinni þar sem ég er búinn að hitta sálfræðinga, geðlækna, talnaspekinga, tarot lesara og allskonar lið bæði í ríkisgeiranum og í einkageiranum, þá eru allir mismunandi. Það er oft verið að tala um fagaðila og ég set ekkert út á það en á endanum er þetta bara þú og einhver önnur manneskja og eigið þig kemistríu saman,“ segir Helgi. „Það eru alltaf allir að leita af þessari einu réttu leið til en það eru vankantar á öllu. Varðandi þessari kakóathafnir þá er þetta svolítið eins og ef við hefðum hist í kaffi og ég hefði síðan farið af kaffihúsinu og byrjað að segja, þetta var bara hræðilegt kaffi með honum. Ég átti bara ömurlegt kaffi með honum. Þetta kaffi er bara stórhættulegt,“ segir Helgi og hlær. Hann segir að þá hafi sökin vissulega ekki verið hjá kaffinu og er það eins með kakóið. Hér að ofan má horfa á þáttinn í heild sinni. Helgi ræðir um andlega ferðalagið, þegar hann ákvað að hætta að drekka, feril sinn í fjölmiðlum, samstarfið með Hjálmari Erni, þegar hann var allt í einu miðpunkturinn í fjárkúgunar máli forsætisráðherra og margt fleira.
Einkalífið Tengdar fréttir Sem betur fer hættur að drekka þegar hann lenti í storminum með Sigmundi Davíð Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur heldur betur reynst honum vel. 5. nóvember 2020 11:31 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Sem betur fer hættur að drekka þegar hann lenti í storminum með Sigmundi Davíð Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur heldur betur reynst honum vel. 5. nóvember 2020 11:31