Barnshafandi konur gagnrýna ósveigjanleika nýju laganna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. nóvember 2020 19:00 Barnshafandi vinkonur, sem eru settar örfáum dögum áður en ný lög um fæðingarorlof taka gildi, vonast til að ganga fram yfir til að lögin eigi við um þær. Þær eru þó gagnrýnar á ósveigjanleika nýju laganna. Settur dagur hjá Halldóru Guðrúnu Jóhannsdóttur er 27. desember, fimm dögum áður en lög um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði taka gildi- og hjá Kristínu Hörpu Andersdóttur munar aðeins einum degi en hún er sett 31. desember. Þær vonast báðar til að ganga örlítið fram yfir. Sammála meirihluta umsagna „Ég er með fyrsta barn og svona og þá grunar mann að maður gangi aðeins fram yfir,“ segir Kristín Harpa. Nýju lögin, sem samþykkt hafa verið í ríkisstjórn og stefnir í að taki gildi 1. janúar næstkomandi, verði þau samþykkt á þingi, kveða á um að foreldrar geti hvort um sig tekið sex mánaða fæðingarorlof en verður heimilt að framselja einn mánuð sín á milli - þannig getur annað foreldrið tekið sjö mánuði en hitt í fimm. 85% þeirra sem sendu umsögn um frumvarpið kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. Formaður nefndar um endurskoðun laganna segir ráðleggingar sérfræðinga, jafnréttisrökin og rétt barna til samvista við báða foreldra vega þyngra. Halldóra og Kristín taka undir meirihluta umsagna. Telur að þrír mánuðir fari í vaskinn hið minnsta „Mér finnst pabbinn mega deila sínum mánuðum meira heldur en bara þessum eina mánuði sem hann fær að deila,“ segir Kristín. Foreldrar ættu að geta hliðrar tímanum sjálfir vegna brjóstagjafar og launaskerðingar. „Ég græði kannski alveg á því tæknilega séð að fá sjö mánuði í staðinn fyrir fjóra plús tvo sameiginlega sem eru núna en þetta verður alltaf launaskerðing samt því ég tek alltaf ár sama hvort ég fái sjö mánuði eða fjóra plús tvo,“ segir Kristín. Í þeirra tilvikum henti ekki að feðurnir nýti sér réttinn að fullu samkvæmt nýju lögunum. „Ég held að alla vega þrír mánuðir fari í vaskinn hjá okkur sko,“ segir Kristín. „Ég var búin að kynna mér hvernig þetta er í Noregi og Svíþjóð og Danmörku og þetta er bara allt öðruvísi þar. Þar er það miklu þægilegra fyrir mæður og feður sem ráða bara öllu þar,“ segir Halldóra. Fæðingarorlof Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Um 85% umsagnarhöfunda vildu aukinn sveigjanleika Um 85% þeirra sem sendu inn umsögn um frumvarp um fæðingar-og foreldraorlof kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. 19. nóvember 2020 14:21 Tólf mánaða fæðingarorlof samþykkt í ríkisstjórn Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði var lagt fram í ríkisstjórn í morgun og samþykkt. 17. nóvember 2020 15:38 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Barnshafandi vinkonur, sem eru settar örfáum dögum áður en ný lög um fæðingarorlof taka gildi, vonast til að ganga fram yfir til að lögin eigi við um þær. Þær eru þó gagnrýnar á ósveigjanleika nýju laganna. Settur dagur hjá Halldóru Guðrúnu Jóhannsdóttur er 27. desember, fimm dögum áður en lög um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði taka gildi- og hjá Kristínu Hörpu Andersdóttur munar aðeins einum degi en hún er sett 31. desember. Þær vonast báðar til að ganga örlítið fram yfir. Sammála meirihluta umsagna „Ég er með fyrsta barn og svona og þá grunar mann að maður gangi aðeins fram yfir,“ segir Kristín Harpa. Nýju lögin, sem samþykkt hafa verið í ríkisstjórn og stefnir í að taki gildi 1. janúar næstkomandi, verði þau samþykkt á þingi, kveða á um að foreldrar geti hvort um sig tekið sex mánaða fæðingarorlof en verður heimilt að framselja einn mánuð sín á milli - þannig getur annað foreldrið tekið sjö mánuði en hitt í fimm. 85% þeirra sem sendu umsögn um frumvarpið kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. Formaður nefndar um endurskoðun laganna segir ráðleggingar sérfræðinga, jafnréttisrökin og rétt barna til samvista við báða foreldra vega þyngra. Halldóra og Kristín taka undir meirihluta umsagna. Telur að þrír mánuðir fari í vaskinn hið minnsta „Mér finnst pabbinn mega deila sínum mánuðum meira heldur en bara þessum eina mánuði sem hann fær að deila,“ segir Kristín. Foreldrar ættu að geta hliðrar tímanum sjálfir vegna brjóstagjafar og launaskerðingar. „Ég græði kannski alveg á því tæknilega séð að fá sjö mánuði í staðinn fyrir fjóra plús tvo sameiginlega sem eru núna en þetta verður alltaf launaskerðing samt því ég tek alltaf ár sama hvort ég fái sjö mánuði eða fjóra plús tvo,“ segir Kristín. Í þeirra tilvikum henti ekki að feðurnir nýti sér réttinn að fullu samkvæmt nýju lögunum. „Ég held að alla vega þrír mánuðir fari í vaskinn hjá okkur sko,“ segir Kristín. „Ég var búin að kynna mér hvernig þetta er í Noregi og Svíþjóð og Danmörku og þetta er bara allt öðruvísi þar. Þar er það miklu þægilegra fyrir mæður og feður sem ráða bara öllu þar,“ segir Halldóra.
Fæðingarorlof Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Um 85% umsagnarhöfunda vildu aukinn sveigjanleika Um 85% þeirra sem sendu inn umsögn um frumvarp um fæðingar-og foreldraorlof kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. 19. nóvember 2020 14:21 Tólf mánaða fæðingarorlof samþykkt í ríkisstjórn Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði var lagt fram í ríkisstjórn í morgun og samþykkt. 17. nóvember 2020 15:38 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Um 85% umsagnarhöfunda vildu aukinn sveigjanleika Um 85% þeirra sem sendu inn umsögn um frumvarp um fæðingar-og foreldraorlof kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. 19. nóvember 2020 14:21
Tólf mánaða fæðingarorlof samþykkt í ríkisstjórn Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði var lagt fram í ríkisstjórn í morgun og samþykkt. 17. nóvember 2020 15:38