Evrópuleiðtogar vilja skella í lás eftir hryðjuverkaárásir Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2020 20:42 Kurz, kanslari Austurríkis, (t.v.), Macron Frakklandsforseti, (f.m.) og Merkel Þýskalandskanslari (t.h.) ræða við fréttamenn eftir fund þeirra í dag. Vísir/EPA Frönsk og þýsk stjórnvöld vilja nú herða eftirlit á landamærum Evrópusambandsins í kjölfar hrinu hryðjuverka undanfarinn mánuð. Þau leggja til umbætur á Schengen-samstarfinu sem Ísland á aðild að. Átta manns féllu í hryðjuverkaárásum í París, Nice og Vín á undanförnum vikum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að bregðast yrði við hættunni af hryðjuverkum sem vofi yfir allri Evrópu eftir að hann fundaði með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, í Brussel í dag. „Að gera umbætur á Schengen er að leyfa frjálsa för með öryggi,“ sagði Macron og vísaði til landamærasamstarfs 26 Evrópuríkja, þar á meðal Íslands. Merkel tók í svipaðan streng. „Það er bráðnauðsynlegt að vita hver kemur inn og hver yfirgefur Schengen-svæðið,“ sagði hún að fundi loknum. Þegar dóms- og innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja funduðu á föstudag ræddu þeir meðal annars tillögur um að leggja ríkari skyldur á herðar netþjónustufyrirtækja að vinna gegn öfgahyggju á netinu, þjálfunarbúðir fyrir múslimaklerka og leiðir til þess að vísa fólki sem á ekki tilkall til alþjóðlegrar verndar, glæpamönnum og grunuðum öfgamönnum úr landi. Þá eru hugmyndir um að auka upplýsingaskipti á milli öryggisstofnana innan álfunnar og styrkja Landamærastofnun Evrópu (Frontex). Ráðherrarnir ræddu einnig um að ítreka rétt aðildarríkja til þess að stöðva tímabundið frjálsa för fólks innan Schengen þegar neyðarástandi er lýst yfir. Frakkar hafa nýtt sér slíka heimild frá því að hryðjuverkamenn felldu fleiri en 130 manns í árásum í París árið 2015, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Evrópusambandið Hryðjuverk í Vín Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Frönsk og þýsk stjórnvöld vilja nú herða eftirlit á landamærum Evrópusambandsins í kjölfar hrinu hryðjuverka undanfarinn mánuð. Þau leggja til umbætur á Schengen-samstarfinu sem Ísland á aðild að. Átta manns féllu í hryðjuverkaárásum í París, Nice og Vín á undanförnum vikum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að bregðast yrði við hættunni af hryðjuverkum sem vofi yfir allri Evrópu eftir að hann fundaði með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, í Brussel í dag. „Að gera umbætur á Schengen er að leyfa frjálsa för með öryggi,“ sagði Macron og vísaði til landamærasamstarfs 26 Evrópuríkja, þar á meðal Íslands. Merkel tók í svipaðan streng. „Það er bráðnauðsynlegt að vita hver kemur inn og hver yfirgefur Schengen-svæðið,“ sagði hún að fundi loknum. Þegar dóms- og innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja funduðu á föstudag ræddu þeir meðal annars tillögur um að leggja ríkari skyldur á herðar netþjónustufyrirtækja að vinna gegn öfgahyggju á netinu, þjálfunarbúðir fyrir múslimaklerka og leiðir til þess að vísa fólki sem á ekki tilkall til alþjóðlegrar verndar, glæpamönnum og grunuðum öfgamönnum úr landi. Þá eru hugmyndir um að auka upplýsingaskipti á milli öryggisstofnana innan álfunnar og styrkja Landamærastofnun Evrópu (Frontex). Ráðherrarnir ræddu einnig um að ítreka rétt aðildarríkja til þess að stöðva tímabundið frjálsa för fólks innan Schengen þegar neyðarástandi er lýst yfir. Frakkar hafa nýtt sér slíka heimild frá því að hryðjuverkamenn felldu fleiri en 130 manns í árásum í París árið 2015, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Evrópusambandið Hryðjuverk í Vín Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira