Segir ítrekun Reykjavíkurborgar um milljarða fráleita Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 23:39 Sigurður Ingi þungt hugsi. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. Þetta sagði Sigurður Ingi í ræðu sinni á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í dag. Fundurinn fór að mestu fram sem fjarfundur en ræðu ráðherra má sjá í heild að neðan. Borgin telur sig hafa verið útilokaða frá framlögum Ráðherra segir það hafa komið sér og eflaust flestu sveitarstjórnarfólki í opna skjöldu þegar 8,7 milljarða króna krafa barst fjármála- og efnahagsráðuneyti fyrir rétt um ári síðan. „Þar var því haldið fram að ekki hafi verið skýr stoð með vísan til 2. mgr. 78. gr. stjórnarskrárinnar fyrir þeim reiknireglum sem giltu um tiltekin framlög Jöfnunarsjóðs á árunum 2015 til 2019.“ Vill borgin meina að hún hafi verið útilokuð á ólöglegan hátt frá því að fá ákveðin framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem snúa að rekstri grunnskóla og framlaga til nýbúafræðslu. Þessari kröfu hafi að sjálfsögðu verið hafnað af hálfu ríkisins, enda fráleit að sögn ráðherra. Ræddi við borgarstjóra og átti von á afturköllun „Ég hef tekið málið upp við borgarstjóra og átti eiginlega von á því að þetta mál yrði dregið til baka, enda finnst mér að umræða um Jöfnunarsjóð eigi að snúast um það hvernig við viljum hafa hann til framtíðar, ekki hvernig hann var í fortíðinni. Mér varð hins vegar ekki að óski minni því fyrir um tveimur vikum barst ríkislögmanni ítrekunarbréf frá borginni um þessa kröfugerð.“ Sigurður Ingi segist hafa tekið málið upp við Dag B. Eggertsson borgarstjóra og reiknað með að málið væri úr sögunni. Annað kom á daginn.Vísir/Vilhelm Mikilvægt sé að borgarfulltrúar í Reykjavík sem og allt sveitarstjórnarfólk geri sér grein fyrir því að þessari kröfu sé ekki beint gegn ríkissjóði heldur gegn sveitarfélögunum í landinu. Tilbúinn að setjast niður með öllum „Ríkissjóður borgar ekki kröfur sem verða dæmdar á ríkissjóð vegna Jöfnunarsjóðs, það verður Jöfnunarsjóður að gera sjálfur. Við sjáum dæmi þess í fyrirliggjandi ársreikningi sjóðsins, en þar er bókfærð skuld sjóðsins við ríkissjóð vegna dóms Hæstaréttar.“ Hann hvetur borgina til að draga kröfuna til baka en lýsir sig reiðubúinn til að setjast niður með fulltrúum allra sveitarfélaganna í landinu til að ræða endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga. Ekki síst Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. „En það verður að vera með jöfnuð og þarfir alls landsins að meginmarkmiði.“ Ávarp á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 18. nóvember 2020 Stafræn tækni Enn á ný er blásið til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga – nú við heldur óvenjulegar aðstæður. Fundurinn fer nú að mestu fram sem fjarfundur – fáir á vettvangi að þessu sinni - en með því að hagnýta stafræna tækni og öfluga fjarskiptainnviði sem byggðir hafa verið upp á síðustu árum er fundurinn aðgengilegur sveitarstjórnarfólki um allt land. Þetta eru góðu tíðindin sem vert er að draga fram. Það þurfti – því miður – heimsfaraldur til þess að við Íslendingar færum á fullt að nýta okkur þessa tækni alla. Nú er ekkert mál að skipuleggja fundi sem þennan og tryggja að við getum haldið störfum okkar áfram eins og ekkert hafi í skorist. Góðu fréttirnar eru líka þær að skyndilega höfum við áttað okkur á því að það er hægt að vinna vinnuna sína þó maður keyri ekki um langa leið með tilheyrandi kostnaði og tímasóun. Nú vitum við öll að störf án staðsetningar er raunverulegur og góður kostur en ekki fjarlæg draumsýn. Við vitum líka, reynslunni ríkari, að þetta fyrirkomulag snýst núna bara um hugarfar þeirra sem hafa vald yfir starfsmannamálum, hvort sem það er hjá ríki, sveitarfélögum eða einkafyrirtækjum. Ég sá fyrir stuttu yfirlit yfir viðhorf allra stjórnenda stofnana ríkisins, sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu, til starfa án staðsetningar. Umhverfisstofnun er gott dæmi fyrirmyndarstofnun þar sem þessi nútímalega hugsun er ráðandi. Þar er talið að 72 af 75 starfsmönnum stofnunarinnar geti unnið utan höfuðstöðvar, reyndar á tilteknum starfsstöðvum á landsbyggðinni – 96% allra starfsmanna! Hagstofan með 126 manns taldi hins vegar að aðeins 11 starfsmenn gætu unnið án staðsetningar. Það er í mínum huga óskiljanlegt og hlýtur að þurfa nánari skoðun við með viðkomandi stjórnendum. Störf án staðsetningar, jafnvel með skilgreindum starfsstöðvum víða um land, er raunverulegur og skynsamur valkostur, sama hvernig á málin er litið – tæknin er til staðar, þetta snýst bara um