Einn af hverjum tíu nemendum í tíunda bekk nota níkótínpúða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. nóvember 2020 19:00 Ný rannsókn Rannsóknar- og greiningar sýnir að 15 prósent nemenda í 10. bekk hafi notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. Ný rannsókn sýnir að andlegri heilsu barna í efstu árgöngum grunnskóla hefur hrakað síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Þá kemur í ljós að næstum einn af hverjum tíu unglingum í tíunda bekk notar nikótínpúða daglega. Niðurstöðurnar eru byggðar á könnun Rannsóknar- og greiningar sem lögð var fyrir rúmlega níu þúsund nemendur í 8., 9., og 10. bekk í áttatíu og einum skóla í september og október. Rannsóknin var unnin í samvinnu við sveitarfélögin. Samkvæmt rannsókninni er ekki aukning á vímuefnanotkun nemenda samanborðið við könnun Rannsóknar og greiningar frá því í febrúar, samvera með foreldrum og vinum er meiri og hærra hlutfall nemenda nær átta síma svefni á nóttunni eða um 38 prósent. 14 prósent meta andlega heilsu sína slæma eða mjög slæma Svör barnanna við spurningum á svokölluðum vellíðunarkvarða voru hins vegar ekki eins jákvæð. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu. „Við sjáum þau lægri núna í október samanborið við það sem könnun okkar sýndi í febrúar. Þar inni eru spurningar eins og að líta bjartsýnum augum til framtíðar og að finnast maður vera að gera gagn. Við sjáum lægri tölur í öllum liðunum,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur. Hér sést munurinn á svörum barnanna frá febrúar og nú í október. Grafík/Rannsóknir- og greining Aðeins 27,7 prósent nemenda meta andlega heilsu sína mjög góða samkvæmt könnuninni og 14 prósent slæma eða mjög slæma. „Hlutfallið er lægra núna í október miðað við það sem við sáum í febrúar þannig að vissulega sjáum við ákveðnar vísbendingar um að andlega líðanin sé ekki eins góð og hún var þá,“ segir Margrét. Niðurstöður vellíðunarkvarðans gefi vísbendingar um að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif á andlega heilsu barnanna. „Og það er svo sem ekkert óeðliegt að börnin okkar, sem reyndar eru búin að standa sig eins og hetjur í þessum heimsfaraldri, séu að upplifa breytingar á sinni líðan vegna þess að líf okkar allra er bara gjörólíkt,“ segir Margrét. 15 % barna í tíunda bekk hafa notað nikótínpúða Fimmtán prósent barna í 10. bekk hafa notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. grafík/Rannsóknir- og greining Eins og fyrr segir var ekki aukning á vímuefnanotkun meðal nemedna. Hins vegar var notkun nikótónpúða í fyrsta sinn könnuð. „Það er í raun og veru bara hægt að segja að við greinum neyslu. Við sjáum að það eru fimmtán prósent nemenda í 10. bekk sem hafa notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. Og ef við skoðum daglega neyslu þá er hlutfallið rúm níu prósent,“ segir Margrét. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Nikótínpúðar Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Ný rannsókn sýnir að andlegri heilsu barna í efstu árgöngum grunnskóla hefur hrakað síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Þá kemur í ljós að næstum einn af hverjum tíu unglingum í tíunda bekk notar nikótínpúða daglega. Niðurstöðurnar eru byggðar á könnun Rannsóknar- og greiningar sem lögð var fyrir rúmlega níu þúsund nemendur í 8., 9., og 10. bekk í áttatíu og einum skóla í september og október. Rannsóknin var unnin í samvinnu við sveitarfélögin. Samkvæmt rannsókninni er ekki aukning á vímuefnanotkun nemenda samanborðið við könnun Rannsóknar og greiningar frá því í febrúar, samvera með foreldrum og vinum er meiri og hærra hlutfall nemenda nær átta síma svefni á nóttunni eða um 38 prósent. 14 prósent meta andlega heilsu sína slæma eða mjög slæma Svör barnanna við spurningum á svokölluðum vellíðunarkvarða voru hins vegar ekki eins jákvæð. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu. „Við sjáum þau lægri núna í október samanborið við það sem könnun okkar sýndi í febrúar. Þar inni eru spurningar eins og að líta bjartsýnum augum til framtíðar og að finnast maður vera að gera gagn. Við sjáum lægri tölur í öllum liðunum,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur. Hér sést munurinn á svörum barnanna frá febrúar og nú í október. Grafík/Rannsóknir- og greining Aðeins 27,7 prósent nemenda meta andlega heilsu sína mjög góða samkvæmt könnuninni og 14 prósent slæma eða mjög slæma. „Hlutfallið er lægra núna í október miðað við það sem við sáum í febrúar þannig að vissulega sjáum við ákveðnar vísbendingar um að andlega líðanin sé ekki eins góð og hún var þá,“ segir Margrét. Niðurstöður vellíðunarkvarðans gefi vísbendingar um að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif á andlega heilsu barnanna. „Og það er svo sem ekkert óeðliegt að börnin okkar, sem reyndar eru búin að standa sig eins og hetjur í þessum heimsfaraldri, séu að upplifa breytingar á sinni líðan vegna þess að líf okkar allra er bara gjörólíkt,“ segir Margrét. 15 % barna í tíunda bekk hafa notað nikótínpúða Fimmtán prósent barna í 10. bekk hafa notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. grafík/Rannsóknir- og greining Eins og fyrr segir var ekki aukning á vímuefnanotkun meðal nemedna. Hins vegar var notkun nikótónpúða í fyrsta sinn könnuð. „Það er í raun og veru bara hægt að segja að við greinum neyslu. Við sjáum að það eru fimmtán prósent nemenda í 10. bekk sem hafa notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. Og ef við skoðum daglega neyslu þá er hlutfallið rúm níu prósent,“ segir Margrét.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Nikótínpúðar Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira