Þórólfur svarar gagnrýnisröddum: „Eru dæmi um það að menn hafi smitast í íþróttum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 19. nóvember 2020 19:00 Þórólfur Guðnason. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hópaæfingar afreksfólks í íþróttum byrji í fyrsta lagi í desember ef miðað er við núverandi reglugerð. Flest allt íþróttalíf hefur verið á ís síðan í byrjun október en afreksíþróttafólk hefur ekki getað haldið sér við að undanförnu vegna lokana á íþróttahúsum. Körfuboltaþjálfarar sendu frá sér yfirlýsingu í síðustu viku vegna þessa og var Þórólfur spurður út í hvaða rök væru á bak við æfinga- og keppnisbann íþróttafólks með bolta. „Við erum að reyna að koma í veg fyrir allar hópamyndanir sem hugsast geta, til þess að stöðva útbreiðsluna,“ sagði Þórólfur. „Við gerðum þetta hægt og bítandi. Vorum með markvissar aðgerðir sem voru ekki að skila nægilegum árangri. Við vorum að missa faraldurinn í veldisvöxt þegar við gripum í að stöðva allar hópamyndanir í landinu sem mögulegt er.“ „Það hefur skilað þessum góðum árangri. Það gildir um íþróttir og hjá fullorðnum og börnum eins og hjá öðrum.“ Hann segir að það séu dæmi um að menn hafi smitast í íþróttum; sama hvort það séu afreks- eða almenningsíþróttir. „Það eru dæmi um það að menn hafi smitast í íþróttum og það er hvorki meiri né minni hætta í afreksíþróttum en öðrum íþróttum.“ Allar hópamyndanir, af sama hvaða toga þær eru, feli í sér slíka áhættu. Hann reiknar með að æfingar byrji í fyrsta lagi í desember. „Reglugerðin gildir í tvær vikur og svo tekur eitthvað annað við. Það er sá tímarammi sem við erum að horfa á núna.“ Klippa: Sportpakkinn - Þórólfur Sportpakkinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Tengdar fréttir „Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. 17. nóvember 2020 19:00 Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25 Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hópaæfingar afreksfólks í íþróttum byrji í fyrsta lagi í desember ef miðað er við núverandi reglugerð. Flest allt íþróttalíf hefur verið á ís síðan í byrjun október en afreksíþróttafólk hefur ekki getað haldið sér við að undanförnu vegna lokana á íþróttahúsum. Körfuboltaþjálfarar sendu frá sér yfirlýsingu í síðustu viku vegna þessa og var Þórólfur spurður út í hvaða rök væru á bak við æfinga- og keppnisbann íþróttafólks með bolta. „Við erum að reyna að koma í veg fyrir allar hópamyndanir sem hugsast geta, til þess að stöðva útbreiðsluna,“ sagði Þórólfur. „Við gerðum þetta hægt og bítandi. Vorum með markvissar aðgerðir sem voru ekki að skila nægilegum árangri. Við vorum að missa faraldurinn í veldisvöxt þegar við gripum í að stöðva allar hópamyndanir í landinu sem mögulegt er.“ „Það hefur skilað þessum góðum árangri. Það gildir um íþróttir og hjá fullorðnum og börnum eins og hjá öðrum.“ Hann segir að það séu dæmi um að menn hafi smitast í íþróttum; sama hvort það séu afreks- eða almenningsíþróttir. „Það eru dæmi um það að menn hafi smitast í íþróttum og það er hvorki meiri né minni hætta í afreksíþróttum en öðrum íþróttum.“ Allar hópamyndanir, af sama hvaða toga þær eru, feli í sér slíka áhættu. Hann reiknar með að æfingar byrji í fyrsta lagi í desember. „Reglugerðin gildir í tvær vikur og svo tekur eitthvað annað við. Það er sá tímarammi sem við erum að horfa á núna.“ Klippa: Sportpakkinn - Þórólfur
Sportpakkinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Tengdar fréttir „Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. 17. nóvember 2020 19:00 Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25 Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sjá meira
„Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. 17. nóvember 2020 19:00
Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25
Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31