„Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 08:39 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. Hann segir menn alltaf geta fundið einhverja ástæðu til að kvarta og vera á móti og að margir hefðu viljað sjá sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins öðruvísi. Það sé hins vegar þannig að aldrei verði full samstaða um allt sem verið sé að gera. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann var spurður út í áhyggjur verslunarmanna af smithættu í röðum fyrir utan búðir en fjallað var um málið á Vísi um helgina. Ekki mega vera fleiri en tíu manns inni í verslunum sem ekki eru matvöru- eða lyfjaverslanir og helst sú regla óbreytt með nýrri reglugerð um samkomutakmarkanir sem tekur gildi á miðvikudag. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, gagnrýndi þetta í viðtali við Vísi á laugardag og sagði skjóta skökku við að fjöldi þeirra sem megi vera inni í verslun á hverjum tíma miðist ekki við stærð þess húsnæðis sem um ræði. Óhjákvæmilega myndu myndast raðir fyrir utan verslanir sem hefði ekki síður í för með sér aukna smithættu. Tölurnar sýni að við höfum verið að gera rétt Spurður út í þær áhyggjur að fólk stæði kannski þétt í biðröðum frekar en það væru fleiri í búðunum sagði Þórólfur: „Ég er nú ekkert endilega viss um það. Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta og vera á móti ef menn vilja. Við þurfum bara að passa okkur á þessum hópamyndunum, hvort sem eru úti eða inni og halda þetta bil. Ég veit að það eru margir sem hefðu viljað gera þetta einhvern veginn öðruvísi en það er bara alltaf þannig að það verður aldrei nein endanleg full samstaða um allt sem verið er að gera. En ég held að tölurnar sýna að við höfum verið að gera rétt. Þetta er að fara niður á meðan að annars staðar í öðrum nágrannalöndum er þetta að fara upp og menn eru að herða ennþá meira en við erum að gera.“ Þá sagði Þórólfur stöðuna eftir helgina þokkalega. Hlutirnir væru í rétta átt þótt vissulega alltaf þannig að það væru færri sýni tekin um helgar en á virkum dögum. „En þetta er bara nokkuð gott. Þetta hafa verið í kringum tíu heildartilfelli og í kringum svona fimm tilfelli eða færri sem eru utan sóttkvíar. Ég held að það sé bara ágætt og við eigum að halda áfram í þessa átt,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni en þar er meðal annars einnig rætt um bóluefni og bráðabirgðaniðurstöður nýrrar rannsóknar í Bretlandi um langvarandi afleiðingar Covid-19. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Bítið Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. Hann segir menn alltaf geta fundið einhverja ástæðu til að kvarta og vera á móti og að margir hefðu viljað sjá sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins öðruvísi. Það sé hins vegar þannig að aldrei verði full samstaða um allt sem verið sé að gera. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann var spurður út í áhyggjur verslunarmanna af smithættu í röðum fyrir utan búðir en fjallað var um málið á Vísi um helgina. Ekki mega vera fleiri en tíu manns inni í verslunum sem ekki eru matvöru- eða lyfjaverslanir og helst sú regla óbreytt með nýrri reglugerð um samkomutakmarkanir sem tekur gildi á miðvikudag. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, gagnrýndi þetta í viðtali við Vísi á laugardag og sagði skjóta skökku við að fjöldi þeirra sem megi vera inni í verslun á hverjum tíma miðist ekki við stærð þess húsnæðis sem um ræði. Óhjákvæmilega myndu myndast raðir fyrir utan verslanir sem hefði ekki síður í för með sér aukna smithættu. Tölurnar sýni að við höfum verið að gera rétt Spurður út í þær áhyggjur að fólk stæði kannski þétt í biðröðum frekar en það væru fleiri í búðunum sagði Þórólfur: „Ég er nú ekkert endilega viss um það. Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta og vera á móti ef menn vilja. Við þurfum bara að passa okkur á þessum hópamyndunum, hvort sem eru úti eða inni og halda þetta bil. Ég veit að það eru margir sem hefðu viljað gera þetta einhvern veginn öðruvísi en það er bara alltaf þannig að það verður aldrei nein endanleg full samstaða um allt sem verið er að gera. En ég held að tölurnar sýna að við höfum verið að gera rétt. Þetta er að fara niður á meðan að annars staðar í öðrum nágrannalöndum er þetta að fara upp og menn eru að herða ennþá meira en við erum að gera.“ Þá sagði Þórólfur stöðuna eftir helgina þokkalega. Hlutirnir væru í rétta átt þótt vissulega alltaf þannig að það væru færri sýni tekin um helgar en á virkum dögum. „En þetta er bara nokkuð gott. Þetta hafa verið í kringum tíu heildartilfelli og í kringum svona fimm tilfelli eða færri sem eru utan sóttkvíar. Ég held að það sé bara ágætt og við eigum að halda áfram í þessa átt,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni en þar er meðal annars einnig rætt um bóluefni og bráðabirgðaniðurstöður nýrrar rannsóknar í Bretlandi um langvarandi afleiðingar Covid-19.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Bítið Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum