Sumaropnun leikskóla í Hafnarfirði Unnur Henrysdóttir skrifar 20. nóvember 2020 08:01 Eftir að hafa lesið grein eftir Margréti Völu Marteinsdóttur varaformann fræðsluráðs Hafnarfjarðar á fréttamiðlinum Vísi get ég ekki orða bundist. Þar sem ég er starfsmaður leikskóla, deildarstjóri á einum stærsta skóla bæjarins, finn ég mig knúna til að tjá mig aðeins um þetta málefni. Þar er talað um rétt barna til að njóta sem flestra stunda með fjölskyldum sínum og við ætlum að hafa leikskólann opinn allt árið? Við ætlum líka að stytta vinnuvikuna okkar án þess að taka tillit til barnanna okkar. Undirmönnun vegna styttingar vinnuvikunnar er það sem börnunum okkar er boðið upp á, stórir hópar og enginn tími til að njóta. Það er talað um tillit til atvinnulífsins en er tekið tillit til nemenda minna sem eru á aldrinum þriggja til fimm ára og hafa ekki mikið að segja um það með hverjum þeir verja átta til níu tímum á dag, í litlu rými og jafnvel án félaga eða starfsmanns sem þeir þekkja ef af þessari sumaropnun verður? Ég get tekið undir það með Margréti Völu að við eigum margt hæfileikaríkt og gott fólk. Ég tel mig vera í þeim hópi en ég sé ekki fyrir mér að það náist að manna skólann þannig að starf haldist óbreytt og nemendur finni fyrir öryggi þegar þeir mæta í skólann sinn með nýjum starfsmönnum sem fylla upp í sumarfrístíma kennara. Líklegast þykir mér að flestir eigi eftir að velja júlí sem sumarfrístíma. Er það sanngjarnt fyrir þá fáu nemendur sem ekki geta verið í sumarfríi með flestum félögum sínum? Hver er að hugsa um hag þeirra? Ég veit að undanfarin sumur höfum við fariðsaman í sumarfrí og komið saman úr sumarfríi í byrjun ágúst og það er gott fyrir okkur leikskólafólkið, nemendur og starfsfólk. Ætlum við næst að stofna sumarskóla fyrir grunnskólabörnin okkar? Ég get ekki séð eða skilið rökin fyrir því að nemendur okkar fari ekki saman í frí og komi saman úr fríi. Eftir 15 ár á sama vinnustað man ég ekki eftir einu einasta ári sem ekki hefur verið vesen að fullmanna leikskólann. Hvað með börnin okkar sem þurfa stuðning við daglegar athafnir, þola jafnvel illa breytingar? Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður fræðsluráðs talar um þessa breytingu eins og lottóvinning fyrir hafnfirskar fjölskyldur. Sem starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar get ég sagt að ég mun ekki taka þátt í þessum lottódrætti og mun segja stöðu minni lausri fyrir sumarfrísbyrjun og njóta tímans með fjölskyldu minni og leyfa Margréti Völu og hennar fólki að finna út hvernig leikskólinn á að starfa sem fyrsta skólastig og fagstofnun eða ætti ég að segja þjónustustofnun? Hún talar einnig um að samstarfshópur hafi farið yfir málið. Ég þekki ekki þann leikskólastarfsmann sem hefur verið sáttur við þessa ákvörðun. Ef þetta verður að veruleika vona ég alla vega að foreldrar geri sér fulla grein fyrir því að þetta verður gæsla í sinni skýrustu mynd. Allt faglegt starf mun liggja niðri og í stað þess að skólinn sé lokaður í fjórar vikur verða þetta að lágmarki átta vikur sem gæsla mun eiga sér stað og innritun nýrra nemenda mun taka mun lengri tíma. Höfundur er deildarstjóri á leikskólanum Stekkjarási. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa lesið grein eftir Margréti Völu Marteinsdóttur varaformann fræðsluráðs Hafnarfjarðar á fréttamiðlinum Vísi get ég ekki orða bundist. Þar sem ég er starfsmaður leikskóla, deildarstjóri á einum stærsta skóla bæjarins, finn ég mig knúna til að tjá mig aðeins um þetta málefni. Þar er talað um rétt barna til að njóta sem flestra stunda með fjölskyldum sínum og við ætlum að hafa leikskólann opinn allt árið? Við ætlum líka að stytta vinnuvikuna okkar án þess að taka tillit til barnanna okkar. Undirmönnun vegna styttingar vinnuvikunnar er það sem börnunum okkar er boðið upp á, stórir hópar og enginn tími til að njóta. Það er talað um tillit til atvinnulífsins en er tekið tillit til nemenda minna sem eru á aldrinum þriggja til fimm ára og hafa ekki mikið að segja um það með hverjum þeir verja átta til níu tímum á dag, í litlu rými og jafnvel án félaga eða starfsmanns sem þeir þekkja ef af þessari sumaropnun verður? Ég get tekið undir það með Margréti Völu að við eigum margt hæfileikaríkt og gott fólk. Ég tel mig vera í þeim hópi en ég sé ekki fyrir mér að það náist að manna skólann þannig að starf haldist óbreytt og nemendur finni fyrir öryggi þegar þeir mæta í skólann sinn með nýjum starfsmönnum sem fylla upp í sumarfrístíma kennara. Líklegast þykir mér að flestir eigi eftir að velja júlí sem sumarfrístíma. Er það sanngjarnt fyrir þá fáu nemendur sem ekki geta verið í sumarfríi með flestum félögum sínum? Hver er að hugsa um hag þeirra? Ég veit að undanfarin sumur höfum við fariðsaman í sumarfrí og komið saman úr sumarfríi í byrjun ágúst og það er gott fyrir okkur leikskólafólkið, nemendur og starfsfólk. Ætlum við næst að stofna sumarskóla fyrir grunnskólabörnin okkar? Ég get ekki séð eða skilið rökin fyrir því að nemendur okkar fari ekki saman í frí og komi saman úr fríi. Eftir 15 ár á sama vinnustað man ég ekki eftir einu einasta ári sem ekki hefur verið vesen að fullmanna leikskólann. Hvað með börnin okkar sem þurfa stuðning við daglegar athafnir, þola jafnvel illa breytingar? Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður fræðsluráðs talar um þessa breytingu eins og lottóvinning fyrir hafnfirskar fjölskyldur. Sem starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar get ég sagt að ég mun ekki taka þátt í þessum lottódrætti og mun segja stöðu minni lausri fyrir sumarfrísbyrjun og njóta tímans með fjölskyldu minni og leyfa Margréti Völu og hennar fólki að finna út hvernig leikskólinn á að starfa sem fyrsta skólastig og fagstofnun eða ætti ég að segja þjónustustofnun? Hún talar einnig um að samstarfshópur hafi farið yfir málið. Ég þekki ekki þann leikskólastarfsmann sem hefur verið sáttur við þessa ákvörðun. Ef þetta verður að veruleika vona ég alla vega að foreldrar geri sér fulla grein fyrir því að þetta verður gæsla í sinni skýrustu mynd. Allt faglegt starf mun liggja niðri og í stað þess að skólinn sé lokaður í fjórar vikur verða þetta að lágmarki átta vikur sem gæsla mun eiga sér stað og innritun nýrra nemenda mun taka mun lengri tíma. Höfundur er deildarstjóri á leikskólanum Stekkjarási.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun