Heilsársleikskóli í Hafnarfirði í augum leikskólakennara Katrín Hildur Jónasdóttir skrifar 19. nóvember 2020 17:01 Ég mætti til vinnu í morgun glöð eins og vanalega því ég er, að eigin áliti, í besta starfi í heimi. Ég fæ að vinna með leikskólabörnum alla virka dag og þau eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég brenn fyrir menntun þeirra, þroska og líðan. Það er það sem skiptir mig mestu máli í minni vinnu. Í morgun hins vegar var ég svo gott sem slegin niður með blautri og skítugri tusku í andlitið stuttu eftir að ég kom glöð til vinnu. Það var þegar mér var tilkynnt að fræðsluráð Hafnarfjarðar hefði samþykkt sumaropnun leikskóla Hafnarfjarðar og ekki nóg með það heldur var samþykkt að við leikskólafólkið eigum bara að redda því. Í grein sem Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar skrifar og birt var í gær á Vísi, nánast korter eftir að fræðsluráð samþykkti sumaropnun, stendur m.a. „Ég hef sagt það áður að það er góð tilfinning fyrir kjörna fulltrúa þegar þeir finna fyrir áhuga og ástríðu íbúa fyrir þeim málum sem þeir vinna að. Ég hef líka sagt áður að það sé þakkarvert þegar foreldrar, íbúar og starfsmenn sveitarfélagsins leggja á sig mikla vinnu til að setja sig inn í mál, hvort sem það er til að gagnrýna eða styðja tiltekin málefni.“ Ég segi bara sem mótsvar við þessu að það væri dásamlegt ef kjörnir fulltrúar gætu nýtt virka hlustun og tekið alvarlegt mark á sérfræðingum í leikskólamálum. Því allir leikskólastjórnendur og allir starfsmenn leikskóla mótmæltu þessari ákvörðun og komu með bunka af undirskiftalistum og faglegum rökum gegn þessu. Faglegum rökum sem snéru að menntun og líðan barnanna aðallega en við sérfræðingarnir teljum þetta ekki hollt og gott fyrir líðan barna né menntun þeirra. Fyrir utan svo flækjustigið og álagið sem eykst til muna á stjórnendur og starfsfólk leikskóla við að skipuleggja og halda úti starfi allt sumarið. Þess má einnig geta að Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla var mótfallið þessari sumaropnun líka. En kjörnu fulltrúarnir í fræðsluráði, þeir vita betur en allir þessi sérfræðingar, þvílíkur hroki verð ég bara að segja. Ég sem var farin að verða smá bjartsýn á að fólk í pólitík gæti hlustað á og farið eftir ráðleggingum sérfræðinga eins og hefur sýnt sig að virkar vel á þessum covid tímum. Þar sem ríkisstjórnin hlustar á sóttvarnarlækni og sérfræðiteymin innan heilbrigðisþjónustunnar. En pólitíkin á greinilega langt í land þegar kemur að menntamálum og þá sérstaklega leikskólastiginu. Því þar virðist lenskan vera sú að leikskólinn sé fyrsta þjónustustigið en ekki fyrsta skólastigið eins og stendur í lögum um leikskóla. Hvorki í lögum um leikskóla né aðalnámskrá leikskóla stendur einn stafur um að leikskólinn skuli vera þjónustastofnun. Ég ráðlegg ykkur að lesa ykkur fyrst til ef þið ætlið að fara að hafa skoðanir og áhrif á leikskólastarf. Og þar sem ég minnist á Covid tímann. Í grein Margréta Völu segir einnig: „Mikil breyting hefur orðið á faglegu starfi innan leikskóla í landinu á undanförnum árum, á meðan þjónustan hefur ekki tekið breytingum miðað við það nútíma samfélag sem við búum við í dag. Kröfur atvinnulífsins hafa breyst, þær eru orðnar meiri og ítarlegri með tilheyrandi auknu álagi á fjölskyldur. Í ljósi COVID tíma eykst þetta álag til muna. Það er því eðlilegt og nauðsynlegt að Hafnarfjarðarbær auki þjónustu sína og stuðning í takt við aukið álag á barnafjölskyldur“. Hvernig dirfistu að segja þetta þegar við framvarðarsveitin í leikskólunum erum búin að vera að drukkna í álagi síðan í vor. Við höfum ekki úthald í mikið meira. Það er löngu komið að þolmörkum hjá okkur. Og nennið þið að fara koma þessu inn í hausinn á ykkur að leikskólar eru ekki til að þjónusta atvinnulífið. Þetta er menntastofnun. Fyrsta skólastigið, ekki fyrsta þjónustustigið eins og fram kom hér á undan. Mér finnst ég bara þurfa að endurtaka þetta því fólk virðist ekki vera að meðtaka þetta. Í þessari umræðu sem hefur verið í kringum sumaropnun, hefur foreldrum einhvern tíman verið kynnt hvað kann að bíða barnsins þeirra yfir sumartímann verði að sumaropnun? Ég hef nefnilega nokkurra ára reynslu af því frá öðru sveitafélagi. Leikskólinn verður gæsluvöllur frá júní til ágúst því þegar starfsfólk fer að týnast í sumarfrí og sumarafleysingarfólk með litla sem enga reynslu af leikskólastarfi kemur inn í staðin getur hver sem er sagt sér að erfitt verður að halda úti faglegu starfi fyrir börnin. Að ég tali nú ekki um álagið sem myndast við að þjálfa allt þetta starfsfólk upp svo það geti tryggt lágmarks öryggi fyrir börnin. Ekki verður hægt að tryggja það að börnin verði með sínum kennurum, vinum né inn á sinni deild stóran part sumarsins. Sem sagt það er verið að stofna öryggi og líðan barnanna í hættu með sumaropnuninni. Börnin gætu lent í því að hitta ekki vini sína og kennara í leikskólanum í 1-2 mánuði. Þau gætu lent í því að þurfa vera sameinuð á annarri deild með engum jafnöldrum. Þau gætu lent í því að eina manneskjan í húsinu sem þau þekkja verði leikskólastjórinn. Börn sem rétt eiga á stuðningi og sérkennslu gætu átt á hættu að fái ekki þá þjónustu. Samkvæmt fræðsluráði á nú starfsfólk að fá að ráða því hvenær það fer í sumarfrí. En verður það raunin? Orlofstími er frá maí til september. Erum við þá að fara að bjóða foreldrum upp á að aðlaga ný börn inn í leikskólann um miðjan september í stað miðjan ágúst? Eða á að skikka starfsfólk til að vera komið til vinnu í byrjun ágúst? Fræðsluráð hefur ítrekað bent á könnun sem gerð var á meðal foreldra bæjarins þar sem foreldrar leikskólabarna voru spurðir hvort þeir vildu ráða því hvenær þeir tækju sumarfrí. Ef spurningin er sett upp svona þá er svarið auðvitað já en ef foreldrar vissu allt sem ég er búin að telja upp hér á undan og sérstaklega það sem snýr að börnum þá held ég að þeir myndu svara öðruvísi. Í þessari sömu könnun svöruðu 94% foreldra í Hafnarfirði því að þeir hefðu getað verið með barninu sínu í sumarfríi að hluta eða allan tímann. Samt sem áður á að snúa öllu leikskólastarfi á hvolf, hætta því að missa fagfólk úr starfi, ógna öryggi og líðan allra barna fyrir 6% foreldra. Sem þó hljóta að hafa fengið sumarfrí á öðrum tíma sumarsins og verið þá með barninu sínu í sumarfríi. Bærinn hefur hingað til rekið gæsluvelli á meðan leikskólar hafa verið lokaðir. Nú eiga líka flest allir foreldrar rétt á 30 virkum dögum í sumarfrí. Sem þýðir að ef foreldrar eru tveir þá eru þeir með 60 daga samtals yfir sumarið til að redda 4 vikna sumarlokun. Með sameiginlegu leyfisbréfi geta nú allir leikskólakennarar unnið í leik-, grunn- og framhaldskólum. Með þessu leyfisbréfi sá leikskólastigið fram á að ef starfsaðstæður yrðu ekki bættar til muna myndu leikskólakennarar fara að horfa hýru auga á grunnskólastigið sem bíður upp á töluvert betri starfsaðstæður. Enda varð raunin sú að við misstum frá okkur fagfólk með mikla reynslu. Með sumaropnuninni erum við enn meira uggandi yfir hvað leikskólakennarar og jafnvel stjórnendur gera. Ég get alveg sagt það fyrir mitt leiti að sem aðstoðarleikskólastjóri er ég farin að renna hýru auga til nágrannabæjar okkar í suðri sem virðist láta sig mál leikskólans miklu varða og hefur metnað í sér til að laða að sér leikskólakennara og annað fagfólk í stað þess að fæla það í burt. Það væri mikil blessun fyrir leikskóla Hafnarfjarðar ef kjörnir fulltrúar væru jafn faglegir, drífandi og dásamlegir og starfsfólk leikskóla bæjarins. Forréttindi sem gætu einkennt Hafnarfjörð og sett bæinn í fremstu röð. Höfundur er leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Ég mætti til vinnu í morgun glöð eins og vanalega því ég er, að eigin áliti, í besta starfi í heimi. Ég fæ að vinna með leikskólabörnum alla virka dag og þau eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég brenn fyrir menntun þeirra, þroska og líðan. Það er það sem skiptir mig mestu máli í minni vinnu. Í morgun hins vegar var ég svo gott sem slegin niður með blautri og skítugri tusku í andlitið stuttu eftir að ég kom glöð til vinnu. Það var þegar mér var tilkynnt að fræðsluráð Hafnarfjarðar hefði samþykkt sumaropnun leikskóla Hafnarfjarðar og ekki nóg með það heldur var samþykkt að við leikskólafólkið eigum bara að redda því. Í grein sem Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar skrifar og birt var í gær á Vísi, nánast korter eftir að fræðsluráð samþykkti sumaropnun, stendur m.a. „Ég hef sagt það áður að það er góð tilfinning fyrir kjörna fulltrúa þegar þeir finna fyrir áhuga og ástríðu íbúa fyrir þeim málum sem þeir vinna að. Ég hef líka sagt áður að það sé þakkarvert þegar foreldrar, íbúar og starfsmenn sveitarfélagsins leggja á sig mikla vinnu til að setja sig inn í mál, hvort sem það er til að gagnrýna eða styðja tiltekin málefni.“ Ég segi bara sem mótsvar við þessu að það væri dásamlegt ef kjörnir fulltrúar gætu nýtt virka hlustun og tekið alvarlegt mark á sérfræðingum í leikskólamálum. Því allir leikskólastjórnendur og allir starfsmenn leikskóla mótmæltu þessari ákvörðun og komu með bunka af undirskiftalistum og faglegum rökum gegn þessu. Faglegum rökum sem snéru að menntun og líðan barnanna aðallega en við sérfræðingarnir teljum þetta ekki hollt og gott fyrir líðan barna né menntun þeirra. Fyrir utan svo flækjustigið og álagið sem eykst til muna á stjórnendur og starfsfólk leikskóla við að skipuleggja og halda úti starfi allt sumarið. Þess má einnig geta að Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla var mótfallið þessari sumaropnun líka. En kjörnu fulltrúarnir í fræðsluráði, þeir vita betur en allir þessi sérfræðingar, þvílíkur hroki verð ég bara að segja. Ég sem var farin að verða smá bjartsýn á að fólk í pólitík gæti hlustað á og farið eftir ráðleggingum sérfræðinga eins og hefur sýnt sig að virkar vel á þessum covid tímum. Þar sem ríkisstjórnin hlustar á sóttvarnarlækni og sérfræðiteymin innan heilbrigðisþjónustunnar. En pólitíkin á greinilega langt í land þegar kemur að menntamálum og þá sérstaklega leikskólastiginu. Því þar virðist lenskan vera sú að leikskólinn sé fyrsta þjónustustigið en ekki fyrsta skólastigið eins og stendur í lögum um leikskóla. Hvorki í lögum um leikskóla né aðalnámskrá leikskóla stendur einn stafur um að leikskólinn skuli vera þjónustastofnun. Ég ráðlegg ykkur að lesa ykkur fyrst til ef þið ætlið að fara að hafa skoðanir og áhrif á leikskólastarf. Og þar sem ég minnist á Covid tímann. Í grein Margréta Völu segir einnig: „Mikil breyting hefur orðið á faglegu starfi innan leikskóla í landinu á undanförnum árum, á meðan þjónustan hefur ekki tekið breytingum miðað við það nútíma samfélag sem við búum við í dag. Kröfur atvinnulífsins hafa breyst, þær eru orðnar meiri og ítarlegri með tilheyrandi auknu álagi á fjölskyldur. Í ljósi COVID tíma eykst þetta álag til muna. Það er því eðlilegt og nauðsynlegt að Hafnarfjarðarbær auki þjónustu sína og stuðning í takt við aukið álag á barnafjölskyldur“. Hvernig dirfistu að segja þetta þegar við framvarðarsveitin í leikskólunum erum búin að vera að drukkna í álagi síðan í vor. Við höfum ekki úthald í mikið meira. Það er löngu komið að þolmörkum hjá okkur. Og nennið þið að fara koma þessu inn í hausinn á ykkur að leikskólar eru ekki til að þjónusta atvinnulífið. Þetta er menntastofnun. Fyrsta skólastigið, ekki fyrsta þjónustustigið eins og fram kom hér á undan. Mér finnst ég bara þurfa að endurtaka þetta því fólk virðist ekki vera að meðtaka þetta. Í þessari umræðu sem hefur verið í kringum sumaropnun, hefur foreldrum einhvern tíman verið kynnt hvað kann að bíða barnsins þeirra yfir sumartímann verði að sumaropnun? Ég hef nefnilega nokkurra ára reynslu af því frá öðru sveitafélagi. Leikskólinn verður gæsluvöllur frá júní til ágúst því þegar starfsfólk fer að týnast í sumarfrí og sumarafleysingarfólk með litla sem enga reynslu af leikskólastarfi kemur inn í staðin getur hver sem er sagt sér að erfitt verður að halda úti faglegu starfi fyrir börnin. Að ég tali nú ekki um álagið sem myndast við að þjálfa allt þetta starfsfólk upp svo það geti tryggt lágmarks öryggi fyrir börnin. Ekki verður hægt að tryggja það að börnin verði með sínum kennurum, vinum né inn á sinni deild stóran part sumarsins. Sem sagt það er verið að stofna öryggi og líðan barnanna í hættu með sumaropnuninni. Börnin gætu lent í því að hitta ekki vini sína og kennara í leikskólanum í 1-2 mánuði. Þau gætu lent í því að þurfa vera sameinuð á annarri deild með engum jafnöldrum. Þau gætu lent í því að eina manneskjan í húsinu sem þau þekkja verði leikskólastjórinn. Börn sem rétt eiga á stuðningi og sérkennslu gætu átt á hættu að fái ekki þá þjónustu. Samkvæmt fræðsluráði á nú starfsfólk að fá að ráða því hvenær það fer í sumarfrí. En verður það raunin? Orlofstími er frá maí til september. Erum við þá að fara að bjóða foreldrum upp á að aðlaga ný börn inn í leikskólann um miðjan september í stað miðjan ágúst? Eða á að skikka starfsfólk til að vera komið til vinnu í byrjun ágúst? Fræðsluráð hefur ítrekað bent á könnun sem gerð var á meðal foreldra bæjarins þar sem foreldrar leikskólabarna voru spurðir hvort þeir vildu ráða því hvenær þeir tækju sumarfrí. Ef spurningin er sett upp svona þá er svarið auðvitað já en ef foreldrar vissu allt sem ég er búin að telja upp hér á undan og sérstaklega það sem snýr að börnum þá held ég að þeir myndu svara öðruvísi. Í þessari sömu könnun svöruðu 94% foreldra í Hafnarfirði því að þeir hefðu getað verið með barninu sínu í sumarfríi að hluta eða allan tímann. Samt sem áður á að snúa öllu leikskólastarfi á hvolf, hætta því að missa fagfólk úr starfi, ógna öryggi og líðan allra barna fyrir 6% foreldra. Sem þó hljóta að hafa fengið sumarfrí á öðrum tíma sumarsins og verið þá með barninu sínu í sumarfríi. Bærinn hefur hingað til rekið gæsluvelli á meðan leikskólar hafa verið lokaðir. Nú eiga líka flest allir foreldrar rétt á 30 virkum dögum í sumarfrí. Sem þýðir að ef foreldrar eru tveir þá eru þeir með 60 daga samtals yfir sumarið til að redda 4 vikna sumarlokun. Með sameiginlegu leyfisbréfi geta nú allir leikskólakennarar unnið í leik-, grunn- og framhaldskólum. Með þessu leyfisbréfi sá leikskólastigið fram á að ef starfsaðstæður yrðu ekki bættar til muna myndu leikskólakennarar fara að horfa hýru auga á grunnskólastigið sem bíður upp á töluvert betri starfsaðstæður. Enda varð raunin sú að við misstum frá okkur fagfólk með mikla reynslu. Með sumaropnuninni erum við enn meira uggandi yfir hvað leikskólakennarar og jafnvel stjórnendur gera. Ég get alveg sagt það fyrir mitt leiti að sem aðstoðarleikskólastjóri er ég farin að renna hýru auga til nágrannabæjar okkar í suðri sem virðist láta sig mál leikskólans miklu varða og hefur metnað í sér til að laða að sér leikskólakennara og annað fagfólk í stað þess að fæla það í burt. Það væri mikil blessun fyrir leikskóla Hafnarfjarðar ef kjörnir fulltrúar væru jafn faglegir, drífandi og dásamlegir og starfsfólk leikskóla bæjarins. Forréttindi sem gætu einkennt Hafnarfjörð og sett bæinn í fremstu röð. Höfundur er leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri í Hafnarfirði.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun