Meiðslavandræði Englandsmeistara Liverpool ætla engan enda að taka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2020 18:00 Joe Gomez meiddist illa á æfingu með enska landsliðinu. Er talið að hann verði frá í langan tíma. EPA-EFE/Jason Cairndruff Það verður forvitnilegt að sjá hvaða varnarmenn eiga eftir mynda varnarlínu Englandsmeistara Liverpool í næsta leik liðsins en það eru einkar fáir eftir. Joe Gomez meiddist illa á æfingu með enska landsliðinu. Er talið að hann verði frá í töluverðan tíma. Mikil meiðsli herja nú á varnarlínu Liverpool en ásamt Gomez er hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold einnig frá vegna meiðsla. Hollenska varnartröllið Virgil van Dijk missir af tímabilinu eftir að hafa slitið krossband í hné og þá er miðjumaðurinn Fabinho einnig meiddur en hann hefur fyllt upp í hjarta varnarinnar þegar þess hefur þurft. BREAKING: Liverpool defender Joe Gomez has suffered a potentially serious injury during England training.— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 11, 2020 Ásamt þeim Gomez, Van Dijk, Alexander-Arnold og Fabinho eru miðjumennirnir Thiago Alcântara og Alex Oxlade-Chamberlain einnig á meiðslalistanum. Það er þó talið að Fabinho snúi aftur er leikar hefjast að nýju í ensku úrvalsdeildinni þann 21. nóvember. Þá tekur Liverpool á móti toppliði Leicester City á Anfield. Joël Matip er í raun eini leikfæri miðvörður aðalliðsins fyrir þann leik. Hinn 23 ára gamli Nathaniel Phillips lék við hlið Joe Gomez í 2-1 sigrinum á West Ham United þann 31. október. Hinn 19 ára gamli Rhys Willams tók svo stöðu Phillips í hjarta varnarinnar í 5-0 sigrinum á Atalanta í Meistaradeild Evrópu þann 3. nóvember. Verður því forvitnilegt að sjá hvernig Jürgen Klopp stillir upp varnarlínu sinni í þeim leik. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira
Það verður forvitnilegt að sjá hvaða varnarmenn eiga eftir mynda varnarlínu Englandsmeistara Liverpool í næsta leik liðsins en það eru einkar fáir eftir. Joe Gomez meiddist illa á æfingu með enska landsliðinu. Er talið að hann verði frá í töluverðan tíma. Mikil meiðsli herja nú á varnarlínu Liverpool en ásamt Gomez er hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold einnig frá vegna meiðsla. Hollenska varnartröllið Virgil van Dijk missir af tímabilinu eftir að hafa slitið krossband í hné og þá er miðjumaðurinn Fabinho einnig meiddur en hann hefur fyllt upp í hjarta varnarinnar þegar þess hefur þurft. BREAKING: Liverpool defender Joe Gomez has suffered a potentially serious injury during England training.— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 11, 2020 Ásamt þeim Gomez, Van Dijk, Alexander-Arnold og Fabinho eru miðjumennirnir Thiago Alcântara og Alex Oxlade-Chamberlain einnig á meiðslalistanum. Það er þó talið að Fabinho snúi aftur er leikar hefjast að nýju í ensku úrvalsdeildinni þann 21. nóvember. Þá tekur Liverpool á móti toppliði Leicester City á Anfield. Joël Matip er í raun eini leikfæri miðvörður aðalliðsins fyrir þann leik. Hinn 23 ára gamli Nathaniel Phillips lék við hlið Joe Gomez í 2-1 sigrinum á West Ham United þann 31. október. Hinn 19 ára gamli Rhys Willams tók svo stöðu Phillips í hjarta varnarinnar í 5-0 sigrinum á Atalanta í Meistaradeild Evrópu þann 3. nóvember. Verður því forvitnilegt að sjá hvernig Jürgen Klopp stillir upp varnarlínu sinni í þeim leik.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira