Bréf í Icelandair hækkað um rúmlega þriðjung frá útboði Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2020 17:52 Frá hlutafjárútboði Icelandair á hótel Natura í september. Þeir sem keyptu bréf þá sæju töluverða ávöxtun seldu þeir nú vegna hækkana síðustu daga. Vísir/Vilhelm Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkuðu í dag, þriðja daginn í röð, og er það nú um 37% hærra en í hlutafjárútboði sem var haldið fyrr í haust. Hækkunin kemur í kjölfar frétta af því að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru sem lyfjarisinn Pfizer er með í þróun virðist ætla að gefa góða raun. Viðskiptablaðið segir frá því að sýslað hafi verið með hlutabréf í Icelandair fyrir um 690 milljónir króna í dag. Bréfin hækkuðu í verði um 8,73% en þau höfðu áður hækkað vegna tíðindanna af bóluefninu. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi flugfélaga enda hefur fjöldi ríkja sett verulega takmarkanir við ferðalögum eða jafnvel lokað landamærum sínum alveg til að hefta útbreiðslu hans. Fleiri íslensk fyrirtæki á markaði hafa hækkað í verði síðustu daga. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sagði Vísi í gær að óhætt sé að rekja hækkunina til fregna af bóluefninu. Framhaldið muni ráðast af fréttaflutningi af bóluefninu og viðbrögðum sérfræðinga og heilbrigðisyfirvalda. „Við höfum auðvitað áður fengið fréttir af árangri í lyfjaþróun gegn Covid, og eins bóluefnaþróuninni, sem hefur reynst minni fótur fyrir en upphaflega hljómaði,“ sagði Jón Bjarki. Gefi bóluefnið eins góða raun og fréttir benda til sagði Jón Bjarki að mögulega sæi þá fyrir endann á kreppunni sem faraldurinn hefur haft í för með sér. „Það þýðir að þeir geirar sem eru mest undir hælnum á faraldrinum, ferðaþjónustan og þeir geirar sem sæta lokunum vegna sóttvarnaaðgerða, þeir eru þá að fara að rétta mun fyrr úr kútnum. Bæði fjármálakerfið og opinberir aðilar þurfa þá að bera miklu minni byrðar vegna efnahagsaðgerða til að hjálpa þessum aðilum í gegnum kreppuna en ella væri,“ sagði hann. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkuðu í dag, þriðja daginn í röð, og er það nú um 37% hærra en í hlutafjárútboði sem var haldið fyrr í haust. Hækkunin kemur í kjölfar frétta af því að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru sem lyfjarisinn Pfizer er með í þróun virðist ætla að gefa góða raun. Viðskiptablaðið segir frá því að sýslað hafi verið með hlutabréf í Icelandair fyrir um 690 milljónir króna í dag. Bréfin hækkuðu í verði um 8,73% en þau höfðu áður hækkað vegna tíðindanna af bóluefninu. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi flugfélaga enda hefur fjöldi ríkja sett verulega takmarkanir við ferðalögum eða jafnvel lokað landamærum sínum alveg til að hefta útbreiðslu hans. Fleiri íslensk fyrirtæki á markaði hafa hækkað í verði síðustu daga. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sagði Vísi í gær að óhætt sé að rekja hækkunina til fregna af bóluefninu. Framhaldið muni ráðast af fréttaflutningi af bóluefninu og viðbrögðum sérfræðinga og heilbrigðisyfirvalda. „Við höfum auðvitað áður fengið fréttir af árangri í lyfjaþróun gegn Covid, og eins bóluefnaþróuninni, sem hefur reynst minni fótur fyrir en upphaflega hljómaði,“ sagði Jón Bjarki. Gefi bóluefnið eins góða raun og fréttir benda til sagði Jón Bjarki að mögulega sæi þá fyrir endann á kreppunni sem faraldurinn hefur haft í för með sér. „Það þýðir að þeir geirar sem eru mest undir hælnum á faraldrinum, ferðaþjónustan og þeir geirar sem sæta lokunum vegna sóttvarnaaðgerða, þeir eru þá að fara að rétta mun fyrr úr kútnum. Bæði fjármálakerfið og opinberir aðilar þurfa þá að bera miklu minni byrðar vegna efnahagsaðgerða til að hjálpa þessum aðilum í gegnum kreppuna en ella væri,“ sagði hann.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51
Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46