Óttast er að spænska ungstirnið Ansu Fati muni ekki spila meira á þessu ári vegna meiðsla á hné.
ÚLTIMA HORA
— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) November 7, 2020
Las pruebas realizadas esta tarde han mostrado que Ansu Fati tiene una rotura del menisco interno de la rodilla izquierda. En los próximos días se determinará el tratamiento a seguir pic.twitter.com/gImKRyxcKD
Þessi 18 ára gamli sóknarmaður hefur fest sig í sessi hjá Barcelona á leiktíðinni og hefur skorað 5 mörk. Hann var valinn leikmaður mánaðarins í spænsku úrvalsdeildinni í september en þá var hann nýbúinn að leika sinn fyrsta A-landsleik fyrir Spán.
Hann mun klárlega missa af næstu leikjum Spánverja í Þjóðadeildinni sem fram fara í komandi viku.