hugarfar – breytum því. Ég hef falið Byggðastofnun að vinna yfirlit um húsnæði og aðstöðu á landinu öllu sem stendur til boða fyrir störf án staðsetningar. Óvissutímar Góðir fundargestir. Sveitarstjórnarfólk hefur áhyggjur af fjármálum sinna sveitarfélaga um þessar mundir, óvissan er mikil og enginn veit með vissu hvað er fram undan – hvenær þokunni léttir og fer að sjást til sólar á ný. Þetta eru skiljanlegar áhyggjur og engin ástæða til að gera lítið úr þeim. Sveitarfélögin sinna mikilvægri grunnþjónustu sem má ekki við því að skerðast, allra síst á tímum sem þessum. Enda hefur Ríkisstjórnin lýst því yfir að hún muni standa að baki sveitarfélögum eins og frekast er unnt svo starfsemi þeirra raskist ekki um of á komandi mánuðum og misserum. Þessi afstaða kom skýrt fram í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í tengslum við undirritun á samningi milli ríkis og sveitarfélaga um opinber fjármál. Þar lýsti hún því einnig yfir að hún hyggst beita sér fyrir því að afla aukinna fjárheimilda til að styðja fjárhagslega við margvísleg brýn verkefni sveitarfélaga, t.d. vegna þjónustu fatlað fólk og fjárhagsaðstoð, sem hefur aukist víða á árinu. Samtals nemur beinn stuðningur samkvæmt yfirlýsingunni um 3,3 milljörðum, en til viðbótar er heimilt að nýta 1,5 milljarða úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs til almennra framlag sjóðsins. Ríkisstjórnin lítur á þennan stuðning sem mikilvægt skref í þeirri vegferð að styðja við bakið á sveitarfélögunum – örugglega ekki þann eina. Við eigum sjálfsagt eftir að bæta ýmsu við – en mikilvægt er að allar slíkar ákvarðanir byggi á yfirvegum og góðri greiningu. Eitt er þó víst, að á þessu stigi erum við ekki að fara í einhverjar almennar aðgerðir sem dreifa peningum úr ríkissjóði til sveitafélaga án tillits til getu þeirra til að standa sjálf undir sínum lögbundnu skyldum. Það væri óábyrgt eins og staðan er núna hjá ríkissjóði. Forgangsverkefni hins opinbera um þessar mundir er að bjarga atvinnulífinu, koma í veg fyrir atvinnuleysi og fjöldauppsagnir, tryggja atvinnu og aftur atvinnu. Þar þurfa ríki og sveitarfélög að standa staman og beina kröftum sínum í þá átt. Jöfnunarsjóðurinn varinn Við vitum að afkomuþróun sveitarfélaga verður talsvert neikvæðari á árinu 2020 en búist var við í fjárhagsáætlunum. En við vitum líka að staðan er er afar misjöfn og mörg þeirra hafa góðar forsendur til að vinna sig í gegnum þennan tímabundna vanda. Önnur munu eiga í meiri erfiðleikum, m.a. vegna skuldastöðu og íbúaþróunar. Almennt eru bæði útsvar og fasteignaskattar að aukast að nafnvirði á milli 2019 og 2020. Útsvarið er til að mynda að hækka um ein 2 prósent sem segir mér að hinar umfangsmiklu aðgerðir ríkisins séu að skila miklum ávinningi fyrir sveitarfélögin. Það er stefndi hins vegar í að Jöfnunarsjóðurinn yrði einna helst fyrir barðinu á þessu ástandi vegna lækkun á lögbundnum framlögum sem tengjast þróun tekna ríkisins. Ef ekkert hefði verið að gert hefðu tekjur hans lækkað um ein 5 prósent, eða um 3,6 milljarða frá því sem við væntum í upphafi árs. Það hefði að sjálfsögðu bitnað mest á þeim sveitarfélögum sem reiða sig hlutfallslega mest á framlög úr sjóðnum, einna helst á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Vesturlandi og Austurlandi. Hins vegar leiða þær sérstöku aðgerðir sem ríkisstjórnin greip til vegna fjárhagslegrar stöðu sveitarfélaganna að framlög Jöfnunarsjóðs á yfirstandandi ári verða svipaðar og við væntum í ársbyrjun. Guðni Geir mun kynna þá niðurstöðu fyrir ykkur á eftir – en við gleðjumst yfir því hér í dag að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar er Jöfnunarsjóðurinn varinn. Við vitum síðan að horfurnar eru ekki góðar fyrir næsta ár og sjálfsagt þarf ríkið að koma sveitarfélögunum til aðstoðar á einhvern hátt – það verður þó að byggja á raunverulegu mati á stöðu einstakra sveitarfélaga, ekki upphrópunum og yfirboði um fjárþörf. Einhliða kröfugerð og óskalistar koma ekki til greina – sem virðast hafa þann tilgang að forða einstökum sveitarfélögum frá því að nýta skattstofna sína eins og önnur eða fresta nauðsynlegri tiltekt í fjármálastjórn. Samstarf á sviði fjárfestinga Ríkistjórnin hvetur til fjárfestinga hins opinbera og með því móti er tryggt að hjól atvinnulífsins snúist. Frumvarp til fjárlaga ber með sér mestu fjárfestingaráætlun sem sögur fara af, t.d. á sviði samgangna. Við þekkjum líka metnaðarfulla áætlun um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu en þar verður 120 milljörðum varið til þess verkefni á næstu árum, í góðu samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Þannig að við hvetjum sveitarfélögin til að huga að því með sama hætti og eins og unnt er, að halda til streitu sínum fjárfestingaráformum og helst að bæta í. Það kæmi síðan alveg til greina í mínum huga að formgera samstarf ríkis og sveitarfélaga um tiltekin fjárfestingarverkefni sem eru arðbær og skila samfélaginu augljósum ávinningi til langs tíma. Það gæti t.d. verið stórátak í uppbyggingu hjúkrunarheimila, uppbygging leik- og grunnskóla, enn frekari aukning í uppbyggingu hagkvæms íbúðarhúsnæðis t.d. hér á höfuðborgarsvæðinu og til arðbærra umhverfisverkefna. Þetta mætti skoða og ég er opinn fyrir góðum hugmyndum – samstarf okkar og sveitarfélaganna er gott, og saman getum við komið mörgu góðu til leiðar í þágu íslensks samfélags. Jöfnunarsjóður á að vera jöfnunarsjóður Jöfnunarsjóður sveitarfélaga gegnir mikilvægu hlutverki fyrir sveitarstjórnarstigið, það er ekki spurning í mínum huga. Hann tryggir jafna skiptingu tekjustofna, hann tryggir að hægt er að halda úti góðri grunnþjónustu í byggðum landsins án tillits til fjarlægða eða íbúafjölda. Hann tryggir lífsgæði óháð búsetu og aðgengi að opinberri þjónustu ríkisins. Hlutverk hans er rækilega skrifað inn í lög um tekjustofna sveitarfélaga – að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum á grundvelli ákvæða laga, reglugerða og vinnureglna sem settar eru um starfsemi sjóðsins. Þetta er samtryggingarsjóður sveitarfélaganna. Hann er hins vegar mannanna verk og þarf eins og önnur slík að undirgangast stöðuga rýni og endurskoðun. Ég held að það hafi verið gert og margskonar umbætur gerðar á umliðnum árum. Það heldur áfram, en um leið þarf að gæta að því hver er megintilgangurinn – að jafna. Það var því vissulega mikið áfall fyrir okkur sem viljum standa vörð um þetta hlutverk sjóðsins þegar galli í lagasetningu leiddi til þess að fimm tekjuhæstu sveitarfélög landsins fengu úthlutað framlögum sem þau augljóslega höfðu ekki þörf fyrir. Úr þessum ágalla var snarlega bætt af Alþingi og þar með er betur tryggt að tekið er mið af tekjumöguleikum einstakra sveitarfélaga við úthlutun framlaga. Óskiljanleg aðför Reykjavíkurborgar Það kom síðan okkur í Stjórnarráðinu í opna skjöldu, og eflaust einnig flestum ykkur, kæra sveitarstjórnarfólk, þegar krafa upp á 8,7 milljarða króna barst fjármála- og efnahagsráðuneyti fyrir rétt um ári síðan frá stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjavíkurborg. Þar var því haldið fram að ekki hafi verið skýr stoð með vísan til 2. mgr. 78. gr. stjórnarskrárinnar fyrir þeim reiknireglum sem giltu um tiltekin framlög Jöfnunarsjóðs á árunum 2015 til 2019. Þessari kröfu var að sjálfsögðu hafnað af hálfu ríkisins, enda fráleit. Ég hef tekið málið upp við borgarstjóra og átti eiginlega von á því að þetta mál yrði dregið til baka, enda finnst mér að umræða um Jöfnunarsjóð eigi að snúast um það hvernig við viljum hafa hann til framtíðar, ekki hvernig hann var í fortíðinni. Mér varð hins vegar ekki að óski minni því fyrir um tveimur vikum barst ríkislögmanni ítrekunarbréf frá borginni um þessa kröfugerð. Mikilvægt er að borgarfulltrúar í Reykjavík sem og allt sveitarstjórnarfólk geri sér grein fyrir því að þessari kröfu er ekki beint gegn ríkissjóði – henni er beint gegn sveitarfélögunum í landinu. Ríkissjóður borgar ekki kröfur sem verða dæmdar á ríkissjóð vegna Jöfnunarsjóðs, það verður Jöfnunarsjóður að gera sjálfur. Við sjáum dæmi þess í fyrirliggjandi ársreikningi sjóðsins, en þar er bókfærð skuld sjóðsins við ríkissjóð vegna dóms Hæstaréttar. Þannig að ég hvet borgina til að draga þessa kröfu til baka – en lýsi mig reiðubúinn til að setjast niður með fulltrúum allra sveitarfélaganna í landinu til að ræða endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga og – ekki síst – Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. En það verður að vera með jöfnuð og þarfir alls landsins að meginmarkmiði. Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. Þetta sagði Sigurður Ingi í ræðu sinni á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í dag. Fundurinn fór að mestu fram sem fjarfundur en ræðu ráðherra má sjá í heild að neðan. Borgin telur sig hafa verið útilokaða frá framlögum Ráðherra segir það hafa komið sér og eflaust flestu sveitarstjórnarfólki í opna skjöldu þegar 8,7 milljarða króna krafa barst fjármála- og efnahagsráðuneyti fyrir rétt um ári síðan. „Þar var því haldið fram að ekki hafi verið skýr stoð með vísan til 2. mgr. 78. gr. stjórnarskrárinnar fyrir þeim reiknireglum sem giltu um tiltekin framlög Jöfnunarsjóðs á árunum 2015 til 2019.“ Vill borgin meina að hún hafi verið útilokuð á ólöglegan hátt frá því að fá ákveðin framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem snúa að rekstri grunnskóla og framlaga til nýbúafræðslu. Þessari kröfu hafi að sjálfsögðu verið hafnað af hálfu ríkisins, enda fráleit að sögn ráðherra. Ræddi við borgarstjóra og átti von á afturköllun „Ég hef tekið málið upp við borgarstjóra og átti eiginlega von á því að þetta mál yrði dregið til baka, enda finnst mér að umræða um Jöfnunarsjóð eigi að snúast um það hvernig við viljum hafa hann til framtíðar, ekki hvernig hann var í fortíðinni. Mér varð hins vegar ekki að óski minni því fyrir um tveimur vikum barst ríkislögmanni ítrekunarbréf frá borginni um þessa kröfugerð.“ Sigurður Ingi segist hafa tekið málið upp við Dag B. Eggertsson borgarstjóra og reiknað með að málið væri úr sögunni. Annað kom á daginn.Vísir/Vilhelm Mikilvægt sé að borgarfulltrúar í Reykjavík sem og allt sveitarstjórnarfólk geri sér grein fyrir því að þessari kröfu sé ekki beint gegn ríkissjóði heldur gegn sveitarfélögunum í landinu. Tilbúinn að setjast niður með öllum „Ríkissjóður borgar ekki kröfur sem verða dæmdar á ríkissjóð vegna Jöfnunarsjóðs, það verður Jöfnunarsjóður að gera sjálfur. Við sjáum dæmi þess í fyrirliggjandi ársreikningi sjóðsins, en þar er bókfærð skuld sjóðsins við ríkissjóð vegna dóms Hæstaréttar.“ Hann hvetur borgina til að draga kröfuna til baka en lýsir sig reiðubúinn til að setjast niður með fulltrúum allra sveitarfélaganna í landinu til að ræða endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga. Ekki síst Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. „En það verður að vera með jöfnuð og þarfir alls landsins að meginmarkmiði.“ Ávarp á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 18. nóvember 2020 Stafræn tækni Enn á ný er blásið til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga – nú við heldur óvenjulegar aðstæður. Fundurinn fer nú að mestu fram sem fjarfundur – fáir á vettvangi að þessu sinni - en með því að hagnýta stafræna tækni og öfluga fjarskiptainnviði sem byggðir hafa verið upp á síðustu árum er fundurinn aðgengilegur sveitarstjórnarfólki um allt land. Þetta eru góðu tíðindin sem vert er að draga fram. Það þurfti – því miður – heimsfaraldur til þess að við Íslendingar færum á fullt að nýta okkur þessa tækni alla. Nú er ekkert mál að skipuleggja fundi sem þennan og tryggja að við getum haldið störfum okkar áfram eins og ekkert hafi í skorist. Góðu fréttirnar eru líka þær að skyndilega höfum við áttað okkur á því að það er hægt að vinna vinnuna sína þó maður keyri ekki um langa leið með tilheyrandi kostnaði og tímasóun. Nú vitum við öll að störf án staðsetningar er raunverulegur og góður kostur en ekki fjarlæg draumsýn. Við vitum líka, reynslunni ríkari, að þetta fyrirkomulag snýst núna bara um hugarfar þeirra sem hafa vald yfir starfsmannamálum, hvort sem það er hjá ríki, sveitarfélögum eða einkafyrirtækjum. Ég sá fyrir stuttu yfirlit yfir viðhorf allra stjórnenda stofnana ríkisins, sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu, til starfa án staðsetningar. Umhverfisstofnun er gott dæmi fyrirmyndarstofnun þar sem þessi nútímalega hugsun er ráðandi. Þar er talið að 72 af 75 starfsmönnum stofnunarinnar geti unnið utan höfuðstöðvar, reyndar á tilteknum starfsstöðvum á landsbyggðinni – 96% allra starfsmanna! Hagstofan með 126 manns taldi hins vegar að aðeins 11 starfsmenn gætu unnið án staðsetningar. Það er í mínum huga óskiljanlegt og hlýtur að þurfa nánari skoðun við með viðkomandi stjórnendum. Störf án staðsetningar, jafnvel með skilgreindum starfsstöðvum víða um land, er raunverulegur og skynsamur valkostur, sama hvernig á málin er litið – tæknin er til staðar, þetta snýst bara um hugarfar – breytum því. Ég hef falið Byggðastofnun að vinna yfirlit um húsnæði og aðstöðu á landinu öllu sem stendur til boða fyrir störf án staðsetningar. Óvissutímar Góðir fundargestir. Sveitarstjórnarfólk hefur áhyggjur af fjármálum sinna sveitarfélaga um þessar mundir, óvissan er mikil og enginn veit með vissu hvað er fram undan – hvenær þokunni léttir og fer að sjást til sólar á ný. Þetta eru skiljanlegar áhyggjur og engin ástæða til að gera lítið úr þeim. Sveitarfélögin sinna mikilvægri grunnþjónustu sem má ekki við því að skerðast, allra síst á tímum sem þessum. Enda hefur Ríkisstjórnin lýst því yfir að hún muni standa að baki sveitarfélögum eins og frekast er unnt svo starfsemi þeirra raskist ekki um of á komandi mánuðum og misserum. Þessi afstaða kom skýrt fram í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í tengslum við undirritun á samningi milli ríkis og sveitarfélaga um opinber fjármál. Þar lýsti hún því einnig yfir að hún hyggst beita sér fyrir því að afla aukinna fjárheimilda til að styðja fjárhagslega við margvísleg brýn verkefni sveitarfélaga, t.d. vegna þjónustu fatlað fólk og fjárhagsaðstoð, sem hefur aukist víða á árinu. Samtals nemur beinn stuðningur samkvæmt yfirlýsingunni um 3,3 milljörðum, en til viðbótar er heimilt að nýta 1,5 milljarða úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs til almennra framlag sjóðsins. Ríkisstjórnin lítur á þennan stuðning sem mikilvægt skref í þeirri vegferð að styðja við bakið á sveitarfélögunum – örugglega ekki þann eina. Við eigum sjálfsagt eftir að bæta ýmsu við – en mikilvægt er að allar slíkar ákvarðanir byggi á yfirvegum og góðri greiningu. Eitt er þó víst, að á þessu stigi erum við ekki að fara í einhverjar almennar aðgerðir sem dreifa peningum úr ríkissjóði til sveitafélaga án tillits til getu þeirra til að standa sjálf undir sínum lögbundnu skyldum. Það væri óábyrgt eins og staðan er núna hjá ríkissjóði. Forgangsverkefni hins opinbera um þessar mundir er að bjarga atvinnulífinu, koma í veg fyrir atvinnuleysi og fjöldauppsagnir, tryggja atvinnu og aftur atvinnu. Þar þurfa ríki og sveitarfélög að standa staman og beina kröftum sínum í þá átt. Jöfnunarsjóðurinn varinn Við vitum að afkomuþróun sveitarfélaga verður talsvert neikvæðari á árinu 2020 en búist var við í fjárhagsáætlunum. En við vitum líka að staðan er er afar misjöfn og mörg þeirra hafa góðar forsendur til að vinna sig í gegnum þennan tímabundna vanda. Önnur munu eiga í meiri erfiðleikum, m.a. vegna skuldastöðu og íbúaþróunar. Almennt eru bæði útsvar og fasteignaskattar að aukast að nafnvirði á milli 2019 og 2020. Útsvarið er til að mynda að hækka um ein 2 prósent sem segir mér að hinar umfangsmiklu aðgerðir ríkisins séu að skila miklum ávinningi fyrir sveitarfélögin. Það er stefndi hins vegar í að Jöfnunarsjóðurinn yrði einna helst fyrir barðinu á þessu ástandi vegna lækkun á lögbundnum framlögum sem tengjast þróun tekna ríkisins. Ef ekkert hefði verið að gert hefðu tekjur hans lækkað um ein 5 prósent, eða um 3,6 milljarða frá því sem við væntum í upphafi árs. Það hefði að sjálfsögðu bitnað mest á þeim sveitarfélögum sem reiða sig hlutfallslega mest á framlög úr sjóðnum, einna helst á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Vesturlandi og Austurlandi. Hins vegar leiða þær sérstöku aðgerðir sem ríkisstjórnin greip til vegna fjárhagslegrar stöðu sveitarfélaganna að framlög Jöfnunarsjóðs á yfirstandandi ári verða svipaðar og við væntum í ársbyrjun. Guðni Geir mun kynna þá niðurstöðu fyrir ykkur á eftir – en við gleðjumst yfir því hér í dag að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar er Jöfnunarsjóðurinn varinn. Við vitum síðan að horfurnar eru ekki góðar fyrir næsta ár og sjálfsagt þarf ríkið að koma sveitarfélögunum til aðstoðar á einhvern hátt – það verður þó að byggja á raunverulegu mati á stöðu einstakra sveitarfélaga, ekki upphrópunum og yfirboði um fjárþörf. Einhliða kröfugerð og óskalistar koma ekki til greina – sem virðast hafa þann tilgang að forða einstökum sveitarfélögum frá því að nýta skattstofna sína eins og önnur eða fresta nauðsynlegri tiltekt í fjármálastjórn. Samstarf á sviði fjárfestinga Ríkistjórnin hvetur til fjárfestinga hins opinbera og með því móti er tryggt að hjól atvinnulífsins snúist. Frumvarp til fjárlaga ber með sér mestu fjárfestingaráætlun sem sögur fara af, t.d. á sviði samgangna. Við þekkjum líka metnaðarfulla áætlun um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu en þar verður 120 milljörðum varið til þess verkefni á næstu árum, í góðu samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Þannig að við hvetjum sveitarfélögin til að huga að því með sama hætti og eins og unnt er, að halda til streitu sínum fjárfestingaráformum og helst að bæta í. Það kæmi síðan alveg til greina í mínum huga að formgera samstarf ríkis og sveitarfélaga um tiltekin fjárfestingarverkefni sem eru arðbær og skila samfélaginu augljósum ávinningi til langs tíma. Það gæti t.d. verið stórátak í uppbyggingu hjúkrunarheimila, uppbygging leik- og grunnskóla, enn frekari aukning í uppbyggingu hagkvæms íbúðarhúsnæðis t.d. hér á höfuðborgarsvæðinu og til arðbærra umhverfisverkefna. Þetta mætti skoða og ég er opinn fyrir góðum hugmyndum – samstarf okkar og sveitarfélaganna er gott, og saman getum við komið mörgu góðu til leiðar í þágu íslensks samfélags. Jöfnunarsjóður á að vera jöfnunarsjóður Jöfnunarsjóður sveitarfélaga gegnir mikilvægu hlutverki fyrir sveitarstjórnarstigið, það er ekki spurning í mínum huga. Hann tryggir jafna skiptingu tekjustofna, hann tryggir að hægt er að halda úti góðri grunnþjónustu í byggðum landsins án tillits til fjarlægða eða íbúafjölda. Hann tryggir lífsgæði óháð búsetu og aðgengi að opinberri þjónustu ríkisins. Hlutverk hans er rækilega skrifað inn í lög um tekjustofna sveitarfélaga – að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum á grundvelli ákvæða laga, reglugerða og vinnureglna sem settar eru um starfsemi sjóðsins. Þetta er samtryggingarsjóður sveitarfélaganna. Hann er hins vegar mannanna verk og þarf eins og önnur slík að undirgangast stöðuga rýni og endurskoðun. Ég held að það hafi verið gert og margskonar umbætur gerðar á umliðnum árum. Það heldur áfram, en um leið þarf að gæta að því hver er megintilgangurinn – að jafna. Það var því vissulega mikið áfall fyrir okkur sem viljum standa vörð um þetta hlutverk sjóðsins þegar galli í lagasetningu leiddi til þess að fimm tekjuhæstu sveitarfélög landsins fengu úthlutað framlögum sem þau augljóslega höfðu ekki þörf fyrir. Úr þessum ágalla var snarlega bætt af Alþingi og þar með er betur tryggt að tekið er mið af tekjumöguleikum einstakra sveitarfélaga við úthlutun framlaga. Óskiljanleg aðför Reykjavíkurborgar Það kom síðan okkur í Stjórnarráðinu í opna skjöldu, og eflaust einnig flestum ykkur, kæra sveitarstjórnarfólk, þegar krafa upp á 8,7 milljarða króna barst fjármála- og efnahagsráðuneyti fyrir rétt um ári síðan frá stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjavíkurborg. Þar var því haldið fram að ekki hafi verið skýr stoð með vísan til 2. mgr. 78. gr. stjórnarskrárinnar fyrir þeim reiknireglum sem giltu um tiltekin framlög Jöfnunarsjóðs á árunum 2015 til 2019. Þessari kröfu var að sjálfsögðu hafnað af hálfu ríkisins, enda fráleit. Ég hef tekið málið upp við borgarstjóra og átti eiginlega von á því að þetta mál yrði dregið til baka, enda finnst mér að umræða um Jöfnunarsjóð eigi að snúast um það hvernig við viljum hafa hann til framtíðar, ekki hvernig hann var í fortíðinni. Mér varð hins vegar ekki að óski minni því fyrir um tveimur vikum barst ríkislögmanni ítrekunarbréf frá borginni um þessa kröfugerð. Mikilvægt er að borgarfulltrúar í Reykjavík sem og allt sveitarstjórnarfólk geri sér grein fyrir því að þessari kröfu er ekki beint gegn ríkissjóði – henni er beint gegn sveitarfélögunum í landinu. Ríkissjóður borgar ekki kröfur sem verða dæmdar á ríkissjóð vegna Jöfnunarsjóðs, það verður Jöfnunarsjóður að gera sjálfur. Við sjáum dæmi þess í fyrirliggjandi ársreikningi sjóðsins, en þar er bókfærð skuld sjóðsins við ríkissjóð vegna dóms Hæstaréttar. Þannig að ég hvet borgina til að draga þessa kröfu til baka – en lýsi mig reiðubúinn til að setjast niður með fulltrúum allra sveitarfélaganna í landinu til að ræða endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga og – ekki síst – Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. En það verður að vera með jöfnuð og þarfir alls landsins að meginmarkmiði.
Ávarp á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 18. nóvember 2020 Stafræn tækni Enn á ný er blásið til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga – nú við heldur óvenjulegar aðstæður. Fundurinn fer nú að mestu fram sem fjarfundur – fáir á vettvangi að þessu sinni - en með því að hagnýta stafræna tækni og öfluga fjarskiptainnviði sem byggðir hafa verið upp á síðustu árum er fundurinn aðgengilegur sveitarstjórnarfólki um allt land. Þetta eru góðu tíðindin sem vert er að draga fram. Það þurfti – því miður – heimsfaraldur til þess að við Íslendingar færum á fullt að nýta okkur þessa tækni alla. Nú er ekkert mál að skipuleggja fundi sem þennan og tryggja að við getum haldið störfum okkar áfram eins og ekkert hafi í skorist. Góðu fréttirnar eru líka þær að skyndilega höfum við áttað okkur á því að það er hægt að vinna vinnuna sína þó maður keyri ekki um langa leið með tilheyrandi kostnaði og tímasóun. Nú vitum við öll að störf án staðsetningar er raunverulegur og góður kostur en ekki fjarlæg draumsýn. Við vitum líka, reynslunni ríkari, að þetta fyrirkomulag snýst núna bara um hugarfar þeirra sem hafa vald yfir starfsmannamálum, hvort sem það er hjá ríki, sveitarfélögum eða einkafyrirtækjum. Ég sá fyrir stuttu yfirlit yfir viðhorf allra stjórnenda stofnana ríkisins, sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu, til starfa án staðsetningar. Umhverfisstofnun er gott dæmi fyrirmyndarstofnun þar sem þessi nútímalega hugsun er ráðandi. Þar er talið að 72 af 75 starfsmönnum stofnunarinnar geti unnið utan höfuðstöðvar, reyndar á tilteknum starfsstöðvum á landsbyggðinni – 96% allra starfsmanna! Hagstofan með 126 manns taldi hins vegar að aðeins 11 starfsmenn gætu unnið án staðsetningar. Það er í mínum huga óskiljanlegt og hlýtur að þurfa nánari skoðun við með viðkomandi stjórnendum. Störf án staðsetningar, jafnvel með skilgreindum starfsstöðvum víða um land, er raunverulegur og skynsamur valkostur, sama hvernig á málin er litið – tæknin er til staðar, þetta snýst bara um hugarfar – breytum því. Ég hef falið Byggðastofnun að vinna yfirlit um húsnæði og aðstöðu á landinu öllu sem stendur til boða fyrir störf án staðsetningar. Óvissutímar Góðir fundargestir. Sveitarstjórnarfólk hefur áhyggjur af fjármálum sinna sveitarfélaga um þessar mundir, óvissan er mikil og enginn veit með vissu hvað er fram undan – hvenær þokunni léttir og fer að sjást til sólar á ný. Þetta eru skiljanlegar áhyggjur og engin ástæða til að gera lítið úr þeim. Sveitarfélögin sinna mikilvægri grunnþjónustu sem má ekki við því að skerðast, allra síst á tímum sem þessum. Enda hefur Ríkisstjórnin lýst því yfir að hún muni standa að baki sveitarfélögum eins og frekast er unnt svo starfsemi þeirra raskist ekki um of á komandi mánuðum og misserum. Þessi afstaða kom skýrt fram í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í tengslum við undirritun á samningi milli ríkis og sveitarfélaga um opinber fjármál. Þar lýsti hún því einnig yfir að hún hyggst beita sér fyrir því að afla aukinna fjárheimilda til að styðja fjárhagslega við margvísleg brýn verkefni sveitarfélaga, t.d. vegna þjónustu fatlað fólk og fjárhagsaðstoð, sem hefur aukist víða á árinu. Samtals nemur beinn stuðningur samkvæmt yfirlýsingunni um 3,3 milljörðum, en til viðbótar er heimilt að nýta 1,5 milljarða úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs til almennra framlag sjóðsins. Ríkisstjórnin lítur á þennan stuðning sem mikilvægt skref í þeirri vegferð að styðja við bakið á sveitarfélögunum – örugglega ekki þann eina. Við eigum sjálfsagt eftir að bæta ýmsu við – en mikilvægt er að allar slíkar ákvarðanir byggi á yfirvegum og góðri greiningu. Eitt er þó víst, að á þessu stigi erum við ekki að fara í einhverjar almennar aðgerðir sem dreifa peningum úr ríkissjóði til sveitafélaga án tillits til getu þeirra til að standa sjálf undir sínum lögbundnu skyldum. Það væri óábyrgt eins og staðan er núna hjá ríkissjóði. Forgangsverkefni hins opinbera um þessar mundir er að bjarga atvinnulífinu, koma í veg fyrir atvinnuleysi og fjöldauppsagnir, tryggja atvinnu og aftur atvinnu. Þar þurfa ríki og sveitarfélög að standa staman og beina kröftum sínum í þá átt. Jöfnunarsjóðurinn varinn Við vitum að afkomuþróun sveitarfélaga verður talsvert neikvæðari á árinu 2020 en búist var við í fjárhagsáætlunum. En við vitum líka að staðan er er afar misjöfn og mörg þeirra hafa góðar forsendur til að vinna sig í gegnum þennan tímabundna vanda. Önnur munu eiga í meiri erfiðleikum, m.a. vegna skuldastöðu og íbúaþróunar. Almennt eru bæði útsvar og fasteignaskattar að aukast að nafnvirði á milli 2019 og 2020. Útsvarið er til að mynda að hækka um ein 2 prósent sem segir mér að hinar umfangsmiklu aðgerðir ríkisins séu að skila miklum ávinningi fyrir sveitarfélögin. Það er stefndi hins vegar í að Jöfnunarsjóðurinn yrði einna helst fyrir barðinu á þessu ástandi vegna lækkun á lögbundnum framlögum sem tengjast þróun tekna ríkisins. Ef ekkert hefði verið að gert hefðu tekjur hans lækkað um ein 5 prósent, eða um 3,6 milljarða frá því sem við væntum í upphafi árs. Það hefði að sjálfsögðu bitnað mest á þeim sveitarfélögum sem reiða sig hlutfallslega mest á framlög úr sjóðnum, einna helst á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Vesturlandi og Austurlandi. Hins vegar leiða þær sérstöku aðgerðir sem ríkisstjórnin greip til vegna fjárhagslegrar stöðu sveitarfélaganna að framlög Jöfnunarsjóðs á yfirstandandi ári verða svipaðar og við væntum í ársbyrjun. Guðni Geir mun kynna þá niðurstöðu fyrir ykkur á eftir – en við gleðjumst yfir því hér í dag að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar er Jöfnunarsjóðurinn varinn. Við vitum síðan að horfurnar eru ekki góðar fyrir næsta ár og sjálfsagt þarf ríkið að koma sveitarfélögunum til aðstoðar á einhvern hátt – það verður þó að byggja á raunverulegu mati á stöðu einstakra sveitarfélaga, ekki upphrópunum og yfirboði um fjárþörf. Einhliða kröfugerð og óskalistar koma ekki til greina – sem virðast hafa þann tilgang að forða einstökum sveitarfélögum frá því að nýta skattstofna sína eins og önnur eða fresta nauðsynlegri tiltekt í fjármálastjórn. Samstarf á sviði fjárfestinga Ríkistjórnin hvetur til fjárfestinga hins opinbera og með því móti er tryggt að hjól atvinnulífsins snúist. Frumvarp til fjárlaga ber með sér mestu fjárfestingaráætlun sem sögur fara af, t.d. á sviði samgangna. Við þekkjum líka metnaðarfulla áætlun um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu en þar verður 120 milljörðum varið til þess verkefni á næstu árum, í góðu samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Þannig að við hvetjum sveitarfélögin til að huga að því með sama hætti og eins og unnt er, að halda til streitu sínum fjárfestingaráformum og helst að bæta í. Það kæmi síðan alveg til greina í mínum huga að formgera samstarf ríkis og sveitarfélaga um tiltekin fjárfestingarverkefni sem eru arðbær og skila samfélaginu augljósum ávinningi til langs tíma. Það gæti t.d. verið stórátak í uppbyggingu hjúkrunarheimila, uppbygging leik- og grunnskóla, enn frekari aukning í uppbyggingu hagkvæms íbúðarhúsnæðis t.d. hér á höfuðborgarsvæðinu og til arðbærra umhverfisverkefna. Þetta mætti skoða og ég er opinn fyrir góðum hugmyndum – samstarf okkar og sveitarfélaganna er gott, og saman getum við komið mörgu góðu til leiðar í þágu íslensks samfélags. Jöfnunarsjóður á að vera jöfnunarsjóður Jöfnunarsjóður sveitarfélaga gegnir mikilvægu hlutverki fyrir sveitarstjórnarstigið, það er ekki spurning í mínum huga. Hann tryggir jafna skiptingu tekjustofna, hann tryggir að hægt er að halda úti góðri grunnþjónustu í byggðum landsins án tillits til fjarlægða eða íbúafjölda. Hann tryggir lífsgæði óháð búsetu og aðgengi að opinberri þjónustu ríkisins. Hlutverk hans er rækilega skrifað inn í lög um tekjustofna sveitarfélaga – að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum á grundvelli ákvæða laga, reglugerða og vinnureglna sem settar eru um starfsemi sjóðsins. Þetta er samtryggingarsjóður sveitarfélaganna. Hann er hins vegar mannanna verk og þarf eins og önnur slík að undirgangast stöðuga rýni og endurskoðun. Ég held að það hafi verið gert og margskonar umbætur gerðar á umliðnum árum. Það heldur áfram, en um leið þarf að gæta að því hver er megintilgangurinn – að jafna. Það var því vissulega mikið áfall fyrir okkur sem viljum standa vörð um þetta hlutverk sjóðsins þegar galli í lagasetningu leiddi til þess að fimm tekjuhæstu sveitarfélög landsins fengu úthlutað framlögum sem þau augljóslega höfðu ekki þörf fyrir. Úr þessum ágalla var snarlega bætt af Alþingi og þar með er betur tryggt að tekið er mið af tekjumöguleikum einstakra sveitarfélaga við úthlutun framlaga. Óskiljanleg aðför Reykjavíkurborgar Það kom síðan okkur í Stjórnarráðinu í opna skjöldu, og eflaust einnig flestum ykkur, kæra sveitarstjórnarfólk, þegar krafa upp á 8,7 milljarða króna barst fjármála- og efnahagsráðuneyti fyrir rétt um ári síðan frá stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjavíkurborg. Þar var því haldið fram að ekki hafi verið skýr stoð með vísan til 2. mgr. 78. gr. stjórnarskrárinnar fyrir þeim reiknireglum sem giltu um tiltekin framlög Jöfnunarsjóðs á árunum 2015 til 2019. Þessari kröfu var að sjálfsögðu hafnað af hálfu ríkisins, enda fráleit. Ég hef tekið málið upp við borgarstjóra og átti eiginlega von á því að þetta mál yrði dregið til baka, enda finnst mér að umræða um Jöfnunarsjóð eigi að snúast um það hvernig við viljum hafa hann til framtíðar, ekki hvernig hann var í fortíðinni. Mér varð hins vegar ekki að óski minni því fyrir um tveimur vikum barst ríkislögmanni ítrekunarbréf frá borginni um þessa kröfugerð. Mikilvægt er að borgarfulltrúar í Reykjavík sem og allt sveitarstjórnarfólk geri sér grein fyrir því að þessari kröfu er ekki beint gegn ríkissjóði – henni er beint gegn sveitarfélögunum í landinu. Ríkissjóður borgar ekki kröfur sem verða dæmdar á ríkissjóð vegna Jöfnunarsjóðs, það verður Jöfnunarsjóður að gera sjálfur. Við sjáum dæmi þess í fyrirliggjandi ársreikningi sjóðsins, en þar er bókfærð skuld sjóðsins við ríkissjóð vegna dóms Hæstaréttar. Þannig að ég hvet borgina til að draga þessa kröfu til baka – en lýsi mig reiðubúinn til að setjast niður með fulltrúum allra sveitarfélaganna í landinu til að ræða endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga og – ekki síst – Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. En það verður að vera með jöfnuð og þarfir alls landsins að meginmarkmiði.
Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent