Veltir fyrir sér hvort þjálfarar á Íslandi séu lagðir í einelti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2020 18:46 Óli Stefán ritaði langan og ítarlegan pistil á Facebook-síðu sína um umhverfi þjálfara á Íslandi. Vísir/Bára Óli Stefán Flóventsson, fyrrum þjálfari Grindavíkur, KA og nú Sindra frá Höfn í Hornafirði, birti athyglisverðan pistil á Facebook-síðu sinni í dag. Þar veltir hann fyrir sér hvort þjálfarar á Íslandi séu lagðir í einelti. Segist hann hafa velt þessari spurningu fyrir sér á þeim fimm árum sem hann hefur þjálfað í efstu deildum Íslands í knattspyrnu. Pistilinn má finna í heild sinni hér að neðan. „Umfjöllunin er orðin gríðarleg og mikil fagmennska í þeirri beinagrind sem sett er upp í kringum starfið okkar. Ég fagna sérstaklega að umfjöllun kvennaknattspyrnu sé að stór aukast enda löngu kominn tími á það að sérfræðingarnir okkar sýni stelpunum þann áhuga sem þær eiga skilið,“ segir meðal annars í pistlinum. „Á sama tíma hafa samfélagsmiðlar stóraukist og þessi neikvæða, niðurrifs rödd mjög ríkjandi. Í kringum íþróttir höfum við fært okkur á þann stall að allir sem horfa eru sérfræðingar um leikinn,“ bætir hann við. Hann nefnir að hann sé vel menntaður og hafi stúderað leikinn í fjölda ára. Þá er hann til að mynda með UEFA Pro-skírteini frá norska knattspyrnusambandinu. Þar var meðal annars farið yfir það hvernig það er að vera rekinn. „Það er svo algengt er að við séum reknir úr störfum okkar, oft vegna óraunhæfa væntinga sem búnar eru til af fólki sem hefur „skoðanir.“ Ég hef farið á námskeið í öllum andskotanum, sem ég hef haldið að komi að notum í starfinu og farið í heimsóknir út um allan heim til stórliða og stórþjálfara, til að læra meira um knattspyrnustjórnun.“ Starfinu fylgir bæði hrós og gagnrýni „Mér hefur líka verið hrósað fyrir vel unnið starf oft og iðulega af fjölmiðlum. Ég hef réttilega verið gagnrýndur þar sem ég hef líklega gert fleiri mistök en margir af bestu þjálfurum Íslands.“ Óli Stefán stýrði KA til 5. sætis Pepsi Max deildarinnar á síðustu leiktíð, er það besti árangur Akureyringa í 20 ár. Árið þar áður var liðið í 7. sæti en nú í sumar var honum hins vegar sagt upp störfum eftir aðeins fimm leiki. Hann kom til KA eftir að hafa stýrt Grindavík í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar sumarið 2017. Sumarið 2018 var Grindavík aðeins einu sæti yfir ofan fallsætin tvö og í fyrra féll liðið svo. Óli Stefán ræðir svo skoðun manna, og kvenna, á sér. „Tek það fram að ég virði skoðanir, og ekki nokkur maður þarf að hafa jákvæða skoðun á mér, nema síður sé. Það er algjörlega ekki mín ætlun að segja náunganum að hann verði að hafa jákvæða skoðun á mér eða tala bara um mín störf á jákvæðan hátt.“ „Þegar að neikvæð skoðun á þjálfurum er síendurtekin, þjálfarinn niðurlægður, og jafnvel strítt til þess að auka við hlustun, lestur eða áhorf, líkist það mjög skilgreiningu á ákveðinni hegðun … Hvað kallast þessi hegðun aftur,“ segir Óli í pistli sínum. „Það þarf ekki annað en að hlusta á vinsælasta hlaðvarp landsins í 5 mín til að heyra þessa hegðun.“ Óli ræðir einnig það hræðilega einelti sem hann varð fyrir í æsku í pistli sínum. Að lokum útskýrir hann svo af hverju hann er farinn að þjálfa Sindra frá Höfn í Hornafirði sem leika í 3. deildinni þrátt fyrir allan þann árangur sem hann hefur náð í efstu deild. „Ein af aðalástæðum þess að ég tók að mér þjálfarastarf í þriðju deild á Íslandi er sú að þar er lítil umfjöllun og ég get unnið ómengað starfið sem ég elska af ástríðu og alúð,“ segir Óli Stefán að lokum í þessum áhugaverða pistli. Eru þjálfarar lagðir í einelti ? Þetta er spurning sem ég hef velt fyrir mér á þessum fimm árum sem ég hef þjálfað í...Posted by Óli Stefán Flóventsson on Thursday, November 12, 2020 Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Óli Stefán Flóventsson, fyrrum þjálfari Grindavíkur, KA og nú Sindra frá Höfn í Hornafirði, birti athyglisverðan pistil á Facebook-síðu sinni í dag. Þar veltir hann fyrir sér hvort þjálfarar á Íslandi séu lagðir í einelti. Segist hann hafa velt þessari spurningu fyrir sér á þeim fimm árum sem hann hefur þjálfað í efstu deildum Íslands í knattspyrnu. Pistilinn má finna í heild sinni hér að neðan. „Umfjöllunin er orðin gríðarleg og mikil fagmennska í þeirri beinagrind sem sett er upp í kringum starfið okkar. Ég fagna sérstaklega að umfjöllun kvennaknattspyrnu sé að stór aukast enda löngu kominn tími á það að sérfræðingarnir okkar sýni stelpunum þann áhuga sem þær eiga skilið,“ segir meðal annars í pistlinum. „Á sama tíma hafa samfélagsmiðlar stóraukist og þessi neikvæða, niðurrifs rödd mjög ríkjandi. Í kringum íþróttir höfum við fært okkur á þann stall að allir sem horfa eru sérfræðingar um leikinn,“ bætir hann við. Hann nefnir að hann sé vel menntaður og hafi stúderað leikinn í fjölda ára. Þá er hann til að mynda með UEFA Pro-skírteini frá norska knattspyrnusambandinu. Þar var meðal annars farið yfir það hvernig það er að vera rekinn. „Það er svo algengt er að við séum reknir úr störfum okkar, oft vegna óraunhæfa væntinga sem búnar eru til af fólki sem hefur „skoðanir.“ Ég hef farið á námskeið í öllum andskotanum, sem ég hef haldið að komi að notum í starfinu og farið í heimsóknir út um allan heim til stórliða og stórþjálfara, til að læra meira um knattspyrnustjórnun.“ Starfinu fylgir bæði hrós og gagnrýni „Mér hefur líka verið hrósað fyrir vel unnið starf oft og iðulega af fjölmiðlum. Ég hef réttilega verið gagnrýndur þar sem ég hef líklega gert fleiri mistök en margir af bestu þjálfurum Íslands.“ Óli Stefán stýrði KA til 5. sætis Pepsi Max deildarinnar á síðustu leiktíð, er það besti árangur Akureyringa í 20 ár. Árið þar áður var liðið í 7. sæti en nú í sumar var honum hins vegar sagt upp störfum eftir aðeins fimm leiki. Hann kom til KA eftir að hafa stýrt Grindavík í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar sumarið 2017. Sumarið 2018 var Grindavík aðeins einu sæti yfir ofan fallsætin tvö og í fyrra féll liðið svo. Óli Stefán ræðir svo skoðun manna, og kvenna, á sér. „Tek það fram að ég virði skoðanir, og ekki nokkur maður þarf að hafa jákvæða skoðun á mér, nema síður sé. Það er algjörlega ekki mín ætlun að segja náunganum að hann verði að hafa jákvæða skoðun á mér eða tala bara um mín störf á jákvæðan hátt.“ „Þegar að neikvæð skoðun á þjálfurum er síendurtekin, þjálfarinn niðurlægður, og jafnvel strítt til þess að auka við hlustun, lestur eða áhorf, líkist það mjög skilgreiningu á ákveðinni hegðun … Hvað kallast þessi hegðun aftur,“ segir Óli í pistli sínum. „Það þarf ekki annað en að hlusta á vinsælasta hlaðvarp landsins í 5 mín til að heyra þessa hegðun.“ Óli ræðir einnig það hræðilega einelti sem hann varð fyrir í æsku í pistli sínum. Að lokum útskýrir hann svo af hverju hann er farinn að þjálfa Sindra frá Höfn í Hornafirði sem leika í 3. deildinni þrátt fyrir allan þann árangur sem hann hefur náð í efstu deild. „Ein af aðalástæðum þess að ég tók að mér þjálfarastarf í þriðju deild á Íslandi er sú að þar er lítil umfjöllun og ég get unnið ómengað starfið sem ég elska af ástríðu og alúð,“ segir Óli Stefán að lokum í þessum áhugaverða pistli. Eru þjálfarar lagðir í einelti ? Þetta er spurning sem ég hef velt fyrir mér á þessum fimm árum sem ég hef þjálfað í...Posted by Óli Stefán Flóventsson on Thursday, November 12, 2020
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti