Bréf í Icelandair hækkað um rúmlega þriðjung frá útboði Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2020 17:52 Frá hlutafjárútboði Icelandair á hótel Natura í september. Þeir sem keyptu bréf þá sæju töluverða ávöxtun seldu þeir nú vegna hækkana síðustu daga. Vísir/Vilhelm Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkuðu í dag, þriðja daginn í röð, og er það nú um 37% hærra en í hlutafjárútboði sem var haldið fyrr í haust. Hækkunin kemur í kjölfar frétta af því að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru sem lyfjarisinn Pfizer er með í þróun virðist ætla að gefa góða raun. Viðskiptablaðið segir frá því að sýslað hafi verið með hlutabréf í Icelandair fyrir um 690 milljónir króna í dag. Bréfin hækkuðu í verði um 8,73% en þau höfðu áður hækkað vegna tíðindanna af bóluefninu. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi flugfélaga enda hefur fjöldi ríkja sett verulega takmarkanir við ferðalögum eða jafnvel lokað landamærum sínum alveg til að hefta útbreiðslu hans. Fleiri íslensk fyrirtæki á markaði hafa hækkað í verði síðustu daga. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sagði Vísi í gær að óhætt sé að rekja hækkunina til fregna af bóluefninu. Framhaldið muni ráðast af fréttaflutningi af bóluefninu og viðbrögðum sérfræðinga og heilbrigðisyfirvalda. „Við höfum auðvitað áður fengið fréttir af árangri í lyfjaþróun gegn Covid, og eins bóluefnaþróuninni, sem hefur reynst minni fótur fyrir en upphaflega hljómaði,“ sagði Jón Bjarki. Gefi bóluefnið eins góða raun og fréttir benda til sagði Jón Bjarki að mögulega sæi þá fyrir endann á kreppunni sem faraldurinn hefur haft í för með sér. „Það þýðir að þeir geirar sem eru mest undir hælnum á faraldrinum, ferðaþjónustan og þeir geirar sem sæta lokunum vegna sóttvarnaaðgerða, þeir eru þá að fara að rétta mun fyrr úr kútnum. Bæði fjármálakerfið og opinberir aðilar þurfa þá að bera miklu minni byrðar vegna efnahagsaðgerða til að hjálpa þessum aðilum í gegnum kreppuna en ella væri,“ sagði hann. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Sjá meira
Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkuðu í dag, þriðja daginn í röð, og er það nú um 37% hærra en í hlutafjárútboði sem var haldið fyrr í haust. Hækkunin kemur í kjölfar frétta af því að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru sem lyfjarisinn Pfizer er með í þróun virðist ætla að gefa góða raun. Viðskiptablaðið segir frá því að sýslað hafi verið með hlutabréf í Icelandair fyrir um 690 milljónir króna í dag. Bréfin hækkuðu í verði um 8,73% en þau höfðu áður hækkað vegna tíðindanna af bóluefninu. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi flugfélaga enda hefur fjöldi ríkja sett verulega takmarkanir við ferðalögum eða jafnvel lokað landamærum sínum alveg til að hefta útbreiðslu hans. Fleiri íslensk fyrirtæki á markaði hafa hækkað í verði síðustu daga. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sagði Vísi í gær að óhætt sé að rekja hækkunina til fregna af bóluefninu. Framhaldið muni ráðast af fréttaflutningi af bóluefninu og viðbrögðum sérfræðinga og heilbrigðisyfirvalda. „Við höfum auðvitað áður fengið fréttir af árangri í lyfjaþróun gegn Covid, og eins bóluefnaþróuninni, sem hefur reynst minni fótur fyrir en upphaflega hljómaði,“ sagði Jón Bjarki. Gefi bóluefnið eins góða raun og fréttir benda til sagði Jón Bjarki að mögulega sæi þá fyrir endann á kreppunni sem faraldurinn hefur haft í för með sér. „Það þýðir að þeir geirar sem eru mest undir hælnum á faraldrinum, ferðaþjónustan og þeir geirar sem sæta lokunum vegna sóttvarnaaðgerða, þeir eru þá að fara að rétta mun fyrr úr kútnum. Bæði fjármálakerfið og opinberir aðilar þurfa þá að bera miklu minni byrðar vegna efnahagsaðgerða til að hjálpa þessum aðilum í gegnum kreppuna en ella væri,“ sagði hann.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Sjá meira
Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51
Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46