Körfubolti

Fór lítið fyrir Martin í tapi Valencia

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin ásamt Louis Labeyrie í baráttunni við Paul Zipser. 
Martin ásamt Louis Labeyrie í baráttunni við Paul Zipser.  Christina Pahnke/Getty Images

Martin Hermannsson og félagar í Valencia töpuðu fyrir Bayern München í EuroLeague í kvöld. Lauk leiknum með 11 stiga sigri Bayern í Þýskalandi, lokatölur 90-79.

Martin hefur átt betri leiki en í kvöld, skoraði hann fjögur stig, tók þrjú fráköst ásamt því að gefa tvær stoðsendingar.

Leikurinn var mjög jafn framan af en það virtist meira bensín á tanknum hjá Bayern í síðasta fjórðung í kvöld. Heimamenn leiddu að loknum fyrsta leikhluta en Martin og félagar voru með forystu í hálfleik, staðan þá 39-37 gestunum frá Spáni í vil.

Bæjarar voru svo mun sterkari aðilinn í síðari hálfleik og unnu eins og áður sagði 11 stiga sigur, lokatölur 90-79. Martin hefur átt betri leiki en í kvöld, skoraði hann fjögur stig, tók þrjú fráköst ásamt því að gefa tvær stoðsendingar.

Vladimir Lučić var stigahæstur í liði Bayern með 22 stig ásamt ví að taka sjö fráköst. Paul Zipser kom þar á eftir með 20 stig. Hjá Valencia var Klemen Prepelič stigahæstur með 18 stig.

EuroLeague er í raun stærsta körfuknattleiksdeild Evrópu, þar spila 18 af bestu liðum álfunnar og átta lið fara svo í útsláttarkeppni. Liðin eru þar af leiðandi í tveimur deildarkeppnum en þau spila einnig heima fyrir. 

Bayern er sem stendur í 2. sæti deildarinnar með sex sigra og tvö töp í fyrstu átta leikjum sínum. Valencia er í 6. sæti með fjóra sigra og þrjú töp í fyrstu sjö leikjum sínum. Alba Berlin, sem Martin lék með á síðustu leiktíð, eru í neðsta sæti með aðeins einn sigur í sex leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